Skyldi þessi frétt duga

til þess að gera fólki ljóst að Útlendingastofnun er framkvæmdavald en ekki löggjafarvald?

Vonandi.


mbl.is Brottvísun aldrei staðið til
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Líklega ekki. Hversu þrálát er ekki t.d. sú ranghugmynd fólks að lögreglan sé dómsvald?

Emil Örn Kristjánsson, 9.9.2008 kl. 14:58

2 Smámynd: Guðrún Björk Hallbjörnsdóttir

Ansi hefur þetta tekið á manninn miðað við að vera 20 ára lítur hann út fyrir að vera milli 40 og 50 ára allavega á myndinni

Guðrún Björk Hallbjörnsdóttir, 9.9.2008 kl. 15:05

3 identicon

Ánægjulegt að sjá viðbrögð til varnar Útlendingaeftirliti. Hef velt fyrir mér af hverju margir eru tilbúnir að "fordæma" stofnun sem sinnir einfaldlega skyldum sem þeim ber og lögum sem gilda í landinu. Halda fjölmiðlar og "bloggarar " að hvergi liggi fiskur undir steini?

Ásinn (IP-tala skráð) 9.9.2008 kl. 17:29

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Guðrún, textinn með myndinni sagði að drengurinn væri með foreldrum sínum á  myndinni, sem var trúverðugt miðað við aldur.   Ég hélt að strákurinn væri sá lengst til vinstri - þessi ungi sæti.  Hafi þessi myndatexti verið rangur ber mbl.is ábyrgð á því.  Ef til vill var þetta vitlaus mynd?

Emil, það virðist sem ranghugmyndir fólks séu grasserandi hér á þessu blessaða bloggi.  Það reynir verulega á áunna kurteisi mína að segja ekkert ljótt...

Kolbrún Hilmars, 9.9.2008 kl. 18:50

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ásinn, takk fyrir komuna. Mitt ævistarf felur í sér þjónustu við fólk sem þarf að sækja til framkvæmdavaldsins, og frekar hætti ég því og lýsi mig andlegan örorkuþega á framfæri ríkisins en að hygla einum umfram annan.  Svei þessari undanþágu- og fyrirgreiðslupólitík!!!

Kolbrún Hilmars, 9.9.2008 kl. 18:56

6 identicon

Eitthvað er þetta nú kindarlegt allt saman. Aldrei stóð til að vísa manninum úr landi. Honum var bara sent "staðlað bréf". Alveg týpiskt býrokrata-tungumál sem þeir nota til að útskýra afhverju ákvarðanir þeirra virðast útí hött: "Ég get ekkert að þessu gert og engu ráðið um hvað í bréfunum okkar stendur af því að það er staðlað"!

Í þessu staðlaða bréfi stóð m.a. "...var Mark m.a. bent á að samkvæmt almennum reglum gæti hann ekki fengið umsókn sína afgreidda á meðan hann dveldi hér ólöglega." Hvernig er hægt að skilja þetta öðruvísi en að ef hann vildi fá umsókn sína afgreidda skyldi hann vesgú hundskast úr landi?

Haukur segir að "Það hefur aldrei staðið til að brottvísa þessum manni." Hvernig átti Mark að vita hvað menn voru að pæla hjá Útlendingastn? Stóð eitthvað um það í bréfinu? Það var ekki fyrr en umboðsmaður hans hafði samband við stofnunina að hann (umboðsmaðurinn) fékk leiðbeiningar og var tjáð að Mark gæti dvalið á landinu meðan umsókn hans væri afgreitt.

Finnst virkilega engum að þetta séu hálf skrýtnar aðfarir? Að fyrst senda manninum sjálfum þessa augljósu hótun um brottvísun og segja svo umboðsmanni hans seinna að allt sé góðu?

Ég legg til að þessir blessaðir býrokratar hætti að senda stöðluð bréf sem þeir virðast ekki vita sjálfir hvað stendur í og reyna að nota eigið heilabú svolítið meira.

Jón Bragi (IP-tala skráð) 9.9.2008 kl. 21:16

7 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Jón Bragi, það er brot á stjórnsýslulögunum ef bírókratarnir fara að nota sitt eigið heilabú!

Hins vegar (sem er að vísu bara mín persónulega skoðun)  þá er í góðu lagi að venja nýbúana okkar strax við allar þær lagasetningar sem við hin innfæddu þurfum að sætta okkur við dag hvern - hver þekkir svo sem ekki krakkalagið: ekki gera þetta og ekki gera hitt... Var það eftir Olgu Guðrúnu eða Óla Sím? 

Kolbrún Hilmars, 9.9.2008 kl. 21:59

8 identicon

Nei, ég get alls ekki verið þér sammála um að það sé endilega brot á stjórnsýslulögum að nota heilabúið og jafn vel sitt ágæta hjartalag, þó að maður sé bírókrati í þjónustu hins opinbera.Gleymum aldrei svörum þeirra bírókrata sem sátu undir ásökunum um vægast sagt vafasamar stjórnsýsluaðgerðir í þriðja ríki Hitlers. Þeir voru líka bara ”vinna vinnuna sína” eftir þeim reglum og fyrirmælum sem giltu á þeim tíma og pældu ekkert í því hvað þeir voru í raun og veru að gera. Ekki það að ég sé að líkja gerðum íslenskra bírókrata við það sem kollegar þeirra voru að bralla í ríki Hitlers. Alla vega eru afleiðingarnar ekki jafn skelfilegar en það sem hræðir mig er þessi hugsunarháttur að firra sig allri ábyrgð og vísa í "stöðluð bréf" og þessháttar kjaftæði.  Mig langar að segja þér sólskinssögu af einum fyrirmyndar-bírókrata sem fór ekki eftir ströngustu og venjulegustu leiðum í sínu starfi og kannske hreinlega “braut stjórnsýslulög”, en náði þó að trúi ég betri árangri bæði fyrir sinn vinnuveitanda og þann einstakling sem hann þurfti að hafa afskipti af.Rétt fyrir jólin 1989 var hringt til mín og í símanum var eldri vingjarnlegur maður sem sagðist vinna hjá innheimtudeild lögreglunar og vera að reyna að koma lagi á pappírana sína fyrir áramót. Og þannig væri að ég ætti þarna ógreidda sekt fyrir umferðarlagabrot uppá 5.000 og hvort ég gæti ekki bara hugsað mér að borga hana kannske fyrir áramót svo að við þyrftum ekki að vera með neitt meira vesen út af því.Ekki man ég hvort ég hafði dregið að borga þetta af blankheitum, þvermóðsku eða kannske bara af almennu kæruleysi, en þetta símtal fannst mér eitthvað svo sérstakt og krúttlegt að ég rauk til daginn eftir og borgaði sektina.En auðvitað átti maðurinn (ef hann var sannur bírókrati) ekkert að vera að hringja þetta, heldur láta þetta lenda í vanskilum og síðan til fógeta með tilheyrandi veseni og kostnaði fyrir alla aðila.Þess má geta að ég komst seinna að því að þetta hafði verið okkar gamli samgönguráðherra Halldór E Sigurðsson.  Hefði nú ekki verið nær hjá Útl.stofnun að hafa samband við þennan Mark í upphafi ársins og útskýra fyrir honum hvernig í málinu lá og hvaða leiðir hann hefði til þess að komast hjá því að þurfa að fara til Noregs til að fá vegabréf og síðan til Filipseyja og bíða þar eftir úrskurði?Nei, þeir völdu að senda honum “staðlað bréf´” með hótunum í byrjun árs og útskýra síðan fyrir umboðsmanni hans í september að allt væri í góðu og að lög og reglur gerðu ráð fyrir að í tilfellum eins og hans væri hægt að komast hjá fyrirmælum hins “staðlaða bréfs”.  Þeir opinberu embættismenn sem haga sér eins og Útl.stofnun hefur gert, ekki bara í þessu máli eru hinir einu sönnu “andlegu öryrkjar á framfæri ríkisins...” P.s. Olga Guðrún söng en Ólafur Sím gerði textan.

Jón Bragi (IP-tala skráð) 10.9.2008 kl. 13:09

9 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Takk fyrir þetta, Jón Bragi.  Góð sagan um sektina  en svona var þetta hérna fyrir EES og Schengen.  Að nota hjartað held ég að ekki sé stjórnsýslumál, amk ekki ef hjartagæskan brýtur ekki jafnræðisregluna.

Reyndar skildist mér á fyrstu fréttinni að allt lagastússið hefði verið útskýrt fyrir fjölskyldunni í ársbyrjun þegar hún lagði drög að ferðalagi til Filippseyja  svo þetta hefði ekki átt að koma þeim á óvart. 

Kolbrún Hilmars, 10.9.2008 kl. 14:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband