Gleymdist verkmenntunin?

Að sjálfsögðu á að styðja við menntunina, en gleymdist ekki eitthvað hjá akademíunni? 

Hvað um skipstjórn, búfræði, tæknifræði, verkfræði, trésmíði, vélsmíði, rafvirkjun, pípulagnir?

Hvað þurfum við marga mann-, stjórnmála-, félags-, sagn-, lög-, viðskipta-  og  hag-fræðinga? 

Hvað þýðir hagnýt menntun á Íslandi í dag?

 

 


mbl.is Menntun í forgang
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Verkfræði er 5 ára háskóla nám bara svo þú vitir það. Er kennd bæði í HÍ og HR. En jafnvel þar á verklegi hluti námsins undir högg að sækja sökum aðhaldsaðgerða. Grátlegt þegar skólar fá ekki borgað með öllum nemum sem þeir kenna.

Anna

Anna Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 21:06

2 Smámynd: Skattborgari

Það er búið að leggja allt og mikla áherslu á bóknám undanfarin ár. Það geta ekki allir unnið við skrifstofustörf þó að það sé þægilegt fyrir marga.

Kveðja Skattborgari

Skattborgari, 22.10.2008 kl. 21:45

3 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Hingað til hefur aðeins verið talað um þetta á einhverjum hátíðar- og tyllidögum.  En það skiptir varla máli hver menntunin er þessa stundina, það eru allir að fá uppsagnarbréfið.

Synir mínir eru báðir með verkmenntun og eru farnir að huga að flutningi til annars lands.

Sigrún Jónsdóttir, 22.10.2008 kl. 23:30

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Takk fyrir innleggin.  Eins og Sigrún bendir á, hafa synir hennar góða verkmenntun sem nýtist þeim bæði innanlands og utan.  Sjálf hef ég (gamla) akademíska menntun sem verður mér að ýmsu gagni en er ótæk sem "fyrirvinnustarf" bæði hér og þar, þannig að verkmenntunin verður oft notadrýgri þegar upp er staðið.    

Það er ekki spurning í mínum huga að það þarf að vera jafnræði með akademískri og verklegri menntun.

Kolbrún Hilmars, 23.10.2008 kl. 14:02

5 identicon

Held nú ekki hún hafi gleymst, henni var hent út nánast. það þótti bara ekki nógu fínt á tímabili.

(IP-tala skráð) 23.10.2008 kl. 18:11

6 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Silla, það er gamalt máltæki sem segir:  Too many chiefs and too few indians!  Einhvern veginn finnst mér þetta máltæki smellpassa við ástandið í dag - eða öllu frekar lýsa því af hverju ástandið er nú eins og það er.  Sér eru nú hver fínheitin...

Kolbrún Hilmars, 23.10.2008 kl. 18:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband