Börn - eða unglingar?

Ég þekki það af eigin reynslu að börn 12 ára og yngri fá ekki að ferðast ein með flugi.  Það þarf að merkja börnin sérstaklega og forsvarsmaður ber ábyrgð á því að einhver í áhöfn ásamt einhverjum í "landi" tekur við barninu á brottfararstað og skilar því af sér á áfangastað.
Þessi umræddu börn hljóta því að vera unglingar, líklega ekki yngri en 15 ára og líta jafnvel út fyrir að vera eldri.  Unglingarnir þurfa ekki leikfangakassa eins og litlu börnin heldur allt aðra meðhöndlun og móttöku. Enda oft með lífsreynslu á við fullorðna.
Kerfið þarf greinilega að endurhanna eftir þörfum þessa sérstaka hóps!


mbl.is „Ætti ekki að vera okkur ofviða“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég Er ekki alveg að ná þessu. Ég þekki til þessara mála þar sem ég á barn erlendis. Reglurnar eru svona. Börn þurfa fylgt, greiða þarf fyrir það og það þarf að vera sráður mótankandi hér heima og eins hver fer með barnið á völlinn úti. 

þetta er alveg skýrt. Svo hvernig má það vera að hingað komist börn ein í flugi???

ólafur (IP-tala skráð) 13.2.2016 kl. 21:26

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Einmitt, Ólafur, þetta eru reglurnar og þær eru settar börnum til verndar þótt sumir foreldrar kunni ekki vel að meta miðað við nýjustu umræðuna.

Hvað varðar flótta"börnin" þá hljóta þau að vera eldri ef reglurnar eru á annað borð virtar.  Þessir unglingar koma frá öðrum menningarheimum og hafa allt aðra lífsreynslu en íslenskir unglingar.  Þá þarf því frekar að meðhöndla sem fullorðna en ekki börn.

Kolbrún Hilmars, 14.2.2016 kl. 13:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband