Einu sinni verður allt fyrst!

Nokkra síðustu mánuði og vikur  hef ég verið áhorfandi að pólitískum tennisleik - vinstri, hægri, vinstri, hægri, snú snú.  Mjög lærdómsríkt.  Ég hef fylgst með taumlausu hatri og heift í garð einstaklinga og stofnana, dónalegu orðbragði, hömlulausu skítkasti bæði í orðum og verkum; semsagt öllu því sem ég myndi einfaldlega kalla skort á mannasiðum. 

Þar sem mér sýnist þetta háttalag sé að mestu stundað af vinstri stjórnmálahyggjufólki og hef ekki séð að hægri-miðjufólk hafi tekið þátt í leiknum nema lítillega og á kurteisu nótunum, þá hef ég ákveðið að merkja við XD í næstu kosningum - í fyrsta skipti á ævinni!

Svo ágætu bloggvinir, ef þið farið í pólitískt manngreinarálit þá er tækifærið núna til þess að úthýsa mér af vinalistanum  Wink

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ég er vinstrisinnuð, en hlakka til að fylgjast með rökum fyrir þinni ákvörðun....en hvort ég fæ að fylgjast með, set ég alfarið í þínar hendur

Sigrún Jónsdóttir, 9.2.2009 kl. 23:50

2 Smámynd: Stefanía

Stefanía, 10.2.2009 kl. 00:08

3 identicon

Jedúddamía og allir heilagir, hvað fékkstu þér að drekka með kvöldmatnum?????

Ég sem hélt að þú værir framsóknaræviráðningarXBatkvæði

Bara að grínast, þú verður nú að gera betur en þetta ef þú vilt endilega losna af mínum vinalista

(IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 00:09

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

  Ég vil ekki losna við einn einasta af mínum góðu bloggvinum!  Hef áratuga reynslu af því að vera ósammála mínum nánustu vinum og vandamönnum í pólitík og þykir alltaf jafnvænt um þá   

Reyndar er ég bæði vinstri og hægri sinnuð  - óheppileg blanda, það! - og hef alltaf átt svolítið bágt á kjördegi síðan kvennalistinn lagði sig niður.  En allt þetta fár undanfarið hjálpar mér að ákveða mig í þetta sinn...

Kolbrún Hilmars, 10.2.2009 kl. 10:37

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Hef nú ekki séð neinn dónaskap frá þér, Friðarsinni

En ég ætla að reyna nýja valaðferð við vorkosningarnar;  að horfa ekki á flokka eða frambjóðendur heldur framkomu kjósenda þeirra 

Kolbrún Hilmars, 12.2.2009 kl. 12:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband