21.8.2014 | 17:13
Virðisaukaskattur - misskilin velvild?
Þessa dagana er mikið rætt um virðisaukaskattinn. Að setja á eitt VSKþrep eða a.m.k. minnka bilið milli efsta og neðsta þreps og finna skynsamlegt og hóflegt neysluþrep. VSK er nú; 7% neðra og 25,5% efra.
Það er rétt að hækkun á matarskattinum kæmi illa við - ALLA! Láglaunafólkið þó allra síst, því það hefur ekki nægan afgang af laununum sínum, hvort sem er. (En ÞAÐ ætti að vera önnur barátta!)
Jafnvel láglaunafólk þarf að kaupa hreinlætisvörur, snyrtivörur, skó, fatnað, heimilistæki, greiða síma- og rafmagnsreikninga. Sumir láglaunamenn eru jafnvel svo djarfir að eiga farskjóta, hvort sem hann er bíll eða reiðhjól.
Það má vel vera að einhvers staðar finnist manneskja sem eyðir öllu sínu í mat - en ég þori að veðja að jafnvel þeir allra fátækustu kaupi af og til sápu, sjampó, klósettpappir og hreingerningarlög.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:17 | Facebook
Athugasemdir
25% virðisaukaskattur er til margskonar vandræða og mörg þrep bjarga því engu.
Sérstaklega er hár virðisaukaskattur til vandræða í ríki sem borgar mikið í flutnings gjöld. Því dýrari sem flutningurinn er, því stærri verður hlutur ríkisins, enn ekki er endilega víst að tekjurnar verði meiri.
Hrólfur Þ Hraundal, 21.8.2014 kl. 23:11
Hrólfur, það virðist einmitt sem menn séu að átta sig á þessu VSK rugli.
Auðvitað ætti aðeins að vera eitt VSK þrep, t.d. 15% á allt hvaðeina.
Reyndar eru fraktflutningar frá útlöndum án VSK. Eflaust kemur það ekki til af góðu - íslenska ríkið getur nefnilega ekki innheimt VSK af fraktflutningi skipanna nema þau séu skráð hérlendis.
En efra þrepið kallar á "svart", neðra þrepið/matarskatturinn er blekking fyrir almúgann, og svo er allt hitt sem er undanþegið eða í neðsta þrepi þannig að sumir fá jafnvel endurgreiddan mismun á inn- og út VSK, þ.e. veitingahús og ferðaþjónustufyrirtæki.
Milljón ferðamenn og menn rífast um náttúrupassa uppá þúsundkall á meðan enginn raunvirðisaukaskattur rennur til ríkisins!
Kolbrún Hilmars, 21.8.2014 kl. 23:59
Nei, 15% er of hátt. 10% ÆTTI að vera hæfilegt yfir alla línuna ef við fengjum það og bækur ættu að vera undanþegnar vsk eins og í Bretlandi, þar sem flestar matvörur og barnaföt bera engan vsk. skv. Wikipediu. En það er ESB sem heimtar að það sé virðisaukaskattur í öllum löndum á EES-svæðinu og hæsta stigið má ekki vera lægra en 15% og svo mega vera tvö önnur þrep, sem eru amk. 5%. Samt hefur Bretland mikið lægri eða engan vsk á mörgum neyzluvörum. Meira hér:
http://en.wikipedia.org/wiki/Value_Added_Tax_(United_Kingdom)
Á sama tíma má ekki innheimta söluskatt sem er reiknaður sem prósenta af verði. Það hindrar samt ekki fasistastjórnir eins og eru á Íslandi að leggja á íþyngjandi gjöld sem reiknast sem prósenta eða fastagjald af einhverri annarri breytu eins og benzínskatt, áfengisskatt og útvarpsskatt. Ofan í 25,5% virðisaukaskattinn. Óþolandi.
Einhver bloggari staðhæfir að Sjálfstæðisflokkurinn sé kommúnistaflokkur. Þegar Bjarni Ben harðneitar að lækka benzíngjaldið í anda Steingríms J., þá grunar mann að eitthvað sé satt í því.
- Pétur D.
Aztec, 22.8.2014 kl. 00:37
Takk Pétur. Ég er sammála því að VSKstigið mætti vera lægra en 15%, en líklega er skynsamlegast að trappa þetta niður í áföngum.
Mörgum finnst eflaust skrýtið að ég skuli mæla með lækkun og einföldun á vaskinum - þar sem ég hef atvinnu af núverandi flækjustigi; þess flóknara, því meiri tekjur... :)
Kolbrún Hilmars, 22.8.2014 kl. 17:20
Sem sagt að þú ættir að berjast fyrir því að það verði amk. tíu þrep og allt mjög óljóst. Af tilliti til tekjuöflunar.
Aztec, 22.8.2014 kl. 20:12
Ég er orðin of gömul til þess að nenna að standa í eiginhagsmunabaráttu af því taginu. En það útilokar mig ekki frá því að benda á breytingar til bóta í kerfinu.
Auk þess sem vinnan mín yrði miklu skemmtilegri. Bókhald á að snúast um rekstur, ekki skattamál.
Kolbrún Hilmars, 23.8.2014 kl. 17:45
Ég skrifaði þetta nú bara í gríni, fyrst þú nefndir þetta sjálf. :)
Aztec, 24.8.2014 kl. 04:06
Ég þóttist vita það :) En VSK breytingar eru mjög umdeildar og yfirleitt eru þeir sem vilja einfalda kerfið og samræma skattstigið vændir um hagsmunapot.
Kolbrún Hilmars, 24.8.2014 kl. 12:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.