Misheppnuð mótmæli?

Að mínu mati er það ekki velheppnuð mótmælaaðgerð þegar ekki fleiri en 4-5 þúsund manna mæta á Austurvelli til mótmæla.

Allur almenningur er reiður, bálreiður að meira að segja, yfir því ástandi sem útrásarmenn og þjónkusamir embættis- og þingmenn hafa komið þjóðinni í.  En hvernig á að virkja þennan almenning til mótmælasamstöðu?

Til dæmis með því að gera sér grein fyrir því að mótmælin þurfa að beinast að sameiginlegu hagsmunamáli og eiga afdráttarlaust að vera hafin yfir gamaldags pólitíska flokkadrætti.  Þetta eiga að vera mótmæli gegn spillingaröflunum hvar í flokki sem þau er að finna. 

Því má ekki gleyma að allur almenningur er afar dreifður hvað varðar stjórnmálaskoðanir.   Ef mótmælafundur verður kynntur sem baráttufundur gegn spillingunni í stað þess að leggja upp með kosningaáróður pólitískra tækifærissinna - þá munu 100 þúsund manns mæta á næsta mótmælafund!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rannveig H

Ertu þá að meina að þetta sé áróðursmaskína VG eða??

Rannveig H, 9.11.2008 kl. 17:30

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Rannveig, VG á fleiri stuðningsmenn en þetta! 

Ég er alveg jafnrugluð og aðrir um það hverjir standa raunverulega fyrir mótmælaaðgerðum en smákrakkar - hvort sem það er í aldri eða þroska - sem kasta matvælum fælir flest almennilegt fólk frá.

Kolbrún Hilmars, 9.11.2008 kl. 18:23

3 Smámynd: Rannveig H

Sammála þér með krakkana, en þau voru fá miðað við mannfjölda ég var sosum ekki hrifin. En ég hugsaði að kýrin gleymir að hún var einu sinni kálfur. Held líka að stjórnvöld verði að sjá að fólk er óánægt.

Rannveig H, 9.11.2008 kl. 19:57

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Seint svara sumir en svara þó

Jú, stjórnvöld verða svo sannarlega að finna það að fólk er óánægt - bloggarar hafa nú verið býsna duglegir að láta í sér heyra - en það vantar fjölmenn og kröftug  mótmæli á Austurvelli.  Ef til vill þyrftu verkalýðsfélögin að standa fyrir þeim til þess að sameina mannskapinn, en eins og nokkrir bloggarar hafa bent á, þá heyrist ekki tíst frá liðinu því.

Kolbrún Hilmars, 10.11.2008 kl. 14:37

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Björn, ég held að nákvæmlega það sé ástæðan fyrir slakri mætingu hingað til.

Kolbrún Hilmars, 10.11.2008 kl. 14:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband