Enn á Baugur/Gaumur nokkra vini

sem nenna að ganga þeirra erinda.  Þetta er virkilega fallega gert hjá fólkinu eins og málum er komið - og nú er ég alls ekki að hæðast að þessum tryggðavotti.
mbl.is Mótmæla Davíð Oddssyni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Þessi mótmæli komu Baugi/Gaumi nákvæmlega ekkert við, Kolbrún. Ég get fullvissað þig um það.

Það, hvort Davíð situr áfram sem seðlabankastjóri snýr að þjóðinni, ekki einstökum fyrirtækjum eða einstaklingum.

Lára Hanna Einarsdóttir, 18.10.2008 kl. 17:12

2 identicon

Það vill engin þjóð hafa samskipti við íslendinga nema við skiptum um fjármálastjórn.

Hlustið á viðtal við seðlabankastjóra Noregs.(Ruv kvöldfréttir 16 okt.Stórþingið um Ísland)
http://dagskra.ruv.is/streaming/ras1/?file=4426347/3

Þeir eru tilbúnir með aðstoð en halda að sér höndum vegna þess að þeir treysta ekki Íslenskum stjórnvöldum,
Gjaldeyrisviðskipti munu ekki hefjast fyrr en ábyrg fjármálastjórn hefur tekið við á Íslandi.

Rússarnir eru á sömu skoðun.

Einnig frétt RUV 18.10.2008 14:14

http://ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item232249/
Tilvitnun:
"hafa borist skýr skilaboð frá seðlabönkum sem leitað hefur verið til um lán, að lán verði ekki veitt nema að formlegu samstarfi íslenskra stjórnvalda og Alþjóða gjaldeyrissjóðsins verði komið á."
Tilvitnun:
"Það á þó eftir að koma í ljós hvaða skilyrði Gjaldeyrissjóðurinn setur fyrir lánveitingunni og hvernig íslensk stjórnvöld bregðast við þeim."
 
Fyrsta skilyrðið verður að koma á ábyrgri fjármálastjórn = reka Davíð Oddsson!

Það má einnig geta þess að viðtalið við Davíð Oddsson í Kastljósi er talið hafa kostað hvert mannsbarn á Íslandi milli 10 og 20 milljónir ISK
300.000 x 20 millj = 6000 milljarðar ISK!

Vill einhver að Davíð Oddsson sitji áfram og hafi umsjón með fjármálum Íslands?

RagnarA (IP-tala skráð) 18.10.2008 kl. 17:14

3 Smámynd: Skattborgari

Davíð hefur ekki þá menntun sem þarf til að stjórna seðlabankanum. Hann er lögfræðingur ekki hagfræðingur að mennt. Það á að reka alla sem eru ekki starfi sínu vaxnir og fá menn inn sem eru hæfir í staðinn.

Kveðja Skattborgari.

Skattborgari, 18.10.2008 kl. 17:16

4 identicon

Stjórnvöld á Íslandi eru rúin öllu trausti umheimsins.
Seðlabanki Íslands er stærsti brandarinn í fjármálaheiminum núna.
Skuldin sem Ísland þarf að greiða er 17000 milljarðar ISK eða 12 föld
þjóðarframleiðsla.

Íslensku bankarnir notuðu innistæður sparifjáreigenda m.a. í Finnlandi og
Bretlandi til að fjármagna afborganir af lánum sínum.
Allar lánalínur bankanna voru fyrir löngu lokaðar og þeir féllu í þá
freistni að nota sparifé almennings í þessum löndum til að borga
spilaskuldirnar.

Til að stöðva þessa starfsemi frystu Finnar allar yfirfærslur Kaupþings til
Íslands mánudaginn
6 okt. Þetta var gert í kyrrþey. Frétt um þetta birtist fyrst í
Hufvudstadsbladet 9 okt.
Sjá:
http://www.hbl.fi/text/ekonomi/2008/10/9/w18769.php

Fimmtudaginn 9 okt var finnski forsætisráðherrann Matti Vanhanení heimsókn
hjá Gordon Brown til viðræðna um bankamál.
sjá:
http://www.zimbio.com/pictures/5r_RqGZhvZI/Gordon+Brown+Holds+Talks+Finnish+Prime+Minster/tOYAtpThaZA

Aðgerðir Breta og Finna virðast vera af sama tilefni.
Í báðum tilfellum var verið að stöðva glæpastarfsemi.
Bretarnir brutu hurðina að bankanum en Finnar hringdu dyrabjöllunni.
Harkaleg viðbrögð Breta eru skiljanleg vegna viðtals við yfirmann fjármála
Íslands þar sem hann með pókerfés á smettinu segir að þeir (ræningjarnir) ætli bara að skila 5 %
af þýfinu.
Þessi ummæli birtust á fjarritum kauphalla um allan heim.

Ummæli Gordon Brown um aö leiðtogar Íslands hafi svikið þegna sína er rétt.
Líklega verða einhverjir íslenskir fjármálamenn og stjórnmálamenn
eftirlýstir af Interpol þegar fram líða stundir.

NB!
http://www.hbl.fi/text/ekonomi/2008/10/9/w18769.php
Sjá texta undir mynd:
Finansinspektionen uppger att man redan på måndagen satte stopp för försök
att flytta depositioner i finska Kaupthing till utlandet. Kaupthing berörs
av den isländska statens depositionsskydd.

RagnarA (IP-tala skráð) 18.10.2008 kl. 17:17

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Hanna Lára, þetta Davíðs-þetta-og-Davíðs-hitt er komið langt út fyrir velsæmismörk.

Seðlabankastjóranir eru þrír - Davíð er sá eini sem er sýnilegur; veit einhver hvað hinir snillingarnir heita? 

Fjármálaeftirlitið má þakka fyrir að enginn veit hvaða snillingar sýsla þar.

Hvað svo með rándýra þingmenn og nefndir sem eiga að fylgjast með þessu embættisvaldi?  Ber enginn ábyrgð í þessu þjóðfélagi nema einhver Davíð?

Við eigum að reka allan pakkann - ekki bara þennan Davíð!

Kolbrún Hilmars, 18.10.2008 kl. 18:46

6 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Kolbrún, er ekki bara góð byrjun að fara fram á að þeir reki Davíð?

Leiðin sem þú stingur upp á er nefnilega ekki raunsæ. Að reka Davíð er það hins vegar, eitthvað sem er uppi á borði í stöðunni.

Greta Björg Úlfsdóttir, 18.10.2008 kl. 18:59

7 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Kolbrún, athyglin beinist að Davíð m.a. að hann var Forsætisráðherra þegar þessi sömu bankar voru einkavinavæddir!...en auðvitað eru 3 bankastjórar og ættu allir að víkja.

PS:

Ég versla ekki í Bónus, vegna Baugs, en mætti á Asturvöll í dag og skil ekki hversvegna þú villt spyrða alla þar við Baug?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 18.10.2008 kl. 19:16

8 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Gréta, það friðar auðvitað suma að reka bara Davíð, en mér finnst - og nú meina ég í fyllstu alvöru!  - að allir þeir sem standa í brúnni í dag eigi að klára dæmið -þegar því er lokið veljum við nýja áhöfn.

Kolbrún Hilmars, 18.10.2008 kl. 19:23

9 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Anna, viðurkenni fúslega að það var bara kvikindisskapur af minni hálfu að spyrða þetta við Baug.  En af gefnu tilefni sem allir þekkja og ég þarf ekkert að útskýra nánar.  Held ég?

Kolbrún Hilmars, 18.10.2008 kl. 19:29

10 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Við verðum ekki trúverðug í augum umheimsins á meðan maðurinn sem ber einna mesta ábyrgð á því að svona fór situr enn í þessari stöðu.Þess vegna er þessi krafa sett fram, ekki sem refsing.

Alls staðar annars staðar myndi hann vera látinn pokann sinn.

Greta Björg Úlfsdóttir, 18.10.2008 kl. 19:34

11 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ég hugsa að þú yrðir rekin á þínum vinnustað ef þú gerðir aðrar eins vitleysur og hefðir stofnað vinnustaðnum þínum í voða.

Greta Björg Úlfsdóttir, 18.10.2008 kl. 19:35

12 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

ok Kolbrún

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 18.10.2008 kl. 19:50

13 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Gréta, við erum ekki trúverðug í augum umheimsins hvort sem er! 

En ég er nú svo forhert að skella skuldinni fyrst og fremst á útrásar- og gróðaprinsana sem nýttu sér viðskiptafrelsið og  mökuðu krókinn í eiginhagsmunaskyni.  ÞEIR eru sjálfir áreiðanlega þakklátir öllu sem beinir frá þeim athyglinni og öðrum sem má kenna um að ÞEIR hafi fengið að stela öllu steini léttara frá þjóðinni - sjálfsvirðingunni líka. 

Kolbrún Hilmars, 18.10.2008 kl. 20:00

14 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Kolbrún, nú erum við sammála, en hvers vegna hafa eignir þeirra ekki verið FRYSTAR!!

ps; Þeir eru nú flestir flúnir úr landi.  JÓn Ásgeir í New York, Bjarni Ármanns. í Noregi og Hannes Smáras. í London!!!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 18.10.2008 kl. 20:07

15 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Kolbrún, ég veit að við erum það ekki eins og er, - en eigum við ekki að stefna að því að verða það?

En "útrásarprinsarnir" eru stokknir af landi brott - auk þess sem þeir voru ekki ráðnir í vinnu hjá okkur, svo það er lítið sem við getum gert í því dæmi annað en strokið sárt ennið.

En reyndar var það Davíð sem sá um að sleppa þeim lausum í þjóðfélaginu, svo þar hlýtur nokkur ábyrgð að liggja. 

Greta Björg Úlfsdóttir, 18.10.2008 kl. 20:27

16 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Kannski væri bara ágæt lausn að Dabbi færi á eftir þeim til Bahamas og Bermúda - hann gæti fengið skálina góðu með sér til að súpa úr. Hann hlýtur að eiga nóga aura til að halda sér þar upp það sem eftir er - verst að hann á engan gjaldeyri - nú, reyndar situr hann sem stendur á þeim eina sem til er í landinu, svo hann ætti að geta skammtað sjálfum sér svolítið nesti.

Greta Björg Úlfsdóttir, 18.10.2008 kl. 20:35

17 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Anna, ég tek eftir því núna að þú hefur mun betri heimildir um núverandi staðsetningu útrásarprinsanna en ég

Greta Björg Úlfsdóttir, 18.10.2008 kl. 20:38

18 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Gréta, þú ert frábær   Sendum Davíð til Cayman eyja um borð í skútuna góðu Jóns Ásgeirs og látum þá félaga koma sér saman um borð.  Fáum svo NASA til þess að senda okkur daglegar gervihnattarmyndir til þess að fylgjast með ballinu!

Ég er viss um að Seðlabankinn höktir áfram á hinum tveim bankastjórunum þótt Davíð fari í sólarfrí og Baugur gerir hvort sem er ekkert meira af sér í bili.

Kolbrún Hilmars, 18.10.2008 kl. 20:57

19 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

...þið eruð báðar FRÁBÆRAR  Gréta og Kolbrún

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 18.10.2008 kl. 21:14

20 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Við erum allar frábærar.

Greta Björg Úlfsdóttir, 18.10.2008 kl. 21:18

21 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

jonas segir á www.jonas.is

18.10.2008
Sömu vinnubrögðin gömlu
Ekkert er talið neinum að kenna, ekki einu sinni Davíð. Makkað er um, að kvígildi flokka stjórni fjármálum eins og í gamla daga. Lokað er á fréttir um laun nýrra stjóra í bönkunum. Ráðherrarnir misnota þjóðnýtinguna. Enginn treystir Davíð, hann er gereyðingarvopn í síma og sjónvarpi. Samt hangir hann. Hver treystir Geir? Enginn treystir Fjármálaeftirliti, undirmálsliði frjálshyggjunnar. Hvernig ætla brennuvargarnir að flykkja þjóðinni um brunavarnir, þegar vinnubrögðin eru hin sömu gömlu. Eins og við ráðningu forstjóra sjúkratrygginga. Við sjáum brennuvargana í hverju horni.


Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 18.10.2008 kl. 21:20

22 identicon

Alltaf hressandi að lesa góðan pistil.  

Það eru nægar ástæður til að tortryggja að fráfarandi forsætisráðherra sitji í stól seðlabankastjóra.

Það getur samt með engu móti réttlætt að öll sú atburðarás sem leiddi til núverandi hörmunga sé klínt á einn mann. Það hentar vissulega mörgum að binda alla sök við einn mann en það er ekki beinlínis skynsamlegt.

Íslensku bankarnir hafa stefnt hraðbyri fram af hengiflugi og hafa ekki haft tiltrú erlendra banka frá árinu 2007. Stjórnendur þeirra bera alla ábyrgð á stöðu þeirra og afkomu. Ríkisstjórn ber ábyrgð á að ofhita hagkerfið og þrýsta genginu upp sl. 8 ár a.m.k. og fjármálaeftirlitið er að sleppa undir radarinn hjá býsna mörgum.

Að hópast saman og benda á Davíð og halda að það auki tiltrú heimsins er barnalegt.

Tek fram að ég er ekki sérstakur aðdáandi Davíðs sem stjórnmálamanns. Mér finnst þetta bara keyra fram úr hófi eins, en það er svosem í stíl við annað síðustu misseri. 

Árni Valur (IP-tala skráð) 18.10.2008 kl. 21:29

23 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Árni Valur, það er ekki verið að klína allri ábyrgð á einn mann. En hvenær á að vera hægt að gera hreint í þessu þjóðfélagi ef menn geta skotið sér endalaust hver á bak við annan? Auðvitað verður sá aðili sem ber höfuðábyrgð að axla hana og taka pokann sinn. Það gildir almennt í þjóðfélaginu - því þá ekki um seðlabankastjóra?

Greta Björg Úlfsdóttir, 18.10.2008 kl. 21:36

24 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Hm, því miður gildir það reyndar ekki almennt í þjóðfélaginu - því miður er almenna regalan hér á landi sú að fundnir eru lítilsmegandi blórabögglar sem auðvelt er að stjaka út af borðinu, á meðan þeir sem áttu mesta sök fá að sitja sem fastast áfram.

Greta Björg Úlfsdóttir, 18.10.2008 kl. 21:38

25 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Sveimér þá - ég held bara að margir landar mínir skilji ekki orðið ÁBYRGÐARSTAÐA - þeir halda að það þýði góð laun og eftirlaun, en ekki að menn sem þeim gegna verði að taka ábyrgð - og ef þeir bregðast þeirri ábyrgð teljist þeir ekki lengur hæfir og séu látnir fara. Er það svo flókið?

Ef flugstjóri þotu sem hlekkist á reynist hafa gert mistök í starfi vegna vanrækslu og vankunnáttu, á þá ekki að gera þá kröfu að honum sé sagt upp? Á að leyfa honum að fljúga áfram og passa sig á því gera þetta ekki aftur? Ekki vildi ég vera farþegi í þeirri þotu sem hann flygi.Yfirleitt held ég að flugfélögin sjái sjálf um uppsagnir í svona tilviki, að þeir sem hafa verið farþegar í flugvélinni þurfi ekki að heimta að það verði gert. Eitt er víst að aldrei mun neinn aftur vilja fljúga aftur með flugfélagi sem léti það undir höfuð leggjast sem vissi að flugstjórinn hefði fengið að starfa áfram.

Greta Björg Úlfsdóttir, 18.10.2008 kl. 21:47

26 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

hihihi...hér er ekki "lýðræði" heldur "lýðhræðsla"..Árni Valur ..takk fyrir þitt þrælslega komment!!!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 18.10.2008 kl. 21:55

27 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Tuttututt, víst er lýðræði hérna, Anna  

Reyndar er þetta rétt hjá Grétu, við gerum meiri kröfur til flugstjóra en alþingismanna.  Það getur hvaða bjáni sem er komist inn á löggjafarþingið sem í rauninni snertir velferð miklu fleiri mannslífa en kæmust fyrir í einni flugvél.

Umhugsunarvert - ekki satt?

Kolbrún Hilmars, 18.10.2008 kl. 22:29

28 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

...og í stöðu Seðlabankastjóra, gleymdu því ekki, Kolbrún.

Reyndar virðast margir enn rugla saman stjórnmálamanninum Davíð og bankastjóranum Davíð - meira að segja hann sjálfur! 

Greta Björg Úlfsdóttir, 18.10.2008 kl. 22:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband