Hver nýtur hagræðis af evrunni?

Skiljanlegt að bretar vilji að staðið verði við samkomulagið 2010; að evruríkin sjálf sjái um björgunaraðgerðir vegna evrunnar, þegar og ef þeirra er þörf.

Varla bera bretar nokkra ábyrgð á öðrum gjaldmiðlum en eigin pundi, hvað þá EFTA ríkin. Eitthvað hefur samt verið rætt að þeim beri líka að taka þátt í evru-björgun vegna hagræðis af aðgangi að innri markaði ESB.

Það hagræði fer fyrir lítið ef með fylgir skuldaábyrgð á 18 evruríkjum!

 

 

 


mbl.is Vill ekki að breskt skattfé renni til Grikkja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

EFTA-ríkin voru látin taka þátt í kostnaði við innlimun austantjaldsríkjanna og þegar einu sinni er búið að skrúfa frá krananum þá er aldrei lokað fyrir aftur.

Ragnhildur Kolka, 15.7.2015 kl. 23:07

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Þetta vissi ég nú reyndar ekki, Ragnhildur, en kemur ekki á óvart miðað við annað. 

Merkilegt hvernig hægt er að flækja einfalda viðskiptasamninga!

Kolbrún Hilmars, 16.7.2015 kl. 14:27

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Þessar greiðslur í "Þróunarsjóð" ESB eru hluti að EES samkomulaginu allt frá 1994. Noregur greiðir stærsta hlutann en okkar hlutur fyrir árin 2009-2014 voru 4.9 milljarðar og nú vilja þeir hækka hann upp í 6.5 milljarða 2014-2019. Kjarninn fjallaði um þetta sl. Febrúar.

Ragnhildur Kolka, 17.7.2015 kl. 09:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband