Aðeins sanngjörn tillaga, en

... annað er verra, og það er ef ekki er tekið mark á afþökkun frípósts á bréfalúgum.
Hver vill lenda í því að geta ekki opnað útidyr sínar og komist heim til sín eftir hálfsmánaðar fjarveru vegna uppsafnaðs pappírsfargans við dyrnar?


mbl.is Greiði „ruslagjald“ fyrir frípóst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Það tók mig ófáar hringingar og illindi en mér tókst að koma því inn hjá útburðarfyrirtækinu að ég vildi hvorki Fréttablaðið né ómerktan póst. Þetta hefur virkað síðastliðin 5 ár og ég sem ég hef verið laus við ruslið. Svo krossa ég bara fingur og vonast til að fá að vera látin í friði áfram.

Ragnhildur Kolka, 14.3.2017 kl. 14:50

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Heppin ertu!  Sjálf hef ég ekki þorað að taka mér lengra frí en viku undanfarin ár eftir að hafa fyrir uþb áratug komið heim úr hálfsmánaðarfríi.  Væri sjálfsagt enn úti á tröppum hefði ég ekki haft aðstoð tengdasonar til þess að brjótast inn! 
En svona gamanlaust, halda þessi dreifingarfyrirtæki að það sé bara allt í að kæfa heimilin með þessu pappírsdrasli - og láta þau svo um förgunina?

Kolbrún Hilmars, 14.3.2017 kl. 15:12

3 Smámynd: Hörður Einarsson

Eina sem þessir aðilar skilja er að þei verði látnir borga að fullu kostnað við förgun á þessum ruslpóstiþ þeir sem endilega vilja fá þennann póst geta látið merkja sér hann og er hann þá borinn út eins og venjulegur póstur, Bændablaðið lá frammi á ýmsum stöðum, en var ekki borinn út, en það erhægt að láta senda sér það gegn hóflegu gjaldi til þeirra sem það vilja.

Hörður Einarsson, 14.3.2017 kl. 16:13

4 identicon

Það virkaði hjá mér lengi að afþakka fjölpóst og fríblöð með því að fá þar til gerða miða hjá Póstinum. 

Nýlega fór fjölpósturinn að berast aftur í stríðum straumum, m.a.s. handskrifað íbúðarnúmerið mitt á pappírinn. 

Bætti við miðum sem ég fékk senda frá Póstdreifingu en viti menn, tveir Rúmfatalagersbæklingar komu næstu daga. Sjálfsagt fengi ég þau svör hjá Póstdreifingu að einhverjir aðrir hafi borið sneplana út fyrir RL þann daginn. Það er með ólíkindum hvað maður er eitthvað varnarlaus gangvart þessum ófögnuði sem þarf að borga fyrir að losa sig við.

Held að þetta gæti verið eina leiðin, þ.e. að setja "ruslgjaldið" á dreifingafyrirtækin frekar en okkur.  Annað er í rauninni óþolandi yfirgangur. 

Sigrún Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 14.3.2017 kl. 16:24

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Sama sagan alls staðar, við erum öll að drukkna í pappírsflóðinu!
Af hverju hljóðar bænaskjal borgarbúa ekki þannig að borgin losi okkur við þetta fár - í stað þess að deila um hver eigi að borga ílátið sem þarf til þess að fjarlægja það?

Kolbrún Hilmars, 14.3.2017 kl. 16:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband