16.4.2009 | 17:04
Bara strax búið að ráðstafa launalækkun opinberra starfsmanna?
Ég sem hélt að sú áætlun væri hugsuð til þess að spara ríkissjóði útgjöld.
En nú sé ég að þarna var bara verið að finna aukapening til þess að fjölga listamannalaunþegum á framfæri okkar allra um 400, sem væntanlega kostar kr. 107 milljónir næsta árið.
Ætlar einhver að kjósa þetta lið annan laugardag?
Lög um listamannalaun samþykkt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
...
Surtur fer sunnan
með sviga lævi,
skín af sverði
sól valtíva.
Grjótbjörg gnata
en gífur rata,
troða halir helveg,
en himinn klofnar.
Vituð ér enn, eða hvað?
(Eddukvæði)
Men do not differ much about what things they will call evils;
they differ enourmously about what evils they will call excusable.
(Chesterton)
"What is life but a series of sharp corners, round each of which Fate lies in wait for us..."
(Wodehouse)
How can you have solutions if no one is allowed to talk about the problems?
(Edge of Eternity)
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Heimssýn
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Auðun Gíslason
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Aztec
- Ágúst H Bjarnason
- Árný Sigríður Daníelsdóttir
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Baldur Hermannsson
- Berglind Nanna Ólínudóttir
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Birgir R.
- Bjarni Harðarson
- Björn Emilsson
- Daníel Sigurður Eðvaldsson
- Einar Björn Bjarnason
- Emil Örn Kristjánsson
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Eskil
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Guðbjörn Jónsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Guðni Karl Harðarson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Gunnar Heiðarsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Halla Rut
- Halldór Jónsson
- Hannes
- Haraldur Hansson
- Haraldur Haraldsson
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hildur Sif Thorarensen
- Hrannar Baldursson
- Riddarinn
- Hulda Haraldsdóttir
- Högni Snær Hauksson
- Högni Jóhann Sigurjónsson
- Ísleifur Gíslason
- Jóhann Elíasson
- Jón Valur Jensson
- Jón Óskarsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Svavarsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Ólafur Th Skúlason
- Ómar Bjarki Smárason
- Óskar Helgi Helgason
- Páll Vilhjálmsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Ragnar L Benediktsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnhildur Kolka
- Rannveig H
- Sigrún Jónsdóttir
- Sigurbjörn Svavarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Skattborgari
- Sólveig Þóra Jónsdóttir
- Stefanía
- Steingrímur Helgason
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Valan
- Þór Jóhannesson
- Þórarinn Þ Gíslason
- Vefritid
- Vinstrivaktin gegn ESB
- Samstaða þjóðar
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Íslenska þjóðfylkingin
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Nirfill!
Jóhamar, 16.4.2009 kl. 18:02
Jóhamar, já ég er nirfill og skammast mín ekkert fyrir það - var ekki nirfill á síðasta ári en er það núna!
Kolbrún Hilmars, 16.4.2009 kl. 18:14
Nei þetta lið kýs ég aldrei, þetta er með því ömurlegasta sem ég orðið vitni að miðað við þær aðstæður sem nú ríkja.
(IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 18:47
Silla mín, ertu ekki búin að frétta af hinum skandalnum; VG hefur nú gert barnauppeldi ólöglegt!
Þetta VG þinglið minnir mig á sveitastrákinn sem fékk bæjarleyfi - sem var ekki daglegt brauð. Hann fór beint á krána og sturtaði niður hverjum sjússinum á fætur öðrum og þegar einhver náunginn spurði hann af hverju í ósköpunum hann væri að hella svona í sig, svaraði guttinn "þegar tækifærin gefast er um að gera að nota þau - það getur orðið langt þangað til ég fæ bæjarleyfi aftur".
Og ég sem var jafnvel að gæla við að krossa við VG í kjörklefanum...
Kolbrún Hilmars, 16.4.2009 kl. 18:58
Já en vissuð þið ekki það að fjölga fólki á listamannalaunum, banna rassskellingar, búa til fleiri stjórnendur hjá ÁTVR, banna nektardans, gera kaup á vændi ólöglegt og reka Davíð Oddsson er bráðnauðsýnlegt til að slá skjaldborg um heimilin?
Axel Þór Kolbeinsson, 16.4.2009 kl. 21:11
Vissi þetta sem Axel nefnir en kveiki ekki á hvað þú ert að tala um, hver er nýji skandallinn???
(IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 22:30
Axel, þessir snillingar hafa vissulega leyst brýnustu vandamál heimilanna.
Nýjustu lögin eru frábær; það er ekki bara bannað að rassskella óþekktarorma svona verklega, heldur er sérstaklega tekið fram að þá má ekki heldur rassskella andlega.
Bíð spennt eftir stofnun atvinnuskapandi og mannfreks hugsanalögregluembættis.
Kolbrún Hilmars, 16.4.2009 kl. 22:30
Mér skilst að Steingrímur sé að leita að netlögreglustjóra.
Annars var ég nú rassskelltur sem krakki, þó ekki nema einu sinni, en ég held að það hafi farið verr með pabba en mig.
En hversu langt ætli þessi lög nái? Hvar eru mörk "andlegra refsinga" eins og stendur í lögunum? Má ekki lengur skamma krakka fyrir að fara í fínu fötunum að leika sér í drullupolli? Hvað með útivistarbann?
Það kemur mér ekkert á óvart að við svona vanhugsaða lagabreytingu skuli Kolbrún Halldórs vera fyrsti flutningsmaður
Axel Þór Kolbeinsson, 16.4.2009 kl. 22:45
Er búin að kveikja á perunni, en mér er orðavant núna, er að reikna það út hvað ég þarf að sitja inni lengi. ....... ég á fjögur börn og tvö barnabörn, sem ég á það til að hvæsa á ef þannig stendur í bólið hjá þeim, það elsta er 28 ára og hvæsir stundum til baka, á ég að mínusa það eða ............. þetta er orðið of flókið reikningsdæmi fyrir mig
Skandall, heimska, hugsunnarleysi,( öll hugsun hefur beinst að því að losna við Davíð svo heilasellur fuku burt með honum )
(IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 23:12
Fleiri afætur á listamannalaunum er akkúrat sem við þurfum í dag eða þannig.
Ég get ekki séð að það sé neitt af viti verið að gera annað en að lengja í lánum sem þýðir enn meiri kostnaður fyrir fólk og gerir vandann bara enn verri seinna meir.
Ég hef ekki mikla trú á að sjálfstæðismenn geri eitthvað gagnlegt og tel skelfilegt ef þeir komast við völd en tel XS og VG vera enn verri.
Hannes, 16.4.2009 kl. 23:16
Ég las ummæli forstöðumanns barnaverndarstofu í Fréttablaðinu í morgun, þar sem hann segir að andlegu refsingarnar verði að "meta í hverju tilviki fyrir sig".
Ekki líst mér á!
Og þetta með kosningarnar - það er býsna stór hópur sem er í uppnámi og veit ekki hvað skal kjósa.
Kolbrún Hilmars, 17.4.2009 kl. 09:36
Ja hérna, "meta í hverju tilviki fyrir sig". S.s. á næsta áratug fáum við fjölda prófmála til þess að skera um úr hvernig fólk má og má ekki refsa börnum. Ma ma ma maður bara skilur ekki svona... Ég hef alltaf staðið í þeirri trú að lög eigi að vera eins skýr og hægt er.
Varðandi kosningar þá hef ég ekki alveg gert upp hug minn. Það eru ennþá tveir valkostir; kjósa L-listann eða skila auðu .
Annars kitlar það örlítið að kjósa Ástþórsfólk, en ég hef ekki ennþá séð hvaða fólk er á listanum í mínu kjördæmi. Það versta er að þrátt fyrir framúrstefnulegar hugmyndir (sem ég er ekki viss um að við séum tilbúin fyrir) þá fær framboðið ekki yfir 0,5% fylgi á landsvísu gangi mínar spár eftir. Ég er mjög ósammála Borgarahreyfingunni varðandi gjaldeyrismál og efnahagsmál að hluta þannig að mitt atkvæði fellur ekki það þó ég voni og spái að þau fái 3 þingmenn. Frjálslyndir... tja, hvað getur maður sagt. Stefnuskráin er fín, en það hafa bara verið of mikil innanbúðarátök undanfarið. Ég myndi kjósa VG ef þeir losuðu sig við forræðishyggjuna og öfgafeminismann, og ef þeir gætu minnkað gænkuna í sér örlítið. Hinir þrír koma ekki til greina og hafa aldrei gert það í mínum huga.
Axel Þór Kolbeinsson, 17.4.2009 kl. 10:01
http://axelthor.blog.is/blog/axelthor/entry/855791/
Axel Þór Kolbeinsson, 17.4.2009 kl. 11:53
Ég sakna þess verulega að L-listanum hafi ekki unnist tími til að vera með í þessari umferð, er sannfærð um að hann hefði haft fimm prósentin og gott betur.
Það er "voða sætt" af mbl.is að hjálpa til við að leysa kosningakrísu okkar óánægðu, en ef útkoman er alltaf XP (hef séð fleiri athugasemdir þess efnis) þá er sú aðstoð sama og þegin :)
Kolbrún Hilmars, 17.4.2009 kl. 15:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.