Uppsöfnuð þörf

50 króna rúnnstykki ætti að hækka uppí kr. 51.90 vegna VSK-sins.  Hinar 28 krónurnar og tíu aurarnir stafa sennilega af öðru.  Líklegast því að Bernhöftsbakarí hefur sparað álagninguna á rúnnstykkjunum á kostnað annars kruðerís.  Í heil 10 ár.
Hvað hækkuðu annars rjómatertur og annað fínerí hjá bakaríinu um áramótin?


mbl.is Rúnstykkin hækka um 60%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þetta er aum afsökun hjá bakaríinu. Ef ef virðisaukaskatturinn hefði ekki hækkað úm áramótin, hvað þá?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 3.1.2015 kl. 20:08

2 identicon

Ég veit að t.d í Björnsbakaríi hafa rúnnstykkin kostað um 130kr, í langan tíma þannig að þessa mikla hækkun hjá þeim gerir ekki mikið til að ná í almennt verð hjá öðrum bakaríum. Veit ekki til þess að annað kruðerí sé nokkuð dýrara hjá þeim en öðrum bakaríum. Hafa hin bakaríin eitthvað hækkað rúnnstykkin nú um áramótin? Þó svo þau hafi ekki gert það þá mun ég frekar kaupa þau á 80 kr hjá þeim en á 130kr hjá öðrum.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 4.1.2015 kl. 11:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband