Tillaga mín

er sú að í stað þess að sóa matvælum með því að kasta þeim í þinghúsið verði settar körfur við húsvegginn til þess að safna þeim saman.  Krakkarnir gætu þannig á táknrænan hátt lagt sitt af mörkum en jafnframt stutt gott málefni, því afraksturinn mætti svo afhenda Mæðrastyrksnefnd til úthlutunar.  ??


mbl.is Örsmár hópur ungmenna grýtir þinghúsið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Studd með öllum greiddum atkvæðum hér á þessu heimili, í dag voru það 7 manns

(IP-tala skráð) 15.11.2008 kl. 19:39

2 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ef þú kíkir á mynd á blogginu mínu sérðu dæmi um hversu kræsileg þessi matvæli voru áður en þeim var kastað...

Greta Björg Úlfsdóttir, 16.11.2008 kl. 11:17

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Takk fyrir stuðning ykkar við hugmyndina

Ég kíkti á myndina, Gréta, en gat ekki dæmt um gæðin úr fjarlægðinni.  En hvaðan koma þessi hugsanlega skemmdu matvæli?  Það eru til lög sem segja að þeim skuli fargað, hvaða sjoppa þorir að gefa þau frá sér? 

Mér er svo meinilla við að fleygja mat að ég vildi að allar matvörubúðir yrðu skyldaðar til þess að gefa matvælin á síðasta söludegi þegar útséð væri að þau seldust ekki. 

Kolbrún Hilmars, 16.11.2008 kl. 16:11

4 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Veistu það, Kolbrún, á hverjum degi er margföldu því magni matvæla fargað á löglegan hátt miðað við það magn sem var kastað í Alþingishúsið.

Frændi minn vann einu sinni í grænmetisdeild Hagkaupa, þar var öllu grænmeti fargað EFTIR DAGINN. Starfsfólkið fékk ekki að kaupa það á niðursettu verði og þess var gætt að það tæki ekkert af því heim með sér. Finnst þér eitthvert vit að fara svona með matvæli? Matarkastið í þinghúsið bliknar við hliðina á þeirri sóun.

Ég get dæmt um gæði grænmetis og ávaxta úr þessari fjarlægð, þar sem ég er mikil grænmetisæta sá ég á augabragði að þetta var allt á seinasta snúningi.

Greta Björg Úlfsdóttir, 16.11.2008 kl. 18:25

5 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Það var á tímabili hægt að kaupa grænmeti á seinasta snúningi mjög ódýrt í Bónus, en svo færðist það í það að það var ekki á boðstólum fyrr en það var ORÐIÐ skemmt og þá var auðvitað sjálfhætt!

Ég keypti mér stundum epli sem voru orðin blettótt og ekki lengur fullkomin söluvara á 50 kr. pokann og sauð mér eplagraut, það var fínt. Eins var hægt að fá fullþroskaða (ekki skemmda) banana, þá er upplagt að nota til að baka úr. O.s.frv.

Greta Björg Úlfsdóttir, 16.11.2008 kl. 18:29

6 identicon

Gleymum ekki öllu brauðinu sem hent er í lok dags, það eru nokkrir vörubílsfarmar á degi hverjum. sem vel mætti frysta og selja þá aðeins ódýrara, en nei það er ekki gert, en sumstaðar fá þó svín og hestar þetta, og þá  þeirra eigendur með þeim  

(IP-tala skráð) 16.11.2008 kl. 19:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband