Ríkisstjórnin getur gert betur

og komið þingsályktun í gegn sem tekur afgerandi af skarið.  Í stað þess eru menn nú að þrátta um hvað í rauninni þetta "bréf" þýði.

Íslenskir og evrópskir kratar eru greinilega þeirrar skoðunar að viðræðum hafi nú verið formlega slitið, stækkunarstjóri ESB heldur að þeim hafi einungis verið frestað um tvö ár (til viðbótar fyrri frestun þáverandi ríkisstjórnar) og við ESB andstæðingar erum orðin langeyg eftir þingsályktun um formlega afturköllun ESB umsóknarinnar.

Eiginlega má segja að ríkisstjórnin dragi nú alla áhugamenn um málið á asnaeyrunum!

 


mbl.is Talsmaður ESB úti á túni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jörundur Þórðarson

Það er ekki hægt að komi slíkri ályktun í gegnum þingið. Minnihlutinn tekur Alþingi í gíslingu. 

Jörundur Þórðarson, 13.3.2015 kl. 17:41

2 identicon

Ég er farinn að verða langeygur eftir því að Ísland verði fjarlægt af vef ESB, http://europa.eu/about-eu/countries/index_en.htm sem umsóknarríki (candidate).

Ég þarf kannski að bíða í tvö ár enn ef stækkunarstjórarnir virða ákvörðun ríkisstjórnarinnar að vettugi. 

Pétur D. (IP-tala skráð) 13.3.2015 kl. 19:08

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Það þekkjum við vel til Esb.sinna að viðbrögðin verða trúlega eins og Jörundur lýsir þeim. Ríkisstjórnin þarf á öllu sínu að halda á komandi vori.Eins er með stj.andstöðuna,sem verður að verjast uppljóstrun Víglundar sem krefst gagna um meðferð Steingríms á endurreisn bankanna eftir hrun.Það verður að leiða til lykta.Allt að gerast!

Helga Kristjánsdóttir, 14.3.2015 kl. 01:12

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Þakka ykkur fyrir innleggin.  Þetta er rétt hjá þér, Jörundur, en ef ríkisstjórnin meinar eitthvað með þessu þá klárar hún bara hefðbundin mál á þingi fyrir vorið og skellir svo sumarþingi á stjórnarandstöðuna, með aðeins þingsályktunartillöguna á dagskrá.  Ætli andstaðan entist þá lengi?

Kolbrún Hilmars, 14.3.2015 kl. 13:50

5 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Fólkið sem nú kvartar undan skorti á þing legir meðferð ætti nú að bera þingsályktunartillögu sína um inngöngu í ESB upp á þingi. Það mun þó líklega standa eitthvað í því.

Ragnhildur Kolka, 15.3.2015 kl. 17:44

6 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Er ekki málaskráin orðin full á Alþingi fyrir vorþingið?
ESB málið er stórt mál og full ástæða til þess að kalla saman sumarþing. 
Þar yrði áreiðanlega pláss fyrir tvær þingsályktunartillögur.
Ólíklegt að varamenn liggi á lausu yfir sumarleyfistímann, sem yrði bara betra ef aðalmenn þyrftu að glíma sjálfir við sín hjartans málefni.

Kolbrún Hilmars, 15.3.2015 kl. 18:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband