10.8.2008 | 19:10
Íslensk náttúra er ekki mannvæn
Faðir minn heitinn hvílir í Grafarvogskirkjugarði - sem væri svosem ekki í frásögur færandi nema það að við hlið hans í garðinum liggja þrjú lítil systkini í einni gröf. Fórnarlömb Súðavíkursnjóflóðsins.
Snjóflóðið á Flateyri braut rammbyggða húsið þar sem ég fæddist og þrjár manneskjur létu lífið í herberginu þar sem ég grenjaði fyrst í þessu lífi. Ættingjar mínir aðrir í bænum áttu fótum fjör að launa en misstu sumir húsnæðið sitt.
Móðurbróðir minn fórst ungur á sjó og hvílir í sjóvotri gröf. Föðurbróðir minn fór niður með skipi sínu á besta aldri og hvílir líka í sjóvotri gröf. Hvorugur hefur fundist.
Snjóflóð, skriðuföll; Seyðisfjörður - Neskaupstaður - Patreksfjörður.
Sjóslys? Of mörg til að nefna hér.
Einhvers staðar las ég grein sagnfræðings sem fullyrti að íslenska þjóðin hefði (hlutfallslega) tapað fleiri mannslífum á síðustu öld en nokkur stríðsþjóð í WW2.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.