Sýnd veiði en ekki gefin

Hvað segja nú þeir aðilar og samtök sem hafa haft hvað hæst um að þjóðin eigi að lifa á því að selja túristunum aðgang að  íslenskri náttúru og afleggja þannig bæði virkjanir og stóriðju? 

Miðað við þessa frétt virðist sú hugsjón ekki alveg "vera að gera sig"


mbl.is Uppselt á ferðamannastaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Island er dyrmætasta gersemi landsmanna og býður uppá óteljandi atvinnutækifæri.

Það er augljóst að til þess að auka arðsemi ferðaiðnaðarins þarf að stuðla að breyttum ferðaháttum, það þarf að byggja upp sérstaka upplifun þangað sem fólk sækir og lætur vera að ferðast um landið þvert og endilangt. Island er viðkvæmt og þolir ekki mikinn átroðning og verður að stemma stigu við því samhliða aukningu í ferðamannageiranum - þar liggja tækifærin.

gerdur palmadottir (IP-tala skráð) 7.8.2008 kl. 16:40

2 identicon

Eins og talað frá mínu hjarta!

Bjarki (IP-tala skráð) 7.8.2008 kl. 16:56

3 identicon

Við erum rétt að byrja að nota þau tækifæri sem landið sjálft bíður uppá, þar eru tækifæri sem munu skila mjög miklu meiri og hærri tekjum en nokkur stóriðja. Við erum að leggja allt undir með því að eyðileggja náttúru landsins með stóriðju. Alheimur er að berjast gegn stóriðju sem hefur slíka hættu í för með sem sem t.d. Álframleiðslan er.

Ferðamannaiðnaðurinn þarf að skoðast mjög vel því landið þolir ekki meiri átroðning, en tækifærin liggja í að skapa staðbundna viðburði, heilsutengda o.s.frv. Það er mjög margt og frábært í gangi í landinu sem vonandi á eftir að fá athygli stjórnenda landsins til uppbyggingar atvinnuvegum landsins. Öll kynning og lausn efnahagsins hefur verið beint í átt í stóriðju þannig að það er ekki einkennilegt að fólk viti ekki um þau tækifæri sem hægt væri að beina orku í landinu öllu til hagsbóta. 

Ferðaiðnaður hvetur til bættrar samgöngu á milli héraða, þjónustuiðnað, ferðaiðnaður kallar á viðburði og uppákomur um land allt sem við erum of fá til þess að geta haldið uppi, t.d. veitingahúsarekstri og þjónustu sem við munum öll njóta.

Íslendingar eru skemmtilegt fólk og kraftmikið og gott heim að sækja, við þurfum að njóta þess betur og styðja við bakið hvert á öðru og láta ekki dýrmæti Íslands úr okkar höndum um alla framtíð.   Sprungin blaðra verður aldrei aftur blásin upp. 

gerdur palmadottir (IP-tala skráð) 7.8.2008 kl. 17:24

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Sæl Gerður (Helguvinkona?)  Ég er ekki sammála þér að öllu leyti því mín skoðun er sú að náttúran þoli alls ekki fleiri ferðamenn en nú koma hingað.  Eflaust má selja grimmt í Reykjavíkurdjammið, en það eru einungis fáir malarbúar sem lifa af því.

Ég er eindreginn virkjunarsinni, stóriðja er ekki mitt hjartans mál, læt sveitarstjórnarmönnum landsbyggðarinnar um að meta þörfina hver á sínum stað.  Þó tel ég að eitthvað þurfi þar að koma í staðinn fyrir frystihúsin og síldarverksmiðjurnar, sem voru jú stóriðja liðinnar tíðar. 

Ef orkan er til staðar í nýtanlegu formi verður alltaf einhver til þess að nýta hana, jafnvel þótt svo "lítilvægt" sé sem að lýsa upp og kynda gistihús ferðaþjónustunnar.

Kolbrún Hilmars, 7.8.2008 kl. 18:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband