15.8.2008 | 20:20
Primadonnur
Þegar kjósendur mæta á kjörstað merkja þeir X við einhvern ákveðinn flokk og trúa því að stefna viðkomandi flokks sé líklegust til þess að uppfylla væntingar kjósandans um framkvæmdir. Enginn annar valkostur er í boði fyrir kjósandann; krossa við eitthvað af því sem er í boði eða skila auðu.
Ef viðkomandi kosinn flokkur stendur sig ekki á kjörtímabilinu er hægur leikur að kvitta fyrir vonbrigðin með því að krossa við einhvern annan næst. Vandamálið skapast fyrst þegar fulltrúar á flokkslistanum hlaupa útundan sér á miðju kjörtímabili og fara "sjálfstætt". Þar með hefur kjósandinn verið blekktur því hann var að kjósa málefni flokksins en ekki primadonnur á listanum.
Hvar er umboðsmaður kjósenda?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
...
Surtur fer sunnan
með sviga lævi,
skín af sverði
sól valtíva.
Grjótbjörg gnata
en gífur rata,
troða halir helveg,
en himinn klofnar.
Vituð ér enn, eða hvað?
(Eddukvæði)
Men do not differ much about what things they will call evils;
they differ enourmously about what evils they will call excusable.
(Chesterton)
"What is life but a series of sharp corners, round each of which Fate lies in wait for us..."
(Wodehouse)
How can you have solutions if no one is allowed to talk about the problems?
(Edge of Eternity)
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Heimssýn
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Auðun Gíslason
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Aztec
- Ágúst H Bjarnason
- Árný Sigríður Daníelsdóttir
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Baldur Hermannsson
- Berglind Nanna Ólínudóttir
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Birgir R.
- Bjarni Harðarson
- Björn Emilsson
- Daníel Sigurður Eðvaldsson
- Einar Björn Bjarnason
- Emil Örn Kristjánsson
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Eskil
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Guðbjörn Jónsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Guðni Karl Harðarson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Gunnar Heiðarsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Halla Rut
- Halldór Jónsson
- Hannes
- Haraldur Hansson
- Haraldur Haraldsson
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hildur Sif Thorarensen
- Hrannar Baldursson
- Riddarinn
- Hulda Haraldsdóttir
- Högni Snær Hauksson
- Högni Jóhann Sigurjónsson
- Ísleifur Gíslason
- Jóhann Elíasson
- Jón Valur Jensson
- Jón Óskarsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Svavarsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Ólafur Th Skúlason
- Ómar Bjarki Smárason
- Óskar Helgi Helgason
- Páll Vilhjálmsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Ragnar L Benediktsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnhildur Kolka
- Rannveig H
- Sigrún Jónsdóttir
- Sigurbjörn Svavarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Skattborgari
- Sólveig Þóra Jónsdóttir
- Stefanía
- Steingrímur Helgason
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Valan
- Þór Jóhannesson
- Þórarinn Þ Gíslason
- Vefritid
- Vinstrivaktin gegn ESB
- Samstaða þjóðar
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Íslenska þjóðfylkingin
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þessir stjórnmálamenn hugsa fyrst um eigin hag númer eitt og eru oft á tíðum alveg siðlausir. Auðvitað eiga aðilar sem eru kosnir fyrir alemnning að fylgja þeim flokki sem þeir eru kosnir inn fyrir ekki aðra. Það að söðla um á miðju kjörtímabili er þjófnaður.
Kveðja Skattborgari.
Skattborgari, 15.8.2008 kl. 22:25
Sammála. Svæsnustu tilfellin skipta hreinlega um flokk á miðju kjörtímabili og taka með sér atkvæðavægi gamla flokksins - og sprengja stundum meirihlutastjórn. Kjósendur sitja eftir með sárt ennið þegar þeir horfa á eftir atkvæðinu sínu flytjast yfir í allt annan flokk en upphaflega ætlunin var. Svona svipað og krossa við skakkan bókstaf í kjörklefanum
Kolbrún Hilmars, 16.8.2008 kl. 17:25
Það eru fleiri möguleikar í stöðunni. T.d. geta kjósendur strikað út einn eða fleiri frambjóðendur tiltekins lista. Eins geta þeir fært frambjóðendur upp og niður sæti.
Þú kýst flokk en einnig fólkið á listanum, það er sárt ef einn "svíkur lit" en þú kaust viðkomandi.
Karma (IP-tala skráð) 18.8.2008 kl. 16:01
Karma, útstrikun hefur margoft verið reynd - oftast nær án árangurs. Ég myndi ekki kalla það notadrjúgan valkost.
Eins og kosningafyrirkomulagið er nú tekur hinn almenni kjósandi afstöðu til málefna framboðsflokksins en ekki einstaklinganna á listanum. Hagsmunir kjósandans eru að flokkurinn í heild standi undir væntingum. Verði trúnaðarbrestur milli flokks og fulltrúa á flokkslistanum á það ekki að bitna á kjósandanum.
Kolbrún Hilmars, 18.8.2008 kl. 16:26
Ég sagði aldrei að útstrikun væri notadrúg, ekki er eitt atkvæði mjög notadrjúgt heldur en ég kýs samt alltaf.
Ef það er óvænlegur einstaklingur á listanum þá er möguleiki að strika hann út, ef það er ekki gert eru kjósendur þess flokks að kjósa hann.
Sumir kjósendur kjósa lista aðeins vegna eins eða fárra einstaklinga á þeim lista.
Karma (IP-tala skráð) 18.8.2008 kl. 18:48
Karma, það er alveg rétt hjá þér að margir úr hópi vina og vandamanna kjósa "sinn mann" og setja hann ofar málefnunum - flokkarnir sækjast líka eftir einstaklingum sem hafa mikið persónufylgi. En mér finnst að kjörnir fulltrúar eigi að skuldbinda sig fyrir kjörtímabilið. Það þurfum við kjósendur að gera og ekki getum við skipt um skoðun í miðju kafi. Jafnræði óskast.
Kolbrún Hilmars, 18.8.2008 kl. 19:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.