Ótæk vinnubrögð?

Að greiða sömu laun fyrir sömu störf!  Er það ekki bara ágætt að Kópavogsbær, sem rekur sig á skatttekjum, skuli fara þá leið að greiða stéttarfélagslaunin til samræmis við kjarasamninginn og lækka launin hjá hinum ofgreidda starfsmanni í stað þess að hækka laun þess sem kærir mismunina?
Auðvitað er það ekki líðandi að körlum séu boðin betri kjör en konum, fyrir sama starf, en engin ástæða er til þess að gagnrýna bæjarfélagið leiðrétti það upphaflegu mistökin.



mbl.is Vinnubrögð Kópavogsbæjar „ótæk“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Þessi viðbrögð Kópavogsbæjar eru athyglisverð. Úrskurðir jafnréttisráðs eru ekki bindandi en menn hafa vanist því að "kæra sig upp". Nú verður einhver breyting þar á. 

Ragnhildur Kolka, 3.2.2015 kl. 22:21

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Já, það verður fróðlegt að fylgjast með eftirleikum.
Þetta er auðvitað dulið svindl á kjarasamningum að bjóða einum starfsmanni betri kjör í starfi en öðrum og hækka svo óánægða til samræmis umfram það sem almennt gerist.  Í skjóli jafnréttis!

Kolbrún Hilmars, 4.2.2015 kl. 15:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband