13.6.2020 | 17:00
Er þetta brandari?
Smituðu þjófagengi er hleypt inní lokað land vegna sóttvarna, fá svo að leika lausum hala og dreifa smiti að geðþótta! Ja, hérna.
Fjórtán lögreglumenn í sóttkví | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
...
Surtur fer sunnan
með sviga lævi,
skín af sverði
sól valtíva.
Grjótbjörg gnata
en gífur rata,
troða halir helveg,
en himinn klofnar.
Vituð ér enn, eða hvað?
(Eddukvæði)
Men do not differ much about what things they will call evils;
they differ enourmously about what evils they will call excusable.
(Chesterton)
"What is life but a series of sharp corners, round each of which Fate lies in wait for us..."
(Wodehouse)
How can you have solutions if no one is allowed to talk about the problems?
(Edge of Eternity)
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Heimssýn
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Auðun Gíslason
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Aztec
- Ágúst H Bjarnason
- Árný Sigríður Daníelsdóttir
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Baldur Hermannsson
- Berglind Nanna Ólínudóttir
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Birgir R.
- Bjarni Harðarson
- Björn Emilsson
- Daníel Sigurður Eðvaldsson
- Einar Björn Bjarnason
- Emil Örn Kristjánsson
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Eskil
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Guðbjörn Jónsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Guðni Karl Harðarson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Gunnar Heiðarsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Halla Rut
- Halldór Jónsson
- Hannes
- Haraldur Hansson
- Haraldur Haraldsson
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hildur Sif Thorarensen
- Hrannar Baldursson
- Riddarinn
- Hulda Haraldsdóttir
- Högni Snær Hauksson
- Högni Jóhann Sigurjónsson
- Ísleifur Gíslason
- Jóhann Elíasson
- Jón Valur Jensson
- Jón Óskarsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Svavarsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Ólafur Th Skúlason
- Ómar Bjarki Smárason
- Óskar Helgi Helgason
- Páll Vilhjálmsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Ragnar L Benediktsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnhildur Kolka
- Rannveig H
- Sigrún Jónsdóttir
- Sigurbjörn Svavarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Skattborgari
- Sólveig Þóra Jónsdóttir
- Stefanía
- Steingrímur Helgason
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Valan
- Þór Jóhannesson
- Þórarinn Þ Gíslason
- Vefritid
- Vinstrivaktin gegn ESB
- Samstaða þjóðar
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Íslenska þjóðfylkingin
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Dularfullt þar sem landið opnast ekki fyrr en eftir helgi. Voru þessir sexmenningar kannski að laumast hingað rétt áður en skimun hefst, vitandi að eftir það kæmust þeir ekki inn með smit?
Guðmundur Ásgeirsson, 13.6.2020 kl. 17:21
Guðmundur, skyldi þó ekki vera. En samt er ekkert vit í því að loka hænsnahúsinu eftir að rebba hefur verið hleypt inn.
Ef nokkuð mælir á móti þessu skimunarprógrammi, þá eru það einmitt svona uppákomur. Farandmaður vill frekar sóttkví en að greiða fyrir skimun og fer svo bara allra sinna ferða hvort sem er.
Kolbrún Hilmars, 13.6.2020 kl. 18:03
Sóttvarnarlæknir segir þjófagengið (rúmenska) ekki hafa farið að fyrirmælum um sóttkví. Mátti því heldur ekki búast við því að þeir færu að fyrirmælunum "þú skalt ekki stela".
Fróðlegt verður að fylgjast með silkihönskunum sem beitt verður við þessu tvöfalda broti.
Kolbrún Hilmars, 13.6.2020 kl. 19:26
Það ætti varla að koma á óvart ef þjófar bera takmarkaða virðingu fyrir sóttvarnarreglum.
Guðmundur Ásgeirsson, 13.6.2020 kl. 19:33
Sóttkví hefur verið leikrit frá upphafi. Fyrst voru það miðaldra íslenskir "skíðamenn" sem skildu hana sem svo að allir aðrir ættu að halda sig í 2. metra fjarlægð eftir þeir höfðu verið úrskurðaðir í hana eða fara sjálfir í sjálfskipaða saman ber gulu vestin úr Ellingsen.
https://www.mbl.is/frettir/innlent/2020/03/19/sottkvi_2_metrar/
Það er ekki nema ca tvær vikur síðan að grobb frétt af því að ofurskimarinn hefði kippt í spotta innan íslenskrar stjórnsýslu þess efnis að blaðamaður New Yorker slippi við sóttkví með því að ræða aðeins við "rétta fólkið" á Íslandi. og þá aðeins um hversu frábærlega sóttvarnaryfirvöld hefðu staðið sig, og þetta gerðis á meðan New York átti að vera mesta pestarbæli í heimi, enn með galopnar fjöldagrafir.
https://www.mbl.is/frettir/innlent/2020/06/01/kari_kippti_i_spotta_og_bladamadur_slapp_vid_sottkv/
Það hafa verið fluttir inn erlendir farandverkamenn allt heila kóvítið, og þeir hafa átt að sæta 2. vikna sóttkví. Fyrir stuttu kom stór vinnuflokkur verkatakafyrirtækis að utan, sem vinnur fyrir Vegagerð ríkisins í skjóli hins "frjálsa flæðis", og kom sér fyrir á tjaldstæði Fjarðabyggðar á Reyðarfirði. Það var ekki með nokkru móti hægt að sjá að þeir starfsmenn sættu sóttkví.
Ekkert hefur heyrst um þessi farandverkamannamál í fjölmiðlum jafnvel þó svo að þau eigi að hafa verið kærð af almenningi til lögreglu. Það skildi ekki vera að þjófarnir á Selfossi hafi verið sársvangir farandverkamenn sem komu í skjóli fjórfrelsisins til að vinna fyrir Íslenska ríkið. Kóvítið er eitt lélegasta "stykkið" sem sett hefur verið á "fjalirnar" til þessa
Magnús Sigurðsson, 13.6.2020 kl. 20:29
Já, þetta er brandari.
Þríeykið er trausti rúið,
og það áður en landið er "opnað".
Mundu Kolbrún að Bjarni Ben. varð rosalega
"reiður innan í sér" þegar nær allar aðrar þjóðir lokuðu landamærum sínum að Íslandi.
En þá samdi ríkisstjórn Bjarna og Steingríms um að "Icelandair" skyldi halda opnu flugsambandi við Svíþjóð og Boston.
Þessir rúmenar hafa örugglega ekki komið frá Boston, en vafalaust komið frá Tegnell Svíþjóð, landi "hjarðónæmisins".
Já, aulaháttur þríeykisins og ríkisstjórnarinnar
er algjör brandari.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 13.6.2020 kl. 23:12
Alveg rétt, Magnús, fréttir hafa verið um að fluttir hafi inn farandverkamenn á ábyrgð verkkaupans þrátt fyrir Covid. Skulum rétt vona að sú ábyrgð standi undir sér, allra okkar vegna.
En mér þætti gaman að vita HVER hefur skrifað undir og ábyrgst þetta sexmanna þjófagengi. Tvöföld ástæða til þess að birta hans nafn opinberlega!
Nú eru 3 fundnir, staðnir að verki og sýktir. Hinir 3 leika enn lausum hala - hafa sennilega farið rangsælis um landið til þess að stunda iðju sína. Finnast sennilega ekki nema með afbrota- og/eða sýkingarslóð.
En eins og mér fannst það nú sjálfsagt og eðlilegt að hafa skimun í Leifsstöð og að viðkomandi ferðamaður greiddi kostnað af því - þá hef ég nú algjörlega snarsnúist með þá skoðun. Alls ekki sanngjarnt gagnvart heiðarlegum ferðamönnum á meðan svonalagaður baktjaldainnflutningur fær að viðgangast.
Kolbrún Hilmars, 13.6.2020 kl. 23:14
Símon, þríeykið stóð sig vel og stytti þjóðinni stundir í sjálfskipaðri einangrun. Amk tel ég það vel af sér vikið hjá okkur öllum að koma okkur niður á núll-stig í útbreiðslu Covid.
Nú er loksins komið sumar og við eigum skilið að fá að njóta árangurs þess í friði og ró - en nei, það fáum við aldeilis ekki!
Bakdyramegin er verið að lauma inn vafasömu liði, sem ekki aðeins vill stela frá okkur heldur líka útbreiða fjárans pestina alveg uppá nýtt.
Er nema von að fyrsta hugsun sé hvort þetta sé brandari?
Kolbrún Hilmars, 13.6.2020 kl. 23:55
Eruð þið að segja, að það dugi ekki að leika í revíu, til að sigra vírusinn?
Hverjum hjálpaði ráðherrann og ríkisstjórnin með því að skrifa undir Marakes samþykktina um að hafa opin landamæri.
Sýndi þessi uppákoma snilli alþjóðasinna, að hafa enga vegabréfa skoðun.
Er það alþjóðlegt að sýna ekki fyrirhyggju?
Við verðum að skrifa þetta á miða, til að við gleymum því ekki í öllum kosningum framvegis og líma hann á ísskápinn, sjónvarpið og tölvuna.
Var ekki sagt, kjósendur verða búnir að gleyma Marakes undirskriftinni, Orkupakka lögunum, Persónuverndar lögunum og Kolefnisgjalds lögunum, fyrir næstu kosningar.
000
Slóð
Skömm, sköm, sköm. - Lýsum frati á Persónuverndar lögin, Kolefnisgjalds lögin, Opnun Landamæra lögin og Orkupakka lögin. Okkur væri nær að skila fólkinu til baka heimilunum, sem fjármálakerfið rændi 2008, með Kreppufléttunni.
Jónas Gunnlaugsson | 2. apríl 2019
000
Aðeins vellt vöngum.
Egilsstaðir, 13.06.2020 Jónas Gunnlaugsson
Jónas Gunnlaugsson, 13.6.2020 kl. 23:58
Stóð "þríeykið" sig eitthvað sérstaklega vel? Voru það ekki aðstæðurnar í landinu, sem höfðu úrslitaáhrif áð það að við "losnuðum" við veiruna? Og hvernig stóð á því að við fengum veiruna yfirhöfuð til landsins? Ég man ekki betur en að þar hafi hvert klúðrið rekið annað? En það má ekki hallmæla "þríeykinu" á nokkurn hátt, þá verður "Góða Fólkið" alveg snarvitlaust og menn verða "teknir út af sakramentinu" og ataðir aur opinberlega eins og Guðmundur Franklín......
Jóhann Elíasson, 14.6.2020 kl. 08:03
Þetta skimunarkjaftæði á "landamærum" tekur öllum bröndurum fram, er hreinn skrípaleikur, þar sem hver sérfræðingurinn um annan þveran opinberar rörsýnina fengna frá Langtíburtukistan eins og þeir hafi verið að finna upp rörið sjálfir.
Ofaldir athyglissjúklingar af "eiga það svo mikið skilið" kynslóðinni hafa svo stokkið á vagninn. Á föstudaginn boðaði blessaða barnið svo til blaðamannafundar þar sem opinberað var að beiðni hefði verið send til ESB um það hvernig best væri að Ísland opnaði ytri landamæri Schengen.
Til að poppa upp fundinn var sóttvarnalæknir fengin til að vera viðstattur og fara með nýustu tölu, og Víðir hlýðir til að fara með möntru um þá frábæru tillögu "fólksins af gólfinu" um það hvernig mætti skima í Norrænu.
Það á að senda flugvél Landhelgisgæslunnar á morgunn með heilbrigðis starfsmenn til Færeyja svo þeir geti skimað 150 farþega á siglingunni til Íslands.
Rökin voru þau að Norræna stoppi aðeins 2-3 klst í höfn á Seyðisfirði. Hvað ætli standi til að flugvélar stoppi lengi í Keflavík? Sóttvarnalæknir talaði um frábæra æfingu landsliðsins í skimun í KEF í gær án frekari skíringa.
Tyrkneska landsliðið ætlaði af göflunum að ganga, fyrir sléttu ári síðan, þegar það þurfti stoppa í 80 mínútur á KEF vegna "landamæraeftirlits" í boði Schengen.
Ætli skimunar æfingin í gær hafi tekið 80 mínútunum fram, eða þarf Landhelgisgæslan kannski að fljúga um víða veröld með skimandi íslenskt heilbrigðis starfsfólk?
Magnús Sigurðsson, 14.6.2020 kl. 08:10
Já, Jóhann, þríeykið stóð sig vel - fluttu daglegar upplýsingar til okkar sem völdum sjálfskipaða einangrun heima. En það er rétt hjá þér, það var almenningur sem hafði úrslitaáhrif. Margir gátu ekki setið við dánarbeð sinna nánustu, vegna umgengisreglna - en fólk lét sig hafa það!
Þess sárari eru líka svona uppákomur.
Kolbrún Hilmars, 14.6.2020 kl. 16:19
Símon Pétur frá Hákoti.
Misskilningur að landamæri Íslands hafi verið lokuð | RÚV
"Mennirnir sex, sem eru allir frá Rúmeníu, komu til landsins með vél Wizz Air frá Luton-flugvellinum í Lundúnum á miðvikudagskvöld."
Kolbrún Hilmars.
Það skrifaði enginn undir né ábyrgðist komu þeirra til landsins nema þeir sjálfir. Svo sviku þeir gefin fyrirheit um sóttkví.
"Fjölmargir hafa lýst undran sinni á því hvernig mönnunum tókst að komast inn í landið þar sem landamæri Íslands væru lokuð. Víðir segir þetta misskilning. „Þau hafa aldrei verið lokuð. Það voru settar ákveðnar takmarkanir í lok apríl um að allir sem kæmu til Íslands færu í fjórtán daga sóttkví. Þessir menn gengust undir þau skilyrði en eins og ljóst er þá ætluðu þeir aldrei að fylgja þeim.“ Mennirnir hafi gefið upp dvalarstað sem síðar kom í ljós að þeir dvöldust ekki á."
Guðmundur Ásgeirsson, 14.6.2020 kl. 17:47
Og enn versnar það. Nú er lögreglan að leita að öðrum 6 manna hópi, rúmenskum, sem mun hafa komið til landsins fyrir rúmri viku í sama tilgangi og félagar þeirra í þessari viku - og á sömu forsendum; sóttkví, sem var einskis virt.
Kolbrún Hilmars, 14.6.2020 kl. 19:23
Kolbrún, það eru margir sem "mæra" þríeykið og eins og ég sagði þá virðist það jaðra við "landráð" að hallmæla þeim eitthvað. Ég get alveg fallist á það að þau hafi staðið sig vel í upplýsingagjöfinni til landsmanna en var það ekki bara sjálfsagður hlutur? Menn virðast vilja "gleyma" því að sóttvarnarlæknir ætlaði að fylgja hér "Sænsku leiðinni" í upphafi sóttarinnar en sem betur fer var nú horfið frá því..........
Jóhann Elíasson, 15.6.2020 kl. 06:29
Voru það ekki Kóvtarnir, sem fínkemdu netið og leituðu upplýsinga um pestir fortíðar, og leituðu að öllum skrifum um málefnið í nútíðinni?
Þessi fróðleikur kom því til leiðar að hægt var að taka ákvarðanir út frá miklu meiri þekkingu.
Þessi þekking leiddi í ljós að heilbrigðiskerfið myndi hrinja, ef pestin væri látin ganga yfir án þess að tefja hana.
Þökkum öllum Kóvitunum fyrir að bjarga okkur með leitinni að gömlu og nýju upplýsingunum.
Maður sem lærði fyrir 10 til 20 árum, og þá oft 5, 10 15, 20 ára þekkingu og hefur svo reynt að læra áfram jafnframt starfinu. Hefur takmarkaðan tíma til að fylgjast með öllu.
Þegar tugir eða hundruð manna leggja sig alla fram um að leita lausna þá verður fróðleikurinn meiri.
Evrópska leiðin, hjarðónæmi, trúlega byggð á efnisheims trú, hefur útilokað sig frá fjölheimum, multiverse og strengja kenningu, string theory, það er vísindum fortíðar, sem birtist í Hinduatrú, Ásatrú, Búddatrú, Islam, Gyðingdómi og Kristni.
Þessi Nústaðreyndar trú á efnisheiminn sem er ekki til, nema sem sýndarheimur, við lifum, erum leikendur í þrívíðum geisla tölvuskjá og virðist rafeindin vera myndpunkturinn í þeim skjá.
Nú hvað er rétt, það vitum við ekki.
Við reynum að læra, með því að skoða og athuga og látum ekki efnisheims nústaðreynda trúna villa um fyrir okkur.
Gangi ykkur allt í haginn.
Egilsstaðir, 15.06.2020 Jónas Gunnlaugsson
Jónas Gunnlaugsson, 15.6.2020 kl. 09:21
Takk fyrir innleggin, Jónas. Þú ert kominn aðeins lengra en við hin í pælingunum, sem erum aðeins að bregðast við daglegum uppákomum. Og eigum fullt í fangi með aðeins það. :)
Kolbrún Hilmars, 15.6.2020 kl. 15:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.