Þarf ekki að endurskoða þetta með borgarlínu

þegar allt unga, bíllausa fólkið er komið á þessar "skútur"? Fjölskyldufólkið ferðast auðvitað ekki á þennan hátt eða með borgarlínunni hvort sem er.


mbl.is Bjarni: Rafmagnshlaupahjól ótrúlega mikil breyting
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Ég þarf ekkert að endurskoða í þessu efni, kem ekki til með að ferðast mikið um Reykja vík á hlaupa hjóli með raf hjálpar mótor.

 

Hlaupahjól geta sem best verið hentug fyrir Bjarna en ég er ekki vissum að hann léti bílana af hendi fyrir hlaupahjól. Fyrir þá sem hentar þá eru svona hlaupahjól sjálfsagt hin ágætustu og gott að fá fleiri möguleika inn í dæmið. En borgarlína er of dýrt sem tilraunaverkefni.

 

Það er einhvernvegin eins og að borgarstjóri og fulltrúar hans skipuleggi flest út frá aðstæðum í Danmörku, já eða jafnvel sunnar.

Hrólfur Þ Hraundal, 23.6.2020 kl. 23:12

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Fara þau ekki bara með hlaupahjólin í borgarlínuna?

Tvö farartæki í stað eins, til að komast leiðar sinnar.

Guðmundur Ásgeirsson, 24.6.2020 kl. 01:23

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Hrólfur, sama hér, á gamals aldri sinnir maður ekki nauðsynlegum erindum á hlaupahjóli.  Hér í mínu hverfi er mikið af þessu unga fólki á "skútunum",stundum tvö saman, en ekkert þess er pokahlaðið eða með smábörn í bakpoka.  En það tekur "skútuna" greinilega fram yfir strætó.

Guðmundur, ég á eftir að sjá hvað gerist þegar framhaldsskólarnir byrja í haust, háskólanemar gætu svosem alveg tekið "skútuna" sína í strætó eins og hann er í dag - er annars ekki leyfilegt að ferðast með reiðhjólin þar?. Þannig myndi minnka þörfin á borgarlínu og tengivandinn leystur.

Kolbrún Hilmars, 24.6.2020 kl. 10:27

4 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Ég tók líka á unglings árum skellinöðruna fram fyrir Hafnarfjarðar strætó í öllum veðrum, Keflavíkur rútuna og reyndar alla strætisvagna og Laugarvatns rútuna hans Óla Két líka.

Það væri líklega ekki auðvelt að leika það eftir á hlaupa hjóli, en þó, vegir eru orðnir svo miklu betri, en umferð verulega meiri.

Hrólfur Þ Hraundal, 24.6.2020 kl. 11:36

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Hrólfur, núna eru komnir göngustígar á milli bæjarfélaganna sem eru lítið notaðir og upplagðir fyrir "skúturnar" sem ættu því ekki að trufla aðra umferð.  En ég veit ekki hvernig þeim er sinnt að vetrarlagi.

Kolbrún Hilmars, 24.6.2020 kl. 14:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband