IceSave er örugglega orðið þekktasta vörumerki Íslands fyrr og síðar

svo ég vitni í viðskiptavin sem er nýkominn heim frá Amsterdam.

Hann sagði ennfremur þegar ég spurði hvort þau hefðu orðið fyrir dónaskap af hálfu hollendinga: Við vorum ekki mikið að flagga þjóðerninu en þeir sem komust að því að við værum íslendingar voru frekar að vorkenna okkur - meira að segja einn betlari!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Bryndís, mér sýnist á öllu að jafnvel betlarinn sé betur settur - hann heldur þó mannorðinu 

Kolbrún Hilmars, 14.10.2008 kl. 17:50

2 Smámynd: Skattborgari

Hafa íslendingar eitthvað mannorð í dag? Ætli það verði ekki litið á okkur sem aumingja sem eru best geymdir í einangrun lengst útí rassgati þegar þetta verður yfirstaðið.

Kveðja Skattborgari.

Skattborgari, 14.10.2008 kl. 18:57

3 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Í lesendadálkum allra helstu dagblaða Bretlands er í dag að finna mörg bréf frá fólki sem sýnir Íslandi og íslendingum samúð og skilning og skilur ekkert í Brown að hafa vegið að efnahag okkar á eins svínslegan hátt og raun ber vitni. Ég spái því að móralskt komi íslendingar sterkir út á endanum. "Björk" er enn þekktasta og verðmætasta vörumerki Íslands :)

Svanur Gísli Þorkelsson, 14.10.2008 kl. 21:03

4 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ég er sammála Svani, held að hér eigi málshátturinn; "Sá hlær best sem síðast hlær" ágætlega við.

Sigrún Jónsdóttir, 14.10.2008 kl. 23:45

5 Smámynd: Stefanía

Nú höfum við allt að vinna !

Stefanía, 15.10.2008 kl. 01:22

6 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Já, nú höfum við allt að vinna og engu að tapa.  Sækjum mannorðið aftur frá bretunum, fáum vonandi lánafyrirgreiðsluna hjá Rússum og smjúgum þar með úr greipum alþjóðlegu ríkisbubbanna sem hugsa sér gott til glóðarinnar að hrifsa til sín "þrotabúið". 

Svanur, Björk er bara prívat og persónulegt vörumerki og telst ekki með í íslensku "patentunum"

Kolbrún Hilmars, 15.10.2008 kl. 19:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband