Hverjum er ekki sama?

Fólk hendir ekki mat nema þegar því er gert að kaupa of stóra skammta í einu.

Enginn heilvita maður eyðir launum sínum að óþörfu í matvæli  til þess að henda í ruslið. 

Enginn framleiðandi framleiðir matvæli til þess að þeim sé hent í ruslið.

En hvað með milliliðinn; söluaðilann?  Er honum sama?

 

 


mbl.is Um 1,3 milljónir tonna af mat er hent árlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er flókið mál og sitt sýnist hverjum. Þegar ég kaupi mat, tékka ég alltaf síðasta neyzludag á flestum vörum þar sem það skiptir máli. Ég vil frekar fara annað að verzla en að kaupa kælivöru eða brauð sem er komið fram að síðasta neyzludag. Ef ég á t.d. nýmjólk í kæliskápnum heima hjá mér, sem er komin á síðasta neyzludag þýðir það að hún var framleidd (gerilsneydd) heilum 12 dögum áður og þá helli ég henni niður (ég á engan kött, því miður). Ef ég hendi ekki gömlum mat, þá hjálpar það engum.

Ég hef jafnvel lent í því að kaupa vöru sem var ekki útrunnin, en var samt úldin, þegar heim kom.

En eins og ég segi, smekkur og forgangsröðun fólks er misjafn.

Pétur D. (IP-tala skráð) 6.9.2014 kl. 18:37

2 identicon

Auðvitað eru smásalar skyldugir til þess að senda aftur til birgja allt sem er útrunnið. Vandamálið er: Hvað verður um þessa vöru? Blanda birgjarnir útrunnu vörunum saman við nýja vöru með nýjum Bezt-fyrir dagsetningu?

Mér þætti gaman að vita það, því að mig grunar ýmislegt. En það þýðir ekkert að hringja og spyrja, maður fengi engin svör. Innanbúðarupplýsingar óskast, takk. :)

Pétur D. (IP-tala skráð) 6.9.2014 kl. 18:41

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Allt þetta sem þú nefnir, Pétur, kemur sér betur eftir því sem innkaupapakkningin er smærri - og ódýrari að afskrifa í ruslafötuna.

En hefurðu tekið eftir því að allt sem geymist  ( auk sykurs - aðeins hreinlætis eitthvað) ber 25,5% söluskatt?  Hver þarf að henda útrunnum sykri, Ajaxhreingerningarlegi, Arielþvottadufti, Hreinoluppþvottalegi eða Nivea handsápu? 

Í hvers þágu er eiginlega 7% matarskattur?

Kolbrún Hilmars, 6.9.2014 kl. 19:17

4 identicon

Viltu þá hækka 7% skattinn? Ertu að segja að matarsóun minnki ef hann er dýrari? En þá kemur bara peningasóun í staðinn. Ég myndi vilja afnema virðisaukaskattinn eins og hann leggur sig, en ESB segir nei.

Pétur D. (IP-tala skráð) 6.9.2014 kl. 19:51

5 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Hvursl..

1: Það heitir "virðisaukaskattur." Ekki matarskattur.

2: Sykur rennur ekki út. Aldrei. Ekki frekar en salt, hunang eða hrísgrjón.

3: af hverju má fólk ekki sóa sínum eigin pening í eitthvað sem það hendir beint í ruslið? Ég þarf ekki að gera það, og ekki þú heldur, frekar en þú vilt.

Best væri náttúrlega ef það væri enginn skattur á neinu af þessu, og allir borguðu bara túnd, eða það væri enginn tekjuskattur og 10% vsk af *öllu.*

Væri betra. Stuðlaði að hagsæld.

Ásgrímur Hartmannsson, 6.9.2014 kl. 20:04

6 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Sama? Þetta er nú dáldið umhugsunarvert. 1/3 af mat hent í iðnvæddum löndum.

Gríðarleg sóun.

Það er nú bara þannig td. á íslandi í dag, að það er mikið hent af mat. Sérstaklega hjá hinum efnaðari náttúrulega.

Þeir sem komnir eru á miðjan aldur muna alveg eftir, (almennt séð en ekki algilt samt)allt öðrum tökum á mat en nú þekkist. Mat var helst ekki hent fyrir ekkert svo mörgum árum. Nú er mestöllu hent.

Þetta gera norðmenn örugglega lítð af. Þeir spara.

Norðmenn eru með viðhorf að sumu leiti eins og þekktist hér fyrir nokkrum tugum ára. Þeir spara. Fara varlega með efnisleg verðmæti.

Íslendingar, stór huti, gerir það alls ekki lengur.

Þetta er staðreynd. Söguleg staðreynd.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 6.9.2014 kl. 20:43

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

sem betur fer þarf ég ekki að henda mat. Ég á hænur sem frá brauð og grænmeti, ávexti sem byrjaðir eru að skemmast, fiskarnir mínir fá líka brauð og grænmeti, kjötmetið fær svo krummi. Og hann er fljótur að finna allt sem sett er út fyrir hann. Ekkert verður eftir nema náttúrubætandi kúkur úr þessum dýrum. Á líka kött, en það er af sem áður var að köttum og hundum væru gefnir afgangar á heimilinu. Nú mega þeir bara fá katta og hundamat.

En krummi er á við bæði hund og kött.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.9.2014 kl. 22:45

8 identicon

mer er ekki sama. eins og Ásthildur er eg með hænur og þarf engu að henda ekki heldur neinu ur garðinum hænurnar fá alt svo fer alt frá þeim beint i grænmetis garðinn ,mer finnst það vera til mikillar skammar að henda mat skiptir engu mali hvort fólk a peninga eða ekki

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 7.9.2014 kl. 10:14

9 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Kærar þakkir fyrir innleggin.  Ég hendi sjálf of miklum mat, en eingöngu unnum matvælum; "lúxus"dósamat, ostum, sultu, áleggi, sósum (sinnep, tómatsósa, remúlaði og þess háttar).  Pakkningarnar eru of stórar fyrir eina manneskju og innihaldið hentar hvorki hænum né kisum  :)   

Það ferska, fiskur, kjöt og brauð, fer bara í frystinn og afgangsgrænmeti í súpur. 

Að sjálfsögðu ætti að fella niður VSK af matvælum - matarskattinn! 

Kolbrún Hilmars, 7.9.2014 kl. 11:35

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já það er merkilegt að ekki skuli vera til minni pakkningar fyrir alla þá sem hafa fáa í heimili. Eru engir krummar nálægt þér? Þeir eru fljótir að finna matarkistu, þeir eigan sér ákveðin heimili og passa upp á allt sem fellur til. Ekki sultur samt, en flest annað.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.9.2014 kl. 15:29

11 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Já, Ásthildur, 25% íslenskra heimila munu hafa aðeins einn íbúa innan veggja.   Mér þykir það nú alveg nógu stór markaður fyrir minni pakkningar af þessum dýru "aukefnum" til matargerðar. 

Nei, það er lítið um krumma á mínum slóðum.  Sennilega fleiri rottur, miðað við fréttir.  Tek ekki sjens á því að laða ÞÆR að... 

Kolbrún Hilmars, 7.9.2014 kl. 17:12

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nei skil það vel, rottur eru ekki æskileg dýr til að hafa nálægt sér.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.9.2014 kl. 19:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband