Staðgöngumóðir er ekki til!

Kona sem gengur með og elur af sér barn er ekki staðgengill. Hún er í aðalhlutverki.


mbl.is Verða ekki skráðar foreldrar barnsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Eru þá foreldrar ættleiddra barna aðeins í aukahlutverki?

Guðmundur Ásgeirsson, 30.3.2017 kl. 20:09

2 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Mikið rétt Kolbrún, kona sem gengur með og elur barn er móðir þess, það fer ekkert á milli mála, sama hversu mikil óskhyggja annarra kunna að vera.

Já Guðmundur það má segja það, en ég geri ekki lítið úr því að fólk taki að sér börn sem eru munaðarlaus eða að öðrum ástæðum hafa ekki þann kost að alast upp hjá foreldrum sínum. Ég lít svo á að betra sé að koma barni fyrir hjá fósturforeldrum fremur en að deyða það í móðurkviði.

Tómas Ibsen Halldórsson, 30.3.2017 kl. 20:16

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Tómas. Þessi ummæli þín eru vægast sagt særandi í garð kjörforeldra. Ef þetta viðhorf þitt stafar af uppeldi þínu þá hefði kannski verið illskárri kostur að eyða þér strax í móðurkviði?

Veltið fyrir ykkur eftirfarandi tveimur möguleikum:

1. Kynmóðir verður bomm og gengur bumbu í níu mánuði.

2. Kjörmóðir sér fyrir þörfum barnsins í a.m.k. 18 ár.

Hvor leikur aðalhlutverk í því að gera barnið að fullveðja manneskju?

Guðmundur Ásgeirsson, 30.3.2017 kl. 20:52

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

"gengur með bumbu í níu mánuði" - afsakið innsláttarvilluna

Guðmundur Ásgeirsson, 30.3.2017 kl. 20:54

5 Smámynd: Matthildur Jóhannsdóttir

"Þá er bent til dóma­fram­kvæmd­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu, sem hef­ur gengið út frá því að í því til­viki þegar eng­in líf­fræðileg tengsl séu milli barns sem alið hef­ur verið af staðgöngumóður og hjóna sem hafa verið sam­vist­um við það, mynd­ist ekki með þeim fjöl­skyldu­tengsl."

Ég er fósturmóðir og það er ekki létt að lesa þetta. Heimurinn er nefnilega fullur af fólki sem þikist vita betur hvernig við elskum börn. Eitt get ég þó sagt ykkur að þegar þú ákveður að taka börn í fóstur þá detta sérfræðingarnir um hvern annan í ákafa sínum að tala um hvernig börninn verði eins og mans eiginn. En blekið er en blautt þegar maður hittir fult af fólki eins og Tómas. 

Matthildur Jóhannsdóttir, 31.3.2017 kl. 01:09

6 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Vinsamlegast athugið að ég var hvorki að sneiða að fósturforeldrum almennt né líffræðilegum.  Aðeins benda á að meðganga er alvöruhlutverk í hvers þágu sem hún er.

Kolbrún Hilmars, 31.3.2017 kl. 11:03

7 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Kolbrún, þakka þér fyrir að hafa orð á þessu, það sem þú segir er mjög mikilvægt.

Guðmundur, ég veit ekki hvort þú hafir lesið það sem ég ritaði hér að ofan, alla vega virðist þú ekki skilja það sem ég er að segja. Vissulega eru kjörforeldrar mikil blessun, í flestum tilfellum, fyrir börn sem hafa misst foreldra sína eða af öðrum ástæðum hafa ekki tök á að alast upp undir verndarvæng þeirra sem ólu þau í upphafi. Þannig lít ég því á að betra er fyrir barn að alast upp hjá fósturforeldri en að því sé "fargað" í móðurkviði.

En það sem Kolbrún er réttilega að benda á, þá hlýtur kona sem gengur með barn að teljast móðir þess og er ég algerlega á móti því að staðgöngumæðrun verði gerð lögleg.

Ég veit ekki hvað ykkur finnst, en þetta er mín skoðun.

Tómas Ibsen Halldórsson, 31.3.2017 kl. 16:59

8 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Orðabókin skilgreinir "móður" sem konu sem gengur með og elur af sér barn. Mjög einfalt.  Ef engin er meðgangan; engin móðir, ekkert barn!
Mér þykir orðaleppurinn "staðgöngu" móðir niðurlægjandi bæði fyrir móður og barn.  Þótt ásetningurinn sé hugsanlega góður.

Kolbrún Hilmars, 31.3.2017 kl. 19:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband