20.6.2015 | 18:12
Hvað ER þjóðernishyggja?
Hafa menn áhyggjur af þeirri þjóðernishyggju sem er grundvöllur velferðarkerfis vesturlanda þar sem afmörkuðum svæðum (löndum) hefur tekist að koma á skattheimtu- og greiðslukerfum sem virka fyrir íbúana?
Eða hafa menn áhyggjur af því að þessi þjóðernissinnuðu velferðarkerfi færi út kvíarnar með vopnavaldi á hendur nágrönnum? Svona líkt og gerðist stundum á síðustu öld.
Af hverju hafa menn ekki áhyggjur af því að þessi þjóðernissinnuðu velferðakerfi séu komin í varnarstöðu gagnvart utanaðkomandi áreiti? Er ef til vill orðið tímabært að leggja þau niður?
Það hlýtur að vera sitt hvað; þjóðernishyggja með áreiti eða þjóðernishyggja í vörn!
Uppgangur þjóðernishyggju áhyggjuefni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
...
Surtur fer sunnan
með sviga lævi,
skín af sverði
sól valtíva.
Grjótbjörg gnata
en gífur rata,
troða halir helveg,
en himinn klofnar.
Vituð ér enn, eða hvað?
(Eddukvæði)
Men do not differ much about what things they will call evils;
they differ enourmously about what evils they will call excusable.
(Chesterton)
"What is life but a series of sharp corners, round each of which Fate lies in wait for us..."
(Wodehouse)
How can you have solutions if no one is allowed to talk about the problems?
(Edge of Eternity)
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Heimssýn
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Auðun Gíslason
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Aztec
- Ágúst H Bjarnason
- Árný Sigríður Daníelsdóttir
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Baldur Hermannsson
- Berglind Nanna Ólínudóttir
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Birgir R.
- Bjarni Harðarson
- Björn Emilsson
- Daníel Sigurður Eðvaldsson
- Einar Björn Bjarnason
- Emil Örn Kristjánsson
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Eskil
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Guðbjörn Jónsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Guðni Karl Harðarson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Gunnar Heiðarsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Halla Rut
- Halldór Jónsson
- Hannes
- Haraldur Hansson
- Haraldur Haraldsson
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hildur Sif Thorarensen
- Hrannar Baldursson
- Riddarinn
- Hulda Haraldsdóttir
- Högni Snær Hauksson
- Högni Jóhann Sigurjónsson
- Ísleifur Gíslason
- Jóhann Elíasson
- Jón Valur Jensson
- Jón Óskarsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Svavarsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Ólafur Th Skúlason
- Ómar Bjarki Smárason
- Óskar Helgi Helgason
- Páll Vilhjálmsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Ragnar L Benediktsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnhildur Kolka
- Rannveig H
- Sigrún Jónsdóttir
- Sigurbjörn Svavarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Skattborgari
- Sólveig Þóra Jónsdóttir
- Stefanía
- Steingrímur Helgason
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Valan
- Þór Jóhannesson
- Þórarinn Þ Gíslason
- Vefritid
- Vinstrivaktin gegn ESB
- Samstaða þjóðar
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Íslenska þjóðfylkingin
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þjóðernishyggja er að vilja að halda 17 júni hátíðlegan í friði fyrir heilalausum mótmælendum sem hika ekki við að eyðleggja fyrir öðrum í nafni frelsis og mannréttinda þó sjáfir hafi þeir ekkert til málana að leggja nema nöldur.
Grimur (IP-tala skráð) 20.6.2015 kl. 18:57
Maður ætti fyrst að hafa áhyggjur, þegar þjóðernisvitundina vantar eða þegar pólítísk rétthugsun kæfir alla umræðu eins og gerist í Svíþjóð og Noregi.
Og Eiríkur Bergmann talar eins og venjulega út um ónefnt líkamsop. Sannleikurinn er nefnilega sá að Dansk Folkeparti er ekki á móti útlendingum og ekki á móti innflytjendum sem hafa í hyggju að leita sér að vinnu. Margir útlendingar hafa ekki bara verið meðlimir heldur líka verið í framboði fyrir flokkinn.
Hins vegar er flokkurinn andsnúinn því að hundruð þúsunda ólæsra og óskrifandi múslímar frá Mið-Austurlöndum og Afríku flykkist inn í landið undir því falska yfirskini að vera flóttamenn til þess eins að lifa eins og sníkjudýr á því velferðarkerfi sem Danir bjuggu upp á 20. öldinni. Og sem í þokkabót reyna að islamisera danska þjóðfélagið, sem því miður hefur heppnast þeim að einhverju leyti. Danir skulda múslímum ekki neinn skapaðan hlut og það voru mikil mistök að opna landið upp á gátt á 9. og 10. áratugnum, sem flokkarnir í fráfarandi ríkisstjórn bera ábyrgð á.
Landið og þjóðfélagið sem ég þekkti á áttunda áratugnum og dáðist að, er að hverfa. Það er kominn tími til að stjórna landinu með danska (ekki lengur hægt að tala um norræna) þjóðernisvitund að leiðarljósi, sem gengur meðal annar út á það að láta ekki ótínda múslíma og skósveina þeirra í Folketinget gengisfella góð, dönsk gildi. Danmörk er land Dana og þeir eiga að ráða í sínu eigin landi. Innflytjendur, hvaðan sem þeir koma, verða að aðlaga sig danska þjóðfélaginu að miklu leyti og ekki öfugt.
Fylgið við Dansk Folkeparti hefur aukizt jafnt og þétt, ekki aðeins vegna stefnu flokksins í hagkvæmnisflóttamannamálum, heldur líka í velferðarmálum og réttmætrar gagnrýni á ESB-báknið. Það er kominn tími til að DF fari í ríkisstjórn og gefi framkvæmdarstjórn ESB fingurinn.
Pétur D. (IP-tala skráð) 20.6.2015 kl. 19:23
Alveg eins og talað úr mínum munni hjá Pétri!!
ólafur (IP-tala skráð) 20.6.2015 kl. 20:32
Góð spurning Kolbrún sem vert er að íhuga.
Fyrst minnst er á Eirík Bergmann þá má snúa orðum hans til heimahaganna:
"Að forsagan sé þess eðlis að barnaskapur væri að hafa ekki áhyggjur af því".
Við megum og verðum að íhuga nútímasöguna og fá að hafa áhyggjur - án þess að fá á okkur þjóðernishyggjustimpil.
Það má eitthvað á milli vera!
Sigrún Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 20.6.2015 kl. 20:42
Raunverulegu flóttamennirnir eru þeir urmull fólks sem flýja stríð, ofbeldi og ofsóknir í landi sínu og hafast við í flóttamannbúðum í nágrannalöndunum, sem hafa misst allt og komast hvorki lönd né leið. Það er þetta fólk sem á að hjálpa þar sem það er, það gerir mörgum sinni meira gagn fyrir sama pening.
Og það er einmitt það sem Dansk Folkeparti hefur hamrað á að verði gert.
Raunverulegir flóttamenn eru ekki þeir sem ferðast upp í gegnum alla Evrópu og segja síðan þegar þeir komast til Danmerkur/Noregs/Svíþjóðar: "ASYL!". Þeir eru ekki að flýja neitt.
Í augnablikinu eru heitar umræður um hvort Noregur eigi að taka við 10 þúsund sýrlenzkum flóttamönnum bara sisona. Dropi úr hafinu og gerir ekkert gagn. Þar á það sama við. Það á að aðstoða flóttafólkið þar sem það er, betrumbæta aðbúnað í búðunum, betrumbæta öryggisgæzlu, bæta við fleiri búðum. Það er það sem féð á að fara í, ekki að halda uppi þúsundum fjölskyldna með fæði, klæði og húsnæði í norsku verðlagi. Tíu þúsund flóttamenn í Noregi kosta sennilega jafn mikið eða meira en hundrað þúsund í tyrkneskum flóttamannabúðum.
Það getur verið, að ég sé að einfalda erfitt vandamál, en það er alltaf bezt að taka rétta ákvörðun. Langt ferðalag byrjar alltaf með fyrsta skrefinu.
Pétur D. (IP-tala skráð) 20.6.2015 kl. 22:34
Fín innlegg hjá þér, Pétur, enda hefurðu það fram yfir marga að vera vel upplýstur um sögu þessara mála í Danmörku; og sannarlega talarðu af hyggindum, þegar þú fjallar um, hvernig best er að nýta hjálparfé í þágu alvöru-flóttafólks.
Jón Valur Jensson, 20.6.2015 kl. 23:04
Kærar þakkir fyrir innlegg ykkar. Að vísu var ég ekki endilega með dönsku pólitíkina í huga heldur viðbrögð hins íslenska "fræðimanns". Þar lá hvatinn að spurningunni í fyrirsögninni.
Velferðarsamfélögum vesturlanda hefði aldrei tekist að koma á laggirnar nema með því að afmarka velferðina við ákveðin svæði í upphafi.
Ég hef heimskortið hér á vegg fyrir framan mig þar sem öll Evrópa (utan Rússlands) er aðeins örlítið brot af landssvæði heimsins. Einmitt þangað liggur straumurinn samt og aðeins eitt er víst; heimasmíðuðu velferðarkerfin munu ekki þola álagið.
Það er rétt hjá Pétri D að skynsamlegast væri að styrkja flóttafólk á þeirra eigin slóðum en það yrði þeim þó skammgóður vermir. Óþjóðalýðurinn sem hrakti fólkið að heiman í upphafi myndi ekki líða því neina velmegun. Neins staðar!
Kolbrún Hilmars, 21.6.2015 kl. 14:41
Já, kristnir menn a.m.k. yrðu áfram fyrir ofsóknum, jafnvel útrýmingarherferð. Þess vegna, m.a., vil ég fá hingað kristna flóttamenn frá þessum löndum. Þar með værum við að taka á okkur hjálparstarf í þágu flóttamanna, okkar framlag, enginn gæti neitað því, en án þeirra meiri vandkvæða sem myndu óhjákvæmilega fylgja því með tímanum að vera að fjölga múslimum hér.
Jón Valur Jensson, 21.6.2015 kl. 15:25
Ég get fallist á þetta, Jón Valur. Kristnir myndu aðlagast best í okkar fámenna samfélagi, enda með sömu lífgildi og núverandi 330 þúsund íbúar. Múslimskir, að báðum deildum meðtöldum, telja enn aðeins um 1 þúsund þar af.
Auðvitað verðum við að gera eitthvað til hjálpar, eftir megni, en miða þó við það að hjálpin sé raunveruleg.
Kolbrún Hilmars, 21.6.2015 kl. 16:13
Þakka þér fyir svarið. :)
Jón Valur Jensson, 25.6.2015 kl. 03:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.