Og hvað með það?

Eins og okkur komi  einkalíf Jóhönnu Sigurðardóttur eitthvað við.  Pólitísk störf hennar gera það hins vegar en það er bara allt annað mál.

Síðast þegar ég las viðlíka fréttir var um 1980 þegar Vigdís var kosin forseti, einstæð móðir og allt það - íslendingar settu það ekki fyrir sig en heimspressan hélt ekki vatni yfir frjálslyndinu. Svei! 


mbl.is Jóhanna vekur athygli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Nákvæmlega. Jafn mikilvægt og að fá að vita hve margir þingmenn eru með ilsig.

hilmar jónsson, 27.1.2009 kl. 19:12

2 identicon

Ég sé ekkert neikvæt við þennan fréttarfluttning. Þeir benda einfaldlega á að hún verði fyrst allra samkynhneigðra til að gegna þessu embætti. Þetta er fréttarvefur sem fylgist með árangri samkynhneigðra svo að þeir sjá náttúrulega stolt við þennan atburð.

Einar (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 19:31

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Einar, það er jafnljótt að nota persónulega hagi Jóhönnu í þágu samkynhneigðra hvar í heimi sem er - að ekki sé nú talað um að útvarpa þeim um heim allan.   Það getur vel verið að einhvers staðar erlendis þyki þetta meiri háttar mál, en þeir þar mættu bara draga af því einhvern lærdóm og skammast sín svolítið fyrir þröngsýnina. 

Hilmar, ég hlakka til að sjá tölulegar upplýsingar um ilsigin 

Kolbrún Hilmars, 27.1.2009 kl. 19:47

4 identicon

Fyrst stjórnarskiptin eru afleiðing grjótkasts, og grjótkastararnir komnir með þá stjórn sem þeir vildu, liggur þá ekki beint við að nefna nýju stjórnina Grjótkastarastjórnina?

ásdís (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 19:48

5 identicon

Fyrirsögnin er frábær!

 Er sjálfsvirðing okkar svo á þrotum að við eyðum andlegri orku í umræður um "fréttir" af þessu tagi þó svo þær komi frá "útlandinu" ?

Agla (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 22:15

6 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Sæll Stefán     - það var nú eiginlega það sem ég átti við.  

Kolbrún Hilmars, 28.1.2009 kl. 22:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband