5.11.2016 | 14:39
Hvað er að gerast í bankakerfinu?
Ég fékk tilkynningu frá viðskiptabankanum mínum í vikunni um að gamla góða fyrirkomulagið með auðkennislykil á netinu væri úrelt frá og með áramótum. "Tímarnir breytast og tækin með" eins og það var orðað. En meginmálið var að í framtíðinni hefði ég ekki aðgang að bankareikningum mínum nema með sérstöku "appi" í símanum mínum.
Er það svo tilviljun að á sama tíma fæ ég tilkynningu frá símafyrirtækinu, sem ég hef viðskipti við, að "fyrirhugaðar eru breytingar á verðskrá og skilmálum" þann 1. des n.k.
Ofangreint eru einhliða tilkynningar frá þjónustuaðilum. Hvar eru neytendasamtökin?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 7.11.2016 kl. 14:37 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
...
Surtur fer sunnan
með sviga lævi,
skín af sverði
sól valtíva.
Grjótbjörg gnata
en gífur rata,
troða halir helveg,
en himinn klofnar.
Vituð ér enn, eða hvað?
(Eddukvæði)
Men do not differ much about what things they will call evils;
they differ enourmously about what evils they will call excusable.
(Chesterton)
"What is life but a series of sharp corners, round each of which Fate lies in wait for us..."
(Wodehouse)
How can you have solutions if no one is allowed to talk about the problems?
(Edge of Eternity)
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Heimssýn
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Auðun Gíslason
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Aztec
- Ágúst H Bjarnason
- Árný Sigríður Daníelsdóttir
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Baldur Hermannsson
- Berglind Nanna Ólínudóttir
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Birgir R.
- Bjarni Harðarson
- Björn Emilsson
- Daníel Sigurður Eðvaldsson
- Einar Björn Bjarnason
- Emil Örn Kristjánsson
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Eskil
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Guðbjörn Jónsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Guðni Karl Harðarson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Gunnar Heiðarsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Halla Rut
- Halldór Jónsson
- Hannes
- Haraldur Hansson
- Haraldur Haraldsson
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hildur Sif Thorarensen
- Hrannar Baldursson
- Riddarinn
- Hulda Haraldsdóttir
- Högni Snær Hauksson
- Högni Jóhann Sigurjónsson
- Ísleifur Gíslason
- Jóhann Elíasson
- Jón Valur Jensson
- Jón Óskarsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Svavarsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Ólafur Th Skúlason
- Ómar Bjarki Smárason
- Óskar Helgi Helgason
- Páll Vilhjálmsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Ragnar L Benediktsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnhildur Kolka
- Rannveig H
- Sigrún Jónsdóttir
- Sigurbjörn Svavarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Skattborgari
- Sólveig Þóra Jónsdóttir
- Stefanía
- Steingrímur Helgason
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Valan
- Þór Jóhannesson
- Þórarinn Þ Gíslason
- Vefritid
- Vinstrivaktin gegn ESB
- Samstaða þjóðar
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Íslenska þjóðfylkingin
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Skiptu í Landsbankann.
Þar er gott að vera.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 5.11.2016 kl. 18:28
Heimir, ég var einmitt að skoða valkostina á netinu og sýnist að Landsbankinn bjóði uppá góða þjónustu án þess að blanda uppihaldi símafyrirtækja í málið. En ég þarf líklega að skipta um símaþjónustu líka. Þetta verður hreint ekki auðvelt :)
Kolbrún Hilmars, 5.11.2016 kl. 18:41
En mér er reyndar alvarlega misboðið; er búin að skipta við þennan sama banka í 40 ár, bankinn sjálfur hefur margoft skipt um nöfn og kennitölur á þeim tíma, ég sjálf aldrei. Gæfa mín er að ég skulda þessum banka ekki krónu og er frjáls að því að flytja "alla" mína aura annaðhvort til Tortola eða Austurstrætis ef mér sýnist svo!
Kolbrún Hilmars, 5.11.2016 kl. 18:53
Ég er hjá Íslandsbanka, sem hættir með auðkennislykilinn um áramót. Ég tók upp "rafræn skilríki" í GSM símann hjá mér, sem virka þannig: Ég byrja á að velja fjögurra stafa tölu, sem mitt auðkenni sem gengur á ALLT sem ég þar að notast við. Þegar ég ætla inn á netbankann þá stimpla ég bara inn GSM símanúmerið mitt, eftir smá stund staðfesti ég bara að svar hafi borist og slæ inn töluna mína og staðfesti eftir smá stund er reikningurinn minn opnaður. Þetta kerfi er mun einfaldara en að vera með auðkennislykilinn og þessi "rafrænu skilríki" eru bara mörgu sinnum þægilegri. Mikið betra að muna bara eitt númer fyrir allt sem maður þarf að gera. Jú og svo verður maður að muna símanúmerið sitt..
Jóhann Elíasson, 5.11.2016 kl. 20:37
Jóhann, gott og blessað ef þér finnst þetta þægilegt. En það kostar ekkert að nota auðkennislykilinn og gerist varla auðveldara að tengjast!
Öll símanotkun kostar - og amk mitt símafyrirtæki hyggur gott til glóðarinnar og ætlar að hækka alla sína þjónustutaxta strax um næstu mánaðamót. Við hvaða símaþjónustu skiptir þú annars?
Kolbrún Hilmars, 5.11.2016 kl. 20:54
Já og þetta gjald verður mjög lágt, svona til að byrja með, er mér sagt af starfsmanni bankans. En hvað svo þegar fram líða stundir? Og hvað með alla þá sem eru orðnir of gamlir til að fylgjast með öllum þessum nýjungum. Það liggur við að maður verði að hætta að vinna til að ná að hlaða niður öll öpp sem eru orðin ómissandi í dag. Hvernig í ósköpunum fórum við að því að draga andann hér áður fyrr?
Steindór Sigurðsson (IP-tala skráð) 6.11.2016 kl. 03:42
Einmitt, Steindór. Ég er ein af þessum gömlu sem finnst óþarfi að breyta því sem er í góðu lagi, auk þess sem ég er ekki mjög háð símanum mínum. Góð og veltengd tölva er mitt uppáhald, bæði sem vinnutæki og samskiptamiðill.
Kolbrún Hilmars, 6.11.2016 kl. 13:02
Þetta mál ER neytendamál! Þær upplýsingar sem ég hef fengið eftir þessa birtingu segja mér að svokallaður Íslykill frá Þjóðskrá veiti allan þann aðgang sem fólk þarf, að bankakerfinu jafnt sem opinberum upplýsingum.
Sem kostar auðvitað ekki neitt.
Kolbrún Hilmars, 7.11.2016 kl. 16:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.