Tæp 15% félagsmanna

kjósa verkfall, 10% segja nei, 75% skila auðu eða taka ekki þátt! 

Er ekki eitthvað að þarna hjá VR?


mbl.is Samþykktu verkfall hjá VR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta kemur fyrir í öllum kosningum Kolbrún.

t.d. þegar ákveðið var að færa Reykjavíkurflugvöll í kosningum 2001.

Þar kusu aðeins 30.219 af íbúum Reykjavíkur, og aðeins 14.913 ákváðu að flugvöllurinn skyldi fara.

Þeir sem kjósa ákveða úrslit kosninga. Hinir sem nota ekki atkvæðisrétt sinn eru þar með að samþykkja úrslitin.

Við hin ættum að gera það líka.

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 19.5.2015 kl. 18:08

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Birgir, þakka þér fyrir þetta innlegg, þótt ég geti eiginlega ekki fallist á að þitt dæmi sé sambærilegt. Þeir sem ekki kusu í flugvallarmálinu fyrir 14 árum þurfa ekki ENN að gjalda fyrir.
En þar sem VR hefur lengi stært sig af velheppnuðum vinnustaðasamningum, þá eru samt greinilega einhverjir vinnustaðir sem hafa orðið útundan. 
Af hverju?

Kolbrún Hilmars, 19.5.2015 kl. 18:20

3 Smámynd: Hvumpinn

Þetta er afar veikt umboð. Eðlilegt væri að ákveðið lágmark félagsmanna verði að samþykkja verkfall, t.d. 50%, því þetta er skuldbinding á aðra félagsmenn.

Hvumpinn, 19.5.2015 kl. 20:30

4 identicon

Þetta er líka skuldbinding fyrir aðra landsmenn. Ekki gleyma því, Hvumpinn.

Atli Bjarnason (IP-tala skráð) 19.5.2015 kl. 22:20

5 identicon

Sæl Kolbrún. Þetta er stóra vandamálið hjá mörgum stéttarfélögum, oft á tíðum er mæting á aðalfund rétt um 10 - 15% og ný stjórn kosin. Ekki beint sá stuðningur sem ætti að vera við stjórnarkjör. Svo er komið að kosningu um verkföll og það er sama uppá teningnum 10 - 15% greiða atkvæði. Loks eru gerðir samningar og þá vilja allir greiða atkvæði og skilja ekkert í því hvernig atkvæða greiðsla fer.

Kjartan (IP-tala skráð) 20.5.2015 kl. 10:40

6 identicon

Ég minnist þess ekki að hafa verið spurður. Þetta hefði ég ekki samþykkt, Aldrei !!!.

Það er eitthvað að þessu umboði

Jóhann Gunnar (IP-tala skráð) 20.5.2015 kl. 13:13

7 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Með tilliti til síðustu innleggja (sem ég þakka hér með fyrir) þá mætti halda að verkfallskjörið hafi ekki almennt verið kynnt fyrir félagsmönnum. 
Vissulega er VR fjölmennasta stéttarfélagið, þar sem mjög stór hópur dreifist hjá litlum fyrirtækjum og er ekki endilega að fylgjast náið með hvað er að gerast hjá stéttarfélaginu.
Er tilfellið að allt þetta fólk hafi ekki vitað af atkvæðagreiðslunni?

Kolbrún Hilmars, 20.5.2015 kl. 16:00

8 Smámynd: Daníel Sigurður Eðvaldsson

Ég fékk ekki að kjósa því ég færði mig aftur yfir til VR fyrir síðustu mánaðarmót. Var því ekki á kjörskrá og sá engan tilgang með að eyða tíma til að segja nei þegar ég gat gengið út frá því að niðurstaðan myndi vera eins og hún svo var (nema með mun minna fylgi).

Veit ekki hvort ég ætla að hunsa þetta eða halda mér heima þegar verkfallið skellur á.

Daníel Sigurður Eðvaldsson, 21.5.2015 kl. 13:59

9 Smámynd: Daníel Sigurður Eðvaldsson

Svo reyndar spyr ég mig hvaðan þessi krafa um 300.000 kr laun kemur frá? Hefur því einhverntíman verið svarað? Afhverju 300.000 kr sem kemur til með að skila sér í 228 þús í útborguð laun. Er sammála að það þarf að skoða lægsta hópinn en hef aldrei skilið þetta með 300.000.

Daníel Sigurður Eðvaldsson, 21.5.2015 kl. 14:01

10 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Daníel, þú verður að halda þig heima hvort sem þú vilt verkfall eða ekki.  Sama gildir líka um alla hina. 
Held að 300 þúsundin hafi valin af því að þau nálgast framfærsluviðmið og svo er þetta falleg tala   :)

Kolbrún Hilmars, 24.5.2015 kl. 13:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband