Eru breskar vörur ómissandi fyrir íslenska þjóðfélagið?

Nú hafa breskir framleiðendur stöðvað öll hefðbundin lánaviðskipti við íslensk fyrirtæki og krefjast fyrirframgreiðslu á öllum pöntunum.  Ástæðan mun vera sú að tryggingaraðilar bresku fyrirtækjanna hafa lokað fyrir allar lánatryggingar sem varða viðskipti við Ísland.

Þorir einhver íslenskur innflytjandi að fyrirframgreiða breskar vörur - verða greiðslur héðan frystar eins og aðrar íslenskar eignir? 

Hvar er EES samkomulagið nú?  Sér einhver eftir því að hafa samþykkt það?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skattborgari

Ég mæli með því að Íslendingar sniðgangi Breskar vörur þangað til að Bretar eru búnir að borga skaðann sem þeir ollu okkur með því að setja hryðjuverkalögin á okkur.

Kveðja Skattborgari.

Skattborgari, 16.10.2008 kl. 19:05

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Skatti, það var ég eiginlega líka að hugsa, en var í vafa um hvort það yrði sjálfgert eða að okkar vali.  Aðalspurningin er: hvað framleiða bretar sem við getum ekki verið án? 

Kolbrún Hilmars, 16.10.2008 kl. 19:23

3 Smámynd: Skattborgari

Ég held að það þurfi hver að taka ákvörðun fyrir sig og svo gætu verslanir sett sérstakan miða á allt sem kemur frá Bretlandi til að það væri enn auðveldara að forðast allt sem kemur frá Bretlandi nema að maður þurfi nauðsýnlega á því að halda.

Kveðja Skattborgari.

Skattborgari, 16.10.2008 kl. 19:28

4 Smámynd: Halla Rut

Ég mun leita nýrra markaða.

Halla Rut , 18.10.2008 kl. 11:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband