1.4.2009 | 19:45
Ekki vill ASÍ missa þennan spón úr aski sínum
og kemur því með afar síðbúnar tillögur að siðareglum. Augljóslega er ástæðan sú að forystumenn aðildarfélaga ASÍ vilja jafnt og samtök vinnuveitenda njóta áfram þeirra valda sem þessir gífurlegu fjármunir veita þeim sem þá höndla.
Lífeyrissjóðsgreiðendur einir eiga þessa aura sem greiddir hafa verið til lífeyrissjóðanna og ekki eru þeir allir í stéttarfélögum, enda eru skyldugreiðslur til lífeyrissjóða samkvæmt lögum og óháðar stéttarfélagsaðild viðkomandi.
Hvorki stéttarfélög né vinnuveitendasamtök eiga að koma nálægt meðhöndlun lífeyrissjóðseignar launþega. En það er skiljanlegt að um ýmsa áhrifaaðila fari titringur þegar rætt er nú að lífeyrissjóðirnir verði færðir undan þeirra stjórn og sjóðfélagarnir sjálfir taki við stjórnartaumunum.
ASÍ vill siðareglur um lífeyrissjóði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:15 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.