Aldeilis ágæt hugmynd!

Setjum á sérstakan óhóflega háan sykurskatt, þennan stórhættulega gleðigjafa.

Svo fer saltið sannanlega illa með heilsuna, bætum því við á skattlistann.  

Mjöl er líka varasamt í óhófi - skattleggjum það líka. 

Fleiri skattstofna má finna til viðbótar; t.d. er fitan sögð slæm fyrir hjartað.

Með þessu laginu verðum við komin með nýjan hátæknispítala áður en hendi verður veifað.

Spurning bara hvað við eigum að gera við hann þegar allir eru orðnir svona hraustir?


mbl.is Gæti borgað nýjan Landspítala
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aztec

Veiztu hvernig sykurskatturinn er reiknaður? Er bara farið eftir því sem stendur í innihaldslýsingunni "þar af sykur xg"? Því að ótal mörg verksmiðjuunnin matvæli innihalda "high fructose syrup" sem er bara dulnefni fyrir sykurdrullu og aldrei er gefið upp magnið í innihaldslýsingunni.

Ætli allar matvörur séu sendar í efnagreiningu?

Hvort sem sykurskatturinn sé réttlætanlegur eða ekki, þá finnst mér miður að Bjarni Ben lækkaði hvorki áfengis- né benzíngjaldið. Sérstaklega er benzíngjaldið óréttlátt þegar það er svona dýrt. Mér leiðast allir atferlisstjórnandi álögur sem lagðar eru á láglaunafólk, því að það er ekki gert við elítuna. Þess vegna finnst mér að frekar ætti skattur á hagnað af hlutabréfaviðskiptum að hækka verulega auk þess að skattleggja öll fríðindi stjórnenda fyrirtækja amk. um ca. 99,9%

Ef ríkisstjórnin gerði það, þá myndi fylgi hennar í skoðanakönnunum fara á flug. En eins og hún hefur gert mjög lítið seint og illa þetta ár sem hún hefur verið við völd, þá tapar hún kosningunum eftir 3 ár.

1. Ríkisstjórnin sveikst um að draga aðlögunarumsóknina tilbaka

2. Hún sveikst um að gera aðgerðir í til að aflétta gjaldeyrishöftin

3. Skuldaleiðréttingar hafa komið seint og illa, enginn veit enn hvernig fer með það

4. Hún hefur neitað að hrófla við verðtryggingunni sem er eitt mesta böl sem til er á Íslandi (fyrir utan öfgafemínismann)

5. Hún hefur ekkert gert til að byggja upp mannfrekan iðnað til að minnka það 10% atvinnuleysi sem er (opinberar tölur segja 4% sem er bara þvæla).

6. Hún hefur ekkert gert til að lækka verðbólguna, sem er 10% (opinberar tölur segja 2-3%, en það er þættingur og stenzt ekki samkvæmt mínum tölum). Tvöföldun lægri virðisaukaskatts er mikið meira íþyngjandi en lækkun hærri vsk um 1,5% og afnám vörugjalda mun ekki skila sér til neytenda skv. greiningu ASÍ.

Jú, ríkisstjórnin hefur gert eitthvað smá, en alls ekki nóg. Aukin framlög til sjúkrahúsanna er skref í rétta átt, en betur má ef duga skal.

Ég er alsaklaus af því að hafa kosið þessa ríkisstjórnarflokka né neinar ríkisstjórnir undanfarin 30 ár og mun þar af leiðandi ekki kjósa þá aftur. Ekki að ég vilji helfararstjórn Sf og VG eina ferðina enn. Íslendingar eiga bara um tvennt að velja: ebólu (xS-xV) eða svarta dauða (xB-xD).

Aztec, 14.9.2014 kl. 20:47

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Nei, Aztec, ég hef ekki hugmynd um hvernig sykurskattur er/verður/yrði reiknaður.  Það eina sem ég veit er að fólk heldur áfram að nota sykur, í hvaða formi sem er, rétt eins og allt annað með rándýrri álagningu (áfengi, tóbak, bensín). 

Enda eins gott að halda neysluvísitölunni í góðu formi - lánastofnunum til hagsbóta.

Stundum veit ég ekki hvort þessi ríkisstjórn er að koma eða fara.  Sú þar á undan var bara að fara allan tímann og satt að segja gæti það jafnvel verið skárra en þessi moðsuða.  Núverandi er svo hrædd við kjósendur og stjórnarandstöðu að hún þorir ekki einu sinni að efna kosningaloforðin!

Reyndar er ég líka saklaus af því að bera ábyrgð á neinni ríkisstjórn frá aldamótum, en ég geri samt kröfur til þess að skynsemi sé ástunduð í ríkisrekstrinum - hver sem fer með völdin.

Kolbrún Hilmars, 15.9.2014 kl. 16:17

3 Smámynd: Aztec

Sammála því.

Aztec, 15.9.2014 kl. 16:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband