Báðar hliðar málsins.

Megum við íslendingar þakka fyrir að hafa ekki hlotið sæti í Öryggisráði Sameinuðu Þjóðanna?  Hefði fulltrúi okkar þar orðið þjóðinni til ævarandi skammar? 

Ég geng út frá því að starfsreglur ráðsins byggist á hlutlausri umfjöllun um deilumál  og að úrskurðir þess endurspegli sjónarmið beggja þar sem tveir (eða fleiri) deila.  Svona svipað og gert er fyrir hefðbundnum vestrænum dómstólum.

Að neita að hlusta á sjónarmið eins deiluaðila er, að ég held, kallað réttarmorð ef fyrir rétti væri.  
Við sem ættum að fá þá sem flesta hingað til lands til þess að upplýsa okkur sem mest og best.   

Voru fulltrúar okkar í atkvæðaveiðunum til ráðsins svo ósamkvæmir sjálfum sér í heiðarleika og afstöðu til mála að 60, sögð örugg, stuðningsatkvæði til ráðsins skiluðu sér ekki?


mbl.is Heimsókn Ísraela til Íslands afþökkuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já þetta er alveg merkileg afstaða hjá henni, en kemur ekki  beint á óvart.

Tilheyrir hópnum sem setur upp vandlætingar svip, og horfir bara á það sem er augljóst, en aldrei undir yfirborðið, það er auðveldara að veiða fólk hér heima fyrir þannig. Engin þarf þá að kafa neitt dýpra, hvorki almenningur né ríkisstjórn.

Allt slétt og fellt á fyrirborðinu.

(IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 17:02

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Svo viljum við engar boðflennur heldur - við boðum fólk hingað ef við eigum eitthvað vantalað við það  

Kolbrún Hilmars, 18.1.2009 kl. 00:24

3 identicon

það þarf nú ekki einu sinni að taka það fram

(IP-tala skráð) 18.1.2009 kl. 00:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband