Mikilvægasta gildið

er að við drepum ekki forsetana okkar.  Öll sú viðhöfn/fyrirhöfn sem þessi stutta heimsókn bandaríska varaforsetans útheimti var í varnarskyni fyrir hann sjálfan, byggt á reynslunni.  Það búa ekki allir við þau gildi sem hérlendis eru í heiðri höfð. 


mbl.is Þegar Guðni hitti Pence: Myndskeið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Manni sem er svo hræddur um eigið líf að hann þurfi 280 þungvopnaða lífverði í heimsókn hjá friðsælu og fámennu vinaríki, hlýtur að vera talsverð vorkunn að þurfa að lifa í slíkum ótta.

Guðmundur Ásgeirsson, 4.9.2019 kl. 17:17

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Þeir taka þetta alvarlega þarna fyrir vestan, amk 3 forsetar hafa verið myrtir í embætti - og þá skiptir engu máli hvort þeir eru vinstri eða hægri.  Morðtilræði og morð á forsetum og kandídötum til embættisins skipta tugum. Sennilega gefst svo heldur hvergi betra næði til illverkanna en í friðsælu og fámennu vinaríki - sem verndar ekki einu sinni sína eigin.  Alls ekki víst að þessi varaforseti sé svo hræddur um eigið líf heldur lífverðirnir hans.

Kolbrún Hilmars, 4.9.2019 kl. 18:18

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Reyndar hafa fjórir Bandaríkjaforsetar verið ráðnir af dögum, auk tveggja sem hafa orðið fyrir skoti en lifað af. Öll banatilræðin sex voru gerð í Bandaríkjunum af Bandaríkjamönnum.

Guðmundur Ásgeirsson, 4.9.2019 kl. 18:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband