Gott mál - en frekari skýringar vantar

Hvernig er verðlagning á bensíni reiknuð og af hvaða stofni er ríkisskatturinn reiknaður? Sem mér hefur skilist að sé stærsti kostnaðarliðurinn við útsöluverðið.  Er sá skattur reiknaður af innkaupsverði eða útsöluverði? 

Hvar og af hverjum kaupir Costco bensínið?  Flytur Costco það inn á eigin afsláttarverði og niðurgreiddum flutningskostnaði og þar með á lægri skattstofni? Er það skatturinn sem tapar á meðan neytendur hagnast?

Eins og framkvæmdastjóri FÍB segir; neytendur vilja skýringar á verðlagningunni.


mbl.is Selur lítrann af bensíni á 169,9 krónur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Bensíngjald leggst á hvern lítra af bensíni en virðisaukaskatturinn er reiknaður af útsöluverði. Þannig hefur útsöluverð hvers lítra engin áhrif á bensíngjald og þar sem neytendur borga virðisaukaskattinn hagnast þeir jafn mikið á lægra verði og tapast af skattekjum á móti.

Hér má sjá áætlaða sundurliðun á samsetningu bensínsverðs:

Bensínverð: Samsetning — Gagnasett — DataMarket

Á vef Pressunnar kom fram þann 26. janúar á þessu ári að:

Costco byrjar með bensín frá Skeljungi

Þetta tók innan við 5 mínútur á Google.

Guðmundur Ásgeirsson, 22.5.2017 kl. 00:16

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Takk, Guðmundur.  Ég veit að upplýsingarnar má finna ef farið er í tölvuleit en finnst að ætti að  birta þær á sömu slóðum og fréttin.

Hitt er svo líka að ríkið tapar (í þessu tilfelli) 6 krónum í VSK á hvern seldan bensínlítra hjá Costco miðað við 30 króna verðmun.  Skyldi þetta tap þá leiða til hækkunar á bensíngjaldinu sjálfu?

Kolbrún Hilmars, 22.5.2017 kl. 13:23

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ég er sammála því að svona upplýsingar mættu almennt koma fram í fréttunum sjálfum, en kannski hefur þetta ekki verið efst í huga þess sem skrifaði fréttina í þessu tilviki. Þess vegna kemur sér vel að auðvelt sé að bera sig eftir upplýsingunum með hjálp Google.

Varðandi meint tap ríkisins vegna lægri innheimtu VSK þá hefur það engin bein áhrif á bensíngjaldið, kannski í besta falli óbein næst þegar það verður ákvarðað fyrir komandi ár. Ég er hins vegar ekki að sjá að um neitt raunverulegt tap verði að ræða á VSK innheimtu. Neytendur sem spara sér þessar 30 krónur á lítra munu væntanlega nota þær til að kaupa eitthvað annað í staðinn og greiða af því virðisaukaskatt sem annars hefði ekki verið greiddur og þá kemur það í sama stað niður fyrir ríkissjóð.

Annars sé ég ekki hvernig hægt er að líta á það sem "tap" ríkisins að skattur sé lagður á lægra verð en annars. Skattur sem kann að innheimtast í framtíðinni er ekki eign í hendi ríkisins sem glatast við það að skattstofninn lækki. Til þess að um tap geti verið að ræða þarf kostnaður auk þess að vera hærri en hagnaður, en þar sem skyldan til að skila virðisaukaskatti hvílir á seljanda þá verður kostnaður ríkisins við að taka við þeim peningum varla meiri en innkoman. Neytendur tapa heldur engu þó þeir þurfi að greiða minni skatt af ódýrara bensíni, þeir hafa þá bara meiri ráðstöfunartekjur afgangs fyrir vikið.

Guðmundur Ásgeirsson, 22.5.2017 kl. 13:36

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ég lít nú reyndar svo á að svona verulegar verðlækkanir af vörum sem bera 24% VSK séu hreint tap ríkisins og það muni þá leitast við að bæta sér það upp annars staðar.  Þarna er 15% verðlækkun til viðbótar gengisbreytingum á innkaupsverði til skattlagningar. 
Ef marka má fréttir renna um 30% af eyrnamerktum sköttum vegna ökutækja til umferðarmála í eitthvað allt annað hjá ríkissjóði.
Ég býst því ekki við neinu öðru en hækkun á bensíngjaldi til mótvægis. 

Kolbrún Hilmars, 22.5.2017 kl. 14:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband