30.3.2009 | 17:11
Hvað er að í réttarríkinu?
Er saksóknari ríkisins duglaus? Er rannsóknarlögreglan vanhæf? Er dómskerfið vanmáttugt vegna lagasetninganna sem því er gert að vinna við?
Mér blöskraði semsagt þessi frétt og býst við því að svo sé fleirum farið. Það er ekki nóg að einhver í réttarkerfinu reyni að stöðva þessar erlendu skipulögðu glæpablóðsugur ef afraksturinn kostar skaðabætur til handa viðkomandi blóðsugum. Væri ekki nær að færa þetta lið í böndum upp í næstu flugvél og senda það til síns heima um leið og það er staðið að verki?
Svo ég vitni nú í aðra frétt um Litháana tvo sem voru handteknir á "drekkhlöðnum bíl" af þýfi í gær; þeir játuðu en heimtuðu strax lögmann! Við getum alveg ímyndað okkur hvaða hlutverk þeim lögmanni er ætlað.
Skaðabætur úr ríkissjóði; skaðabætur fyrir að vera meinað að stunda innbrotaiðju sína sem beinist eingöngu að íslenskum almenningi sem á þegar við nóg að stríða. Hvað verður það næst; skaðabætur fyrir tekjutap?
Bætur fyrir frelsissviptingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þetta er eins og ég hef oft sagt að þjófar og glæpamenn hafa meiri rétt til að vera lausir en við til að vera í friði fyrir þeim. Ef erlendir menn brjóta af sér þá á að dæma þá og hafa þá inni á meðan og láta þá svo afplána heima hjá sér eða það sem væri enn betra skilja þá eftir á vatnajökli á stuttbuxum því að þá losnum við við að senda lögregluþjónn með þeim í flugið heim.
Hannes, 31.3.2009 kl. 01:00
Sæll Hannes, ég geri nú reyndar greinarmun á "venjulegum" erlendum sem slysast til þess að brjóta af sér og hins vegar þeim sem koma gagngert til landsins til þess að stela öllu steini léttara eða aðhafast eitthvað þaðan af verra. Þessi erlendu glæpagengi þarf að uppræta áður en þau festa sig í sessi.
Kolbrún Hilmars, 31.3.2009 kl. 09:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.