Á veikleikastundu bregður nöldurhornið vana sínum

og vill þakka forsætisráðherra og viðskiptaráðherra landsins frábæra frammistöðu á Iðnófundunum síðustu daga.  Þeir  hafa gefið almenningi greinargott yfirlit um stöðu mála og hreinskilningsleg svör til fréttamanna.  Vel gert!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stefanía

Þeir eru búnir að standa sig eins og hetjur, þó að það hljóti að vera erfitt að vinna undir þessu mikla álagi.

Mér finnst sumir vera afskaplega dómharðir á störf þeirra , hef á tilfinningunni að það sé oft fólk sem hefur lítinn skilning á stöðu mála.

Stefanía, 15.10.2008 kl. 18:42

2 Smámynd: Skattborgari

Ef ég veld slysi fullur á þá að hrósa mér ef ég bregst rétt við eftir slysið og láta eins og ég hafi ekki valdið því útaf ölvunarakstri?

Helsta ástæða þess að við erum í þessum vandræðum er að regluverkið var ónýtt og að stjórnvöld hlustuðu ekki á neinar aðvaranir þó að það hafi verið nóg af þeim og við sitjum uppi með skaðann í dag.

Það er vonandi að þeir séu að vinna vinunna sína vel núna því að annars erum við í djúpum skít.

Kveðja Skattborgari.

Skattborgari, 15.10.2008 kl. 23:59

3 Smámynd: Skattborgari

Brynja Ef þú lánar manni sem er fullur bílinn þinn og hann keyrir á ert þú þá ekki samsek?

Það er hlutverk ríkistjórnarinnar að hafa eftirlit með markaðnum og sjá til þess að fyrirtæki verði ekki það öflug að þau geti valdið þjóðinni skaða með einhverjum hætti. Fjármálakerfið er eitt af undirstöðum þess sem atvinnulíf og heimili í landinu þurfa. Þess vegna er sérstök þörf á að hafa virkt eftirlit með honum og sjá til þess að hann geti ekki hrunið sem ríkistjórnin sinnti ekki þó að fullt að aðvörunarbjöllum hafi verið hringt. Þess vegna er ríkistjórnin samsek alveg eins og ef þú myndir lána ölvuðum manni bílinn þinn. Hefði ríkistjórnin haft virkt eftirlit og hlustað á aðvaranir en ekki kallað þær vitleysu þá væri búið að taka á þessu og ástandið væri mun betra hér á landi í dag.

Það kom út skýrsla sem varaði við ástandinu og henni var stungið undir stól í staðinn fyrir að laga þá vankanta og þær hættur sem var bent á í henni. Eru þetta eðlileg vinnubrögð þegar það er verið að tala um fjármálakerfið á Íslandi? Ég segi nei. Ríkistjórnin ber fulla ábyrg á þessu ástandi ásamt þeim sem stjórnuðu útrásinni. Tökum sem dæmi að  það var allt morandi í vanköntum þegar bankarnir voru seldir og einn þeirra var meira að segja seldur lægstbjóðanda.

Kveðja Skattborgari.

Skattborgari, 16.10.2008 kl. 10:41

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Þakka ykkur fyrir innleggin. 

Mér finnst jafn mikilvægt að þakka það sem vel er gert eins og að gagnrýna hitt og vona að ég verði aldrei svo smásálarleg að þakka aðeins þeim sem eru mér "þóknanlegir" í pólitíkinni. 

Reyndar hef ég séð haft eftir erlendum blaðamönnum að þeir séu líka ánægðir með blaðamannafundina og þá aðstöðu og þjónustu sem þeim hefur verið veitt í Miðbæjarskólanum. 

Vanrækt PR herferð í UK eins og Blár bendir á og skýrslum sem stungið er undir stól einhvers staðar eins og Skatti nefnir er allt önnur Ella. 

Kolbrún Hilmars, 16.10.2008 kl. 14:29

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ég veit ekkert um þetta Fjármálaeftirlit, hvaða gáfumenn eru þar við stjórnvölinn og hvað þeir hafa verið að bauka.  Það getur meira en verið að þeir hafi unnið vel en þeirra skýrslum hafi líka verið stungið undir einhverja stóla.

Þau mál þarf líka skoða þegar um hægist.

Kolbrún Hilmars, 16.10.2008 kl. 17:29

6 Smámynd: Skattborgari

Fjármálaeftirlitið er ekki eftirlit heldur bara gagnlaust batterí sem kvittar undir að allt sé í lagi sem er skipað aðilum sem eru pólitískt skipaðir.

Kveðja Skattborgari.

Skattborgari, 16.10.2008 kl. 19:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband