30.12.2008 | 19:12
Enn eitt árið á enda.
Árið 2008 endar ekki vel og spáin er ekki góð. Sennilega er þetta mesta hamfaraár frá stofnun lýðveldisins - að meðtöldum stóru kreppuárunum 1967-69 og þeim minni 1979-83.
Við lifðum þó af og gerum það eflaust núna líka þótt ekki verði auðveldara en efni standa til.
Líklega verður komandi ár eða tvö jafnvel enn erfiðari fyrir marga en fyrri krepputímar því yngri kynslóðin þekkir hvorki skort né aðhald. Atvinnuleysi hefur a.m.k. ekki verið stórfellt vandamál síðan um 1970 og við sem komin eru á og yfir "miðjan" aldur ólumst ekki upp við oflæti - svona almennt séð - og kunnum leikreglurnar.
Það sem skilur á milli nú og fyrr eru orsakir kreppunnar. Hér áður var aflabrestur eða árferði kreppuvaldur - en kreppan nú er manngerð. Misvitur, eða jafnvel heimsk, stjórnvöld komu á gjafakvótakerfi fiskveiða og EES samningi og íslenskur almenningur sýpur nú seyðið af þeirra heimsku.
Ég sé þó ljósan punkt í núverandi ástandi. Það er sú holla lexía um það að ef við trúðum því að lífið væri dans á rósum þá áttum við aldrei að gleyma því að á hverri rós eru margir þyrnar.
Hvað framtíðina varðar hef ég ekki nokkrar áhyggjur af því að hér fari allt í kalda kol. Við gamlingjarnir erum ýmsu vön og þau yngri eru okkar eigin afsprengi, bráðmyndarlegt og duglegt fólk sem er líklegt til þess að spjara sig vel eins og þau eiga kyn til.
Því er engin ástæða til annars en að óska ykkur öllum gleðilegs nýs árs með von um bjarta og gæfuríka framtíð.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 31.12.2008 kl. 18:25 | Facebook
Athugasemdir
Góður pistill Kolbrún, takk fyrir. Veitir víst ekki af smá jákvæðu hugarfari....þó mér finnist ég sjálf eiga frekar langt í land með að ná því.
Gleðilegt ár og takk fyrir samskiptin á liðnu ári
Sigrún Jónsdóttir, 30.12.2008 kl. 21:00
Sammála góðum pistli, sennilega hefur þjóðin ekki farið eins skuldug inn í fyrri kreppur.
Gleðilegt ár.

Magnús Sigurðsson, 30.12.2008 kl. 21:32
Sömuleiðis Kolla mín, gleðilegt árið komandi og kærar þakkir fyrir skemmtileg kynni á líðandi ári.
Ef einhverjir sjá ekki til sólar, er bara flytja austur á Hérað eða í Skagafjörðinn, þar er alltaf sól
........... næstum því
(IP-tala skráð) 30.12.2008 kl. 22:48
Við erum bara sukkarar hér á Íslandi og höfum gott af að finna til tevatnsins....
Lærum að lifa lífinu !!!! Það er ekkert mál
Gleðilegt ár elskurnar !!
Stefanía, 31.12.2008 kl. 01:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.