Lýsi eftir bílstjóra og/eða vitnum að skemmdum á kyrrstæða bílnum á myndinni

Vaka 2Vaka 1


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Biðst afsökunar á því að myndin birtist "á haus" en stundum er tæknin að stríða manni.

Kolbrún Hilmars, 14.9.2018 kl. 18:16

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Tryggingafélag mitt hefur tjáð mér að ég beri tjónið sjálf því vitni vanti og BÍLNÚMER tjónvalds. Gott og vel!  En ég er orðin svolítið langþreytt því hér hef ég búið í 20 ár, og átt þrjá bíla á tímabilinu.  Sá fyrsti var stórskemmdur,sá næsti var gjöreyðilagður - þessi þriðji hefur fengið frið í 5 ár þar til nú.  Allir þrír kyrrstæðir í bílastæði heima hjá sér! 

Kolbrún Hilmars, 14.9.2018 kl. 19:43

3 identicon

Sæl Kolbrún - sem og aðrir gestir, þínir !

Miðað við: fyrri örlög / hinna eldri og fyrri bíla þinna, er lágmarks krafa, að tryggingafélag þitt:: hverju þú hefur greitt iðgjöldin samvizkusamlega, ætti að láta þig njóta alls vafa, og greiða þér andviði bílverðs þessa bíls þíns að fullu, Kolbrún.

Þó ekki væri - nema af siðferðilegum ástæðum og þess, að tjónvaldurinn er ekkert að fara gefa sig fram að svo komnu, augljóslega.

Yki einungis: trúnaðartraust þitt til viðkomandi félags, fyrir nú utan þann hróður, sem því hlotnaðizt sjálfu, með slíkum málalokum:: með tilheyrandi vegsemd, þess sjálfs, til lengri tíma litið.

Þú ættir allavegana - að gauka þeirri ábendingu að þeim, Kolbrún mím.

Við þetta ástand óbreytt: átt þú alls ekki að þurfa, að una.

Með beztu kveðjum - sem oftar, og áður / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 14.9.2018 kl. 23:59

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Þakka þér fyrir þetta, Óskar Helgi.  Hingað til hafa tryggingafélögin greitt tjónin - að lokum, en hjálpa lítið til að öðru leyti.  Allt er þetta samt tómt vesen, kostnaðarsamt snatt út og suður og vinnutap sem fellur ekki undir bíltryggingarnar.

Kolbrún Hilmars, 15.9.2018 kl. 13:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband