10.10.2008 | 16:00
Matvælafrumvarpið enn á dagskrá?
Mér brá í brún þegar ég las á bloggi þingmanns VG, Jóns Bjarnasonar, að kjötinnflutningsfrumvarpið umdeilda er enn á dagskrá alþingis.
Það vakna hjá mér spurningar:
Finnst mönnum nú vera rétta stundin til þess að veita íslenskri framleiðslu "samkeppnisaðhald"?
Er aflögu dýrmætur gjaldeyrir til þess að kaupa ketið af "vinaþjóðum" vorum?
Hvað skyldi svo ketið kosta á nýja genginu - skyldi nokkur hér hafa efni á að kaupa það?
Síðast en ekki síst - hver ætlar að selja það?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:18 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
...
Surtur fer sunnan
með sviga lævi,
skín af sverði
sól valtíva.
Grjótbjörg gnata
en gífur rata,
troða halir helveg,
en himinn klofnar.
Vituð ér enn, eða hvað?
(Eddukvæði)
Men do not differ much about what things they will call evils;
they differ enourmously about what evils they will call excusable.
(Chesterton)
"What is life but a series of sharp corners, round each of which Fate lies in wait for us..."
(Wodehouse)
How can you have solutions if no one is allowed to talk about the problems?
(Edge of Eternity)
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Heimssýn
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Auðun Gíslason
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Aztec
- Ágúst H Bjarnason
- Árný Sigríður Daníelsdóttir
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Baldur Hermannsson
- Berglind Nanna Ólínudóttir
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Birgir R.
- Bjarni Harðarson
- Björn Emilsson
- Daníel Sigurður Eðvaldsson
- Einar Björn Bjarnason
- Emil Örn Kristjánsson
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Eskil
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Guðbjörn Jónsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Guðni Karl Harðarson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Gunnar Heiðarsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Halla Rut
- Halldór Jónsson
- Hannes
- Haraldur Hansson
- Haraldur Haraldsson
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hildur Sif Thorarensen
- Hrannar Baldursson
- Riddarinn
- Hulda Haraldsdóttir
- Högni Snær Hauksson
- Högni Jóhann Sigurjónsson
- Ísleifur Gíslason
- Jóhann Elíasson
- Jón Valur Jensson
- Jón Óskarsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Svavarsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Ólafur Th Skúlason
- Ómar Bjarki Smárason
- Óskar Helgi Helgason
- Páll Vilhjálmsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Ragnar L Benediktsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnhildur Kolka
- Rannveig H
- Sigrún Jónsdóttir
- Sigurbjörn Svavarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Skattborgari
- Sólveig Þóra Jónsdóttir
- Stefanía
- Steingrímur Helgason
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Valan
- Þór Jóhannesson
- Þórarinn Þ Gíslason
- Vefritid
- Vinstrivaktin gegn ESB
- Samstaða þjóðar
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Íslenska þjóðfylkingin
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það á að taka frumvörp eins og þetta af dagskrá á meðan ástandið er svona því að þetta skiptir ekki máli eins og staðan er í dag.
Það á að hugsa um ástandið og taka á því allt annað má bíða.
Kveðja Skattborgari hinn myndarlegi.
Skattborgari, 10.10.2008 kl. 19:20
Sammála með það að um nóg annað er að hugsa, hins vegar held ég að engin mundi kaupa þetta innflutta kjöt þó í boði væri við þessar aðstæður.
(IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 19:22
Það væri svo dýrt af því að gengið er orðið svo lágt að það hefði enginn efni á að kaupa það þó að einhver vildi það.
En fyrir 3 mánuðum hefði það verið mun ódýrara en það íslenska.
Kveðja Skattborgari hinn myndarlegi.Skattborgari, 10.10.2008 kl. 19:26
Ég bara vil það ekki, ég þyrfti að vera ansi illa stödd til að fara éta útlenskt lambakjöt, búin að smakka það víða, ekki gott, en ég vil breyta reglum hér um sölu frá bændum, því ég vil geta skroppið heim á bæina og verslað beint við bóndann án milliliða.
(IP-tala skráð) 11.10.2008 kl. 00:19
Já, mér finnst eins og ykkur að miðað við aðstæður sé hreinlega fáránlegt að halda þessu frumvarpi til streitu.
Ég kaupi oft inn í Hagkaup á Eiðistorgi, þar sem frystikistur eru fullar af frosnu erlendu kjöti (reyndar ekki lambakjöti en flestum öðrum mögulegum og ómögulegum tegundum) og ég get ekki séð annað en þar sé enn sama kjötið og var þar s.l. vor - óselt!
Silla, myndi það ekki styrkja bændur ef þeir fengju heimild til þess að selja líka beint til kúnnans?
Kolbrún Hilmars, 11.10.2008 kl. 12:35
Skatti, þetta líkar mér - hinn myndarlegi skal það vera.
Kolbrún Hilmars, 11.10.2008 kl. 12:40
Jú Kolbrún það myndi gera það klárlega, og ég held að það myndi líka verða til þess að búskussum myndi fækka. Mér fannst t.d nauðsynlegt þegar við vorum í loðdýraræktinni að fullvinna skinnin á uppboð, þá höfðum við meiri stjórn á gæðum vörunnar og það var þá líka á okkar ábyrgð ef við vönduðum ekki til verka. Ábyrgðin var sem sagt okkar.
(IP-tala skráð) 11.10.2008 kl. 13:20
Silla, þá finnst mér að bændasamtökin eigi að taka málið fyrir og keyra það í gegn.
Það eru eflaust mörg önnur hagkvæmismál sem þarf að skoða í matvælaframleiðslunni, mál sem kunnugri menn en ég þekkja, sem kæmu bæði framleiðendum og neytendum til góða.
Þetta EES/ESB rugl hefur komið í veg fyrir alla hagræðingu og framtíðarskipulagningu í íslenskri matvælaframleiðslu - en nú er sko lag!
Kolbrún Hilmars, 11.10.2008 kl. 13:34
Held reyndar að ekki sé við EES að sakast í þeim efnum heldur fáranlegar heilbrigðisreglugerðir hér á landi, sem ekki tíðkast í öðrum löndum, hef t.d skoðað býli í Hollandi og ef heilbrigðisfullrúi hér hefði komið þar, hefði allt umturnast og öllu lokað strax, þó var þar allt mjög snyrtilegt. Hér þarf sterlerað rándýrt húsnæði með milljón vöskum sem aldrei eru notaðir og þetta og hitt sem of langt mál væri upp að telja. Ég er ekki að mæla með því að hreinlæti sé látið fjúka lönd og leið en fyrr má nú rota en dauðrota. Hér hjá einum bónda er t.d komið þetta fína hús til að gera að hreyndýrakjöti sem er bara gott mál, en hann má ekki gera að lambakjöti í þessu húsnæði, og rökin skilst mér séu að ekki megi setja villibráð og eldiskjöt í sama hús. Svona fáranlegar reglur eru til hjá okkur, búnar til af okkur, og því okkur að kenna. Í forystu bændasamtakanna eru alltaf kjörnir þeir stæðstu og efnamestu sem hafa gjörólíka hagsmuni heldur en hinn almenni bóndi, en nú ætla ég að hætta að rausa, en þú komst inná mál sem mér er mjög hugleikið og ég gæti endlaust komið með dæmi um fáranleikann í þessum efnum bæði hvað varðar bændur sjálfa og ráðamenn.
Knús á þig
(IP-tala skráð) 11.10.2008 kl. 14:13
í EES og ESB eru gerðar mun meiri kröfur til sláturhúsa sem selja kjöt til annarra landa heldur en til sláttúrhúsa sem selja kjöt innanlands. Til að fá stafsleyfi hér á landi þá þurfa sláturhúsin að uppfylla kröfur til að flytja kjöt til útlanda sem gerir ekkert nema hækka verðið á kjöti hér á landi. Í Evrópu er heimaslátrun mjög eðlileg í mörgum löndum og ég tel að við eigum að leyfa hana og leyfa bændum að selja sínar eigin vörur. Ef bóndi er með góða vöru þá koma viðskiptavinirnir til hans aftur og aftur og hann fær þá meira fyrir vöruna og viðskiptavinurinn fær hana ódýrari. Allir græða nema milliliðurinn sem eru sláturhúsin og búðirnar.
Þessar reglur um að vera með aðrar kröfur til sláturhúsa sem selja kjöt til annarra landa en innanlands eru tæknilegar viðskiptahindranir búnar til til að auka kostnað til að gera erlendu vöruna ekki eins samkeppnisfæra. Af hverju þurfa öll sláturhús hér á landi að uppfylla kröfur til útflutnings?
Kveðja Skattborgari hinn myndarlegi.Skattborgari, 11.10.2008 kl. 14:30
Það uppfylla ekki öll sláturhús hér kröfur um útfluting.
(IP-tala skráð) 11.10.2008 kl. 14:49
Takk fyrir frábærar og fræðandi athugasemdir, Silla og Skatti. Mér sýnist að bændasamtökin þurfi heldur betur að taka til hendinni - það þarf greinilega að stíga á skottið á sótthreinsunarfárinu og setja nýjar reglur um meðhöndlun kjöts fyrir innanlandsmarkað. Útflutninginn getum við geymt þangað til betur árar.
Ég hef alltaf öfundað vinafólk mitt í Lux. Þar fara þau beint til bóndans, kaupa svín og naut í heilu, og bóndinn sér um að koma því (dauðu auðvitað!) í hæfilegar pakkningar sem passa fyrir frystikistur fjölskyldunnar. Hérlendis? - ónei!
Kolbrún Hilmars, 11.10.2008 kl. 15:04
Ég persónulega borða mikið kjöt og væri alveg til í að kaupa heilt naut einsog 2 á ári.
Það eru allt of mörg hús sem uppfylla þessar kröfur og þau eru dýrari í byggingu og rekstri en þörf er á.
Það eina sem óþarfa reglugerðir gera er að auka kostnað og gera kervin flóknari sem er vandamál um alla Evrópu. Það eru alltaf settar nýjar reglugerðir án þess að það sé nokkur þörf á henni og svo gera þær ekkert nema veita blýantsnögurum atvinnu á kostnað almennings eins og það sé ekki allt of mikið af þeim fyrir.
Kveðja Skattborgari hinn myndarlegi.Skattborgari, 11.10.2008 kl. 15:21
þegar K.S Kaupfélag Skagfirðinga var að gera sitt hús að útflutningshúsi þá vann ég í "neðra" en það var annað sláturhús á króknum ekki tengt KS, (k.S var kallað í efra) var ég þá að mig minnir 15 ára, þegar fínu kallarnir komu frá útlandinu til að taka "efrahúsið" út með flaxsandi bindin og á blænkskónum, fórum við nokkur úr "neðra" í kaffinu og fundum okkur dauðann hrafn í fjörunni og fórum og laumuðum honum inná línuna "í efra" í eintómum kvikindskap, verst að við höfðum ekki tíma til að fylgjast með viðbrögðum fínu kallanna
(IP-tala skráð) 11.10.2008 kl. 15:29
Silla góð! Ég kalla eftir einhverjum sem kann endinn á þessari sögu...
Kolbrún Hilmars, 11.10.2008 kl. 15:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.