12.6.2015 | 16:04
Hvað gerist
ef lög verða sett á hjúkrunarfræðinga? Fara þeir þá allir til Noregs?
Verður þá fyllt upp í skörðin hérlendis með hjúkrunarfræðingum frá fv. USSR löndum?
Þá vaknar líka spurning um það af hverju enn er eftirspurn eftir íslenskum hjúkrunarfræðingum í Noregi þegar austur-evrópskir (og danskir) hjúkrunarfræðingar eru á lausu? Er það menntunin? Er það tungumálið? Er það frændhyglin?
Spurning á spurningu ofan! En þar sem við erum nú aðilar að EES samningnum þá gætu í rauninni allir vinnandi íslendingar elt hæstbjóðanda og flutt sig á milli landa að geðþótta - og að eftirspurn, auðvitað.
Eða hélt einhver að EES væri ekki gagnkvæmt og þýddi aðeins að íslenskt samfélag fengi ódýrt og hreyfanlegt vinnuafl að utan?
Spark í maga hjúkrunarfræðinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Við grjótálfarnir ætlum að halda áfram að lifa hér norður frá. Án tillits til þess hvort þvertrén norsku fara til ættingja sinna þar sem þeir eiga auðvita heima.
Hrólfur Þ Hraundal, 12.6.2015 kl. 20:26
Einmitt, Hrólfur, sum okkar förum ekki neitt. :)
Gallinn er að þegar íslendingar flytja úr landi þá senda þeir enga aura heim eins og venjan er með farandverkamenn. Fyrir ekki svo mörgum árum var t.d. um þriðjungur þjóðartekna Póllands heimsend laun þegnanna erlendis. Er líklega svo enn miðað við hversu illa þeir taka upp þá hótum UK að takmarka frjálsa för.
Kolbrún Hilmars, 13.6.2015 kl. 12:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.