4.5.2009 | 14:33
Bera lánveitendur enga ábyrgð?
Aðstæður Svanbergs og fjölskyldu eru afar slæmar og þau eiga alla mína samúð.
En þeirra vandi er skólabókardæmi um þróunina síðustu árin.
Fjölskyldan hefur neyðst til þess að kaupa sér húsnæði til þess að hafa þak yfir höfuðið, þrátt fyrir að hafa í rauninni ekki haft efni á því. Enda hefur langtíma leiguhúsnæði á sanngjörnu verði ekki verið á boðstólum undanfarin ár. Sú stofnun sem veitti 100% húsnæðislánið hlýtur að bera jafna ábyrgð á við lántakandann.
Að auki hafa viðkomandi lánsaðilar (hverjir sem þeir nú eru) verið fúsir að veita fjölskyldunni bílalán, ekki fyrir aðeins einum bíl, heldur tveimur, eflaust meðvitandi um skuldastöðu hennar.
Það verður fróðlegt að fylgjast með því hvaða úrræðum verður beitt í þessu máli og öðrum sambærilegum.
Kikna undan skuldum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.