Ætti að vera bannað

að taka myndir af lögreglumönnum við störf? 
Þeir sem vinna "á götunni" eru aðeins að fara að fyrirmælum yfirboðara og því fylgir áhætta að verða sýnilegt skotmark misyndismanna.  Viðkomandi eiga fjölskyldur, maka og börn, líkt og aðrir ríkisstarfsmenn.
Vissulega eru misjafnir sauðir í stéttinni eins og alls staðar er - en stendur vilji til að hrekja alla hina úr starfi?


mbl.is Spyr um samskipti við lögreglu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hversvegna mundi myndataka hrekja þá úr starfi?

Ef til dæmis bannað væri að taka myndir af lögreglumönnum þá hafði sá sem var dæmdur fyrir misbeitingu valds á fullu konuni á laugarveginum verið laus allra mála þar sem það hefið verið orð hans á móti orði vitna og dómarar taka meira mark á lögreglumönnum.

Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 17.5.2015 kl. 17:56

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Við ættum frekar að spyrja af hverju lögregla er kölluð til þegar fullar konur eru að velkjast um götur og gera ekkert meira af sér.  Væri ekki nóg að hringja bara í hjálparsveit skáta eða SÁÁ?
Býst við að nóg sé samt af "heiðarlegum" afbrotum sem lögreglan þarf að sinna. Þar sem myndataka gæti haft afleiðingar.

Kolbrún Hilmars, 17.5.2015 kl. 18:20

3 identicon

Venjulegu fólki finnst ekkert þægilegt þegar myndavél er rekinn upp í nefið á því og hvað sem fréttmenn og ómerkilegir pólitíkusar reyna gera úr þessu þá bað einfaldlega lögreglumaðurinn Haldór um að taka myndavélina burt úr andlistmynd af sér

Grímur (IP-tala skráð) 17.5.2015 kl. 18:53

4 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Í þessu ákveðna tilviki í dag var Halldór ekki að taka mynd af lögregunni en hann bauð sjálfur upp á það með því að skipta sér af myndatökunni. Það er þörf á aðgát þegar um aðgerðir gegn afbrotamönnum( byssumönnum og fíkniefnasölum). Í þeim tilfellum eru sérsveitamenn yfirleitt sendir og huldir hjálmun svo ekkier hægt að þekkja þá. Ég man þó eftir svolítið klaufalegu atviki fyrir mörgum árum síðan þegar fréttamenn mynduðu æfingu hjá sérsveitinni sem síðan tóku af sér hjálmana til að ræða við fréttamenn.

Jósef Smári Ásmundsson, 17.5.2015 kl. 19:21

5 identicon

Og það er spurning hvort löggan ætti að hafa rétt til þess að biðja Halldór um það þegar hann er að sinna skylduverkum sínum Grímur.

Lögreglumenn hafa mun meiri völd en "venjulegt fólk" og það veldur oft ótta og óþægindum hjá almeningi þegar þeir þurfa að fást við lögregluna. Það að hafa mynd- eða hljóðupptöku í gangi er fín leið fyrir fólk að öðlast meira öryggi í samskiptum sínum við lögguna.

Ef löggur vilja ekki að myndavélunum er beint að sér þá er alveg hægt að fara þá leið að allar löggur séu með myndavélar á sér í staðin eins og er byrjað að tíðkast annarsstaðar í heiminum.

Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 17.5.2015 kl. 19:34

6 identicon

Og það er spurning hvort löggan ætti að hafa rétt til þess að biðja Halldór um það þegar löggan er að sinna skylduverkum sínum Grímur.

Smá leiðrétting

Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 17.5.2015 kl. 19:37

7 identicon

Ef ég man rétt þá var ekki hringt í lögregluna út af fullu konuni heldur var konan bara svo heppin að hitta á hana í miðbænum.

Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 17.5.2015 kl. 19:38

8 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Elfar, það má vel vera að konan HAFI verið heppin.
Annars sé ég fyrir mér taugatrekktan bílstjóra í "öngstræti" og að lögregluþjónninn hafi einfaldlega ekki talið myndatöku á það bætandi.  Svona alveg burtséð frá því hvort hann sjálfur kærði sig um að gerast netstjarna.

Kolbrún Hilmars, 18.5.2015 kl. 10:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband