Er Svíþjóð aðili að NATÓ?

"Friðarsambandinu" NATÓ er eflaust ljúft að veita aðstoð í neyð - og ekkert við það að athuga.  En óneitanlega er þetta enn ein ástæðan til þess að efast um hlutverk sambandins, sem hefur í einhverjum tilvikum gerst "árásarsamband" - utan eigin ætlaðs varnarsvæðis.


mbl.is Svíar fá aðstoð frá NATÓ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Friðarbandalag í þessari setningu er ekki sett fram sem lýsing á NATO í heild sinni heldur er verið að tala um sérstakt friðarbandalag sem NATO heldur úti og heitir á ensku 'Partnership for Peace'. Svíar eru aðilar að því.

https://en.wikipedia.org/wiki/Partnership_for_Peace

Alexander (IP-tala skráð) 26.7.2018 kl. 13:51

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Þakka þér fyrir þessar upplýsingar, Alexander.  MBL hefði átt að vera örlítið nákvæmara í frétt sinni.

Kolbrún Hilmars, 26.7.2018 kl. 14:12

3 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Ég er ekki margfróður í þessu efni en tel það rétt hugsað hjá þér Kolbrún, að Nató átti að vera alvörugefið varnarsamband með hlutverk sem slíkt, en ekki bara sprell sem má nota í hvað sem er.

Ef menn, þjóðir vilja bindast samtökum til varnar náttúru vá þá ætti það ekki að vera flókið.   

Hrólfur Þ Hraundal, 27.7.2018 kl. 11:28

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ég er nú þeirrar skoðunar að þetta friðarbandalag geti ekki talist NATÓ þótt aðildarþjóðir þess bindist samtökum um það, ekki síst ef þar með eru aðilar sem ekki eru í sjálfu varnarbandalaginu NATÓ.

Er sammála þér Hrólfur, það er bara af hinu góða að slík samtök séu líka til.

Kolbrún Hilmars, 27.7.2018 kl. 13:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband