Neyttu á meðan á nefinu stendur!

Á tækifærismennskan sér engin takmörk?


mbl.is Nóvemberáskorunin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Okkur ræður ríkisbákn,

ráðskar með oss eftir nótum.

Það er stærsta stöðutákn

að standa bæði á haus og fótum.

 

Höf Guðríður

(IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 22:40

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Nú er ég farin að blogga á nóttunni eins og iðnaðarráðherrann! 

Samkvæmt þjóðsögunni sagði karl við kerlu sína þegar fluguskömm settist á nef hans "neyttu á meðan á nefinu stendur" og kerlan dauðrotaði því karlræfilinn með sleggju sinni. 

Orð karlsins eru viðhöfð þegar menn notfæra sér í flýti tvísýnt tækifæri, sbr. það sem Nóvembersamtökin eru að gera nú.

Viltu ljóð Silla mín?

Í dag er ég ríkur - í dag vil ég gefa
demanta, perlur og skínandi gull.
Gakk þú í sjóðinn og sæktu þér hnefa.
uns sál þín er mettuð og barmafull.
Það er ókeypis allt,
og með ánægju falt -
og ekkert að þakka, því gullið er valt!

Kolbrún Hilmars, 7.11.2008 kl. 01:09

3 identicon

Velkomin í Nátthrafnarópinn

Fátt þykir mér skemmtlegra en góðar vísur, ekki verra að þær séu örlítið tvíræðar, með snert af ádeilu, beittar, og skiljanlegar. Ég fer nú kannski ekki fram á að þetta allt sé í sömu vísunni   en það eru jú til snillingar á þessu sviði.

Ljóð án ríms get ég alls ekki lesið nema ég þekki höfundinn, því ég botna ekkert í svoleiðis skáldskap, les það bara eins og hverja aðra sögu, og háfleygt fer frekar í taugarnar á mér.

Vonandi svafstu vel í morgunsárið

Gamlar perlur og frábærar, þetta ljóð verður mottó mitt í dag, því í dag mun ég  gefa gullin mín, þó þau séu kannski ekki skínandi þá eru þau nauðsynleg þegar áföll dynja yfir, en ég á auðvitað við vináttu.

(IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 08:44

4 Smámynd: Rannveig H

Fáið þið ykkur einhvað með þessu blogg eins og sumir næturbloggarar.

Rannveig H, 7.11.2008 kl. 13:50

5 identicon

Ojá það gerum við sko. Allavega ég.

Við slettum í  stórt glas 1/4  L af skemmtilegheitum, 1/4  L af verulega gáfuðum umræðum, 1/8 L  púkaskapur, 1/8  L bragðefni sem kallast slettireka, og að lokum fyllum við upp með okkar sérkennum svo mikið reyndar að út úr flæðir á köflum.

 Þegar allt þetta er komið saman og búið að innyrða í hæfilegu magni, þá endum við venjulega í hláturkrampa inn á   trúi þessu ekki,  hinu alræmda

http://blekpennar.com/ 

(IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 14:02

6 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ekki má gleyma svefngalsanum

En skjótt skipast veður í lofti:

Í dag er ég snauður og á ekki eyri,
ölmusumaður á beiningaferð.
Einasta vonin, að himnarnir heyri -
þó hang' um mig tötrarnir, eins og þú sérð.
Gef mér aflóa fat,
eða fleygðu í mig mat!
Því forðast' að tylla þér þar sem ég sat?

Kolbrún Hilmars, 7.11.2008 kl. 16:17

7 identicon

Úps já bara komin rok og riginig  

Og já ég gleymdi alveg þessu með svefngalsan, spurning að setja hann í hristing ekki hrærðan

(IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 16:32

8 Smámynd: Stefanía

Og ég sem hélt að ég væri ein á þessu næturbrölti hér

Stefanía, 7.11.2008 kl. 23:15

9 Smámynd: Stefanía

Áfram stelpur  !!!

Stefanía, 7.11.2008 kl. 23:16

10 identicon

Kominn enda kl orðin

(IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 02:34

11 identicon

Nú er að skella sér í svefngalsann og bíða eftir skemmtilegu fólki, búin að hrista og nýkomin úr heitapottinum svo ég er algjörlega slök og úps þar datt ég í jólaölið

(IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 02:39

12 identicon

Hvernig yrði ykkur innanbrjóstef þið mættuð gullfallegri nakinni konu ríðandi berbakt á graðhesti???? Karlmenn svara. fyrsta vísan aðeins staðfærð

Þegar slíka sýn að ber

og sét að hverju dragi,

þá er víst að Einsi er

með öll sín tól í lagi.

Hvar er Helga????? 

(IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 02:46

13 identicon

Kolla mín þú breitir fyrir mig í annari línu það á auðvitað að vera sést

(IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 02:47

14 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ég fór snemma í háttinn í gær og missti af næturfjörinu, en ég bæti það upp í kvöld, því:

Í dag er ég glaður - í dag vil ég syngja
og dansa til morguns við hverja sem er.
Við flakkarann allt eins og kóng vil ég klingja -
ég kæri mig ekkert um nafnið á þér.
Þú ert vinur minn, víst
eins og veröldin snýst -
á víxla ég skrifa nú eins og þér lízt!

Silla, þú ert búin að breyta - ekki rugla mig með einhverju tæknivafstri.. 

Kolbrún Hilmars, 8.11.2008 kl. 13:51

15 identicon

Æ elsku Kolla mín, við Helga ætluðum að vera svo hrekkjóttar, en svo mætti Helga ekki, við gleymdum okkur í öðru:)  en ég er ekki búin að breyta, þessi prentvilla hjá mér er í annari línu á vísunni um Einsa. :) 

(IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 16:08

16 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ég meinti leiðrétta, Silla   Ég kann ekki að krukka í athugasemdir annarra, enda eins gott - ég yrði kærð fyrir "innherjastarfsemi" eða eitthvað þaðan af verra...

Kolbrún Hilmars, 8.11.2008 kl. 17:02

17 identicon

Við megum nú ekki við því, svo við skulum bara hafa þetta svona.

(IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 17:10

18 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Hér kemur 4. erindi dagsins hans Sigurðar frá Arnarholti,  svolítið í stíl við nýjasta bloggið mitt og eggjakast á Austurvelli í gær:

Í dag er ég reiður - í dag vil ég brjóta,
drepa og brenna hér allt nið´r í svörð;
hengja og skjóta alla helvítis þrjóta.
Hræki nú skýin á sökkvandi jörð!
Farðu í heitasta hel!
Skaki hörmungaél
hnöttinn af brautinni, og þá er vel!

Ég er viss um að 5. og síðasta erindinu finn ég viðeigandi sess... 

Kolbrún Hilmars, 9.11.2008 kl. 16:50

19 identicon

það er ég viss um líka að þú gerir, og taktu eftir það er ekki komin nótt þegar ég segi þetta.

(IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 17:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband