Einhliða umfjöllun

tíðkast nú um fjármálastöðu einstaklinga og fjölskyldufólks eftir gengishrunið á síðasta ári.  Öll áherslan í umræðunni er á skuldurum og þeirra tapi vegna verðbóta og gengisfalls. 

Það mætti halda sparifjáreigendur hefðu engu tapað, hvorki bankainnstæðunni né sparnaði í hinum ýmsu sjóðum og hlutafélögum.  Það er þó fjarri lagi að svo sé.  Svo dæmi séu tekin:

Bankainnstæður halda flestar höfuðstól/nafnverði sínu, en hafa rýrnað verulega.  Innstæða að upphæð kr. 500.000 var jafngildi USD: 7.618. þann 1/3 2008 en USD: 4.426. þann 1/3 2009. 
Rýrnun verðgildis á einu ári er um USD: 3.192. eða tæp 40%. 

Sjóður 9 greiddi út tæp 70% af inneign; tap um 30%.  Rýrnun verðgildis kemur til viðbótar.

Hlutabréfaeign almennings í bönkunum þurrkaðist út.  100% tap.

Það töpuðu nefnilega ALLIR einhverju við hrunið - hver með sínu lagi.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Gott að minnast á þetta. Menn eru auðvitað ekki allir staddir á sama stað í lífinu. Væri ég 20 árum yngri þá sæti ég núna í skuldasúpunni vegna húsnæðiskaupa. Nú á ég skuldlausa íbúð en allur minn sparnaður fyrir mögru efri árin er fyrir bí. Eldra fólkið sem missti allan varasjóð í hyldýpið bankahrunsins hrópar örugglega ekki húrra heldur.

Úrsúla Jünemann, 23.3.2009 kl. 15:37

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Takk fyrir innlitið, Úrsúla.  Mér fannst full ástæða til þess að nefna þetta, því miðaldra og eldra fólk hefur einmitt tapað háu hlutfalli af sínum ævisparnaði. 

Þar að auki er það tap keðjuverkandi því mörgum foreldrum er ekki lengur kleift að styðja við bakið á unga fólkinu sínu sem situr í skuldasúpunni.

Kolbrún Hilmars, 23.3.2009 kl. 16:04

3 Smámynd: Bjarni Harðarson

Þetta er afar góð athugasemd í umræðunni sem hefur að undanförnu snúist um lýðskrum þeirra Tryggva Þórs og Sigmundar Davíðs. Það hafa allir tapað- líka þeir sem ekkert áttu því að það er dýrara að lifa af launum þeim eða bótum sem fólk hefur. Háskalegast af öllu er sú kosningaumræða að ríkissjóður eigi að bæta öllum allt því það getur hann ekki nema varpa drápsklyfjum á afkomendur okkar.Nóg er samt.

Bjarni Harðarson, 23.3.2009 kl. 18:42

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Bjarni, þetta er einmitt málið - það töpuðu allir en þeir eldri eru ýmsu vanir og hafa ekki hátt um sitt tap. Því miður.

Ég nefndi það hér á bloggi mínu fyrir nokkru; svona í hálfkæringi, að eina réttlætið væri að öllum heimilum í landinu yrðu réttar einar 3 milljónir í skaðabætur vegna hrunsins.

Auðvitað gengi það ekki upp heldur, betra væri hreinlega að láta kyrrt liggja og eftirláta hverjum og einum að spjara sig.

Með því móti yrði núlifandi gert að þola afleiðingar ævintýramennsku glæframanna okkar tíma og fjármálaáfallinu haldið innan kynslóðar án þess að skuldsetja afkomendur okkar. Ég kem ekki auga á betri lausn - svona í augnablikinu.

Kolbrún Hilmars, 23.3.2009 kl. 20:27

5 identicon

Þeir sem voru að gamla með peningana sína í sjóðum tóku áhættu og verða bara að taka því þeir tóku áhættu vorkenni þem ekki

Þeir sem áttu inneignir á bókum umfram 3 milljónir sem var hámark þess var sagt að væri tryggt fengu allt varið og töpuðu engu

Eftir stendur fólk með lán og  það skal borga se bara ekkert því til fyrrstöðu að það fái hluta af sínum skuldum niðurfelldum það er ekki jafnræði þegnana að verja eingöngu inneignir

Þess vegna þarf að fara þá leið að fella niður og eg tek undir tillögur Framsóknar og Tryggva um þær aðgerðir enn ekki að vera sífellt að lengja í ólnni hja fólki

Hugmyndir Bjarna um einhvern hálfgerðann  kreppulánasjóð er fjarstæða

Þorsteinn Sigfússon (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 11:32

6 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Þorsteinn, þakka þér fyrir innleggið.  Ég hef sjálf ekki kynnt mér hvernig kreppulánasjóði var beitt í "fyrri" kreppunni en trúlega hefur sú aðferð gengið upp á sínum tíma svo það er ef til ekki svo galið að reyna þetta aftur.

Mín skoðun er sú að ekki eigi að hrólfa við höfuðstól skulda heldur skoða hvort ekki megi lækka eða fella niður verðtrygginguna.  Og/eða hvort nota megi vaxtabótakerfið til þess að "niðurgreiða" vaxta- og verðbótaþátt þeirra skuldara sem verst standa, sem eru auðvitað þeir atvinnulausu.

Svo er enn ein flækjan í þessum skulda~sparifjármálum; eflaust er margur sem bæði á einhverja aura á bankabók en skuldar jafnframt verðbótatryggð eða gengistryggð lán...

Kolbrún Hilmars, 25.3.2009 kl. 12:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband