Hvar er leikskólastjórinn?

Eins og kjósendur vita hefur kjörinn aðalfulltrúi til borgarstjórnar verið settur út í kuldann í minnihluta borgarstjórnar.  Brotthlaupnum varamönnum allrahanda er hins vegar hyglað af fyrrverandi pólitískum andstæðingum.  

Í alvöru leikskóla eru sjö krakkar en einn er skilinn útundan þegar skipta á upp ákveðnum fjölda leikfanga.  Í  leikskólanum er málið tekið alvarlega enda skilgreint sem einelti og tekið i taumana.  

Í þykjustuleikskólanum er hins vegar enginn skólastjóri og því viðgengst eineltið - meira að segja fá þrjú aukabörn sem komu óvart í heimsókn í þykjustuleikskólann smáskammt af leikföngunum. 

Er ekki tímabært að ráða þykjustuleikskólastjóra?

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halla Rut

Merkilegt að hægt sé að útiloka eitt framboðið sem fékk mann kjörin í kosningum. Lýðræðið er dottið yfir sig.

Halla Rut , 23.8.2008 kl. 19:26

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Halla, þetta blogg mitt er auðvitað skrumskæling af ástandinu, en í fullri alvöru þá hef ég verulegar áhyggjur af  þessu pólitíska siðleysi sem hefur ekkert með lýðræði að gera. 

Heift og hefnigirni minnihluta/taphluta nú á sér engin fordæmi - gömlu jaxlarnir kunnu mannasiði og gerðu sér fulla grein fyrir því að það var kjósandinn sem átti síðasta orðið. 

Kolbrún Hilmars, 23.8.2008 kl. 19:59

3 Smámynd: Halla Rut

Sammála. Velferðarkerfið, skóla- og leikskólamál eru í rúst í Reykjavík. Það vita þeir sem á þurfa að halda. Enda fer ekkert áfram þegar engin er við stýrið. Eftirskólavistun er að bregðast í öllum skólum. Marga skóla vantar meira en 50% af stafsfólki til að getað tekið við öllum börnum sem þurfa á þjónustunni að halda. Hvað eiga ungir foreldrar að gera núna. Lánið hafa hækkað, matur sömuleiðis og nú geta þeir margir ekki stundað fulla vinnu.

Hvað gerir einstætt foreldri sem ekki getur fengið gæslu fyrir barnið sitt eftir hádegi?

Halla Rut , 23.8.2008 kl. 20:14

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Halla, það virðist sem núverandi kjörnir fulltrúar í borgarstjórn (svo ég nú ekki nefni hina sem ekki eru kjörnir!)   haldi að málefnin sem þú taldir upp komi þeim ekki við - enda alltof uppteknir af sjálfum sér og sínum prívatvendettum. 

Kjósandinn, hinn almenni borgari, hvað vill hann svo sem upp á dekk? 

Kolbrún Hilmars, 23.8.2008 kl. 20:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband