Er Jóhanna vísvitandi að eyðileggja fyrir VG?

Er hún að beina atkvæðum óákveðinna, sem gætu fundið skjól gegn ESB aðild hjá VG, eitthvert annað?

Konan segir: "Ég tel að okkur [Steingrími] muni takast saman að leiða þjóðina inn í Evrópusambandið, sem er framtíðin fyrir íslensku þjóðina."

Er ekki kominn tími til þess að Steingrímur J. fyrir hönd VG taki af skarið um hvar flokkurinn sá stendur í ESB málunum og hætti að láta formann SF kynna kosningamálefnin fyrir sig?


mbl.is ESB-viðræður í júní?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar L Benediktsson

Ég held því fram að Samfylkingin sé í klóm fuglsins. Steingrímur vill ekki ESB entelur eðlilegt að þjóðin segi sitt álit í atkvæðagreiðslu. Sem sagt tefja eins lengi og kostur er

Ragnar L Benediktsson, 20.4.2009 kl. 15:33

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ragnar, hver er þá þín skoðun á því að Steingrímur þegir á meðan Jóhanna hjalar?

Kolbrún Hilmars, 20.4.2009 kl. 15:45

3 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

ESB

Manni er farið að gruna að sambó hafi lofað ESB ráðherrunum eitthvað og þegið mútur styrki frá ESB í staðin og sama má sega um formenn ASÍ og marga aðra sem lofa ESB í hástert allavega er þetta fólk ekki að hugsa um hag þjóðarinnar það er einhverjar skrýtnar kendir þar að baki!!!!Afhverju vill þetta fólk ekki ræða um Dollar sem gengi fljótar fyrir sig og ekki þarf að láta fullveldi landsins á móti einsog sambó og ASÍ vilja gera.Það þarf ekki að fara í aðildarviðræður við vitum um 98% reglunum og hvað við fáum en það eru þessi 2% sem eru aðalmálið og allt snýst um .Það er nóg að senda 2 fúlltrúa þarna út til Brussel með eitt bréf sem í stendur þetta er það sem við viljum halda að fullu hér semsagt fiskimiðin-landbúnaðurinn-og okkar dýrmæta orka og náttúra og hvað viljið þið gera?ekki einfaldara.Og svarið verður stutt og laggott frá ESB farið bara heim aftur við höfum ekkert við ykkur að tala.Muna bara að kjósa ekki þennan spyllinga flokk sem vil afsala okkar sjálfstæði.

Marteinn Unnar Heiðarsson, 20.4.2009 kl. 17:10

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Marteinn, þær eru ýmsar grunsemdirnar sem læðast að :)

Eflaust eru fá landssvæði í heiminum sem luma á öðrum eins náttúruauðlindum og Ísland, flestum svo gott sem ónýttum, og ekki að undra að mörg ríki, sem eru búin að fullnýta allar sínar auðlindir, líti hingað hýru auga.

Nýlenduhugsunarhátturinn er ekki nýtilkominn á meginlandi Evrópu.

Sjálf kysi ég ríkjasamband við Noreg frekar en nokkuð annað ef meirihluti þjóðarinnar kæmist að þeirri niðurstöðu að íslenska lýðveldið gæti ekki staðið á eigin fótum.

Kolbrún Hilmars, 20.4.2009 kl. 17:20

5 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Samband Norður-Atlantshafsþjóða með Færeyjum, Grænlandi og Noregi held ég að gæti verið góð hugmynd.  Allaveganna eiga þessar þjóðir margt sameiginlegt.

Annars tek ég undir með þér að Steingrímur svari afdráttarlaust hversu langt VG eru tilbúnir að láta eftir í ESB málum.  Kjósendur eiga rétt á að vita það.

Axel Þór Kolbeinsson, 20.4.2009 kl. 19:20

6 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Axel, það er minn gamli draumur að N-A þjóðirnar nái samstöðu um samstarf því hagsmunirnir eru þeir sömu - eða munu verða það!

Það þyrfti engin þjóðanna að afsala sér sjálfstæðinu í slíku samstarfi.

Ójá - ég bíð spennt eftir yfirlýsingu frá Steingrími J :)

Kolbrún Hilmars, 20.4.2009 kl. 19:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband