Betra seint en aldrei

 - og gefur vonandi innanríkisráðherranum frið, eftir allt þrasið. 

En svo er hitt nú eftir.  Að sanna hver gerði hvað, hvenær og hvers vegna.  Og meta glæpinn.


mbl.is Aðstoðarmaður Hönnu Birnu ákærður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég held aftur á móti að héðan í frá fái hún minni frið en áður, því hún hefur alltaf neitað að neitt hafi verið að í hennar ráðuneyti, svo kemur þetta í ljós, hún er sjálf föst í þessu neti og er að reyna að klóra í bakkann allof seint, eða þegar hún sér fram á að ákæra verður lögð fram á aðstoðarmanninn, þá hendir hún honum útbyrðis.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.8.2014 kl. 21:34

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ásthildur, það er aðeins búið að ákæra aðstoðarmanninn, ekki sanna sekt hans.
Framhaldið er í höndum ákæruvaldsins.
En það breytir því ekki að ráðherrann er framkvæmdastjóri okkar í málefnum ráðuneytisins, ekki barnapía starfsmanna ráðuneytisins.


Kolbrún Hilmars, 15.8.2014 kl. 21:56

3 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ásthildur veit allt um þetta, mann ræfillinn er sekur og verður dæmdur sekur af dómstóli götunar.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 15.8.2014 kl. 22:04

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Talaði reyndar hvorki um sekt né sýknu, heldur að þegar ákveðið er að ákæra manninn, en ekki fyrr grípur hún til þessa ráðs. Ef hún hefði strax vikið starfsmönnum sínum til hliðar meðan rannsókn var í gangi og helst vikið sjálf, þá hefði hún sloppið betur frá þessu. En það er bara svo pínlega augljóst að hún hefur hrakist frá einni sögunni til annarar og orðið uppvís að því að segja ósatt hvað eftir annað.

Ríkissaksóknari hefur gefið út að þessi maður verði ákærður fyrir að leka málinu til blaða, það virðist því vera rökstuddur grunur um að það sé rétt, enda segir hann sjálfur að ekki sé gefinn út ákæra á mann, nema að miklar líkur séu á sekt. Auðvitað reynir hann að klóra í bakkann, alvarlegasta málið er ef Hanna Birna hefur haft vitneskju um málið á einhverju stigi þess.

Jóhann ef ráðuneytið hefði strax komið fram af heilindum og viljað hreinsa sig af málinu, þá hefði dómstóll götunnar aldrei orðið svona sterkur. það er nú heila málið.

Þeir sem bara halda með sínu fólki af því að það er réttu meginn í pólitíkinni eru ekki "my cup of tea". Ég vil sannleikann upp á borðið hver sem hann er, undanbragðalaust.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.8.2014 kl. 01:00

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Við hljótum að gera kröfu um að sjálft dómsmálaráðuneytið komi fram af festu og trúverðugleika, því er ekki til að dreyfa í þessu máli því miður.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.8.2014 kl. 01:01

6 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ásthildur, ég hef aldrei skilið þetta lekamál, reyndar varla nennt að reyna það.  Bíð bara spennt, eins og fjöldamargir aðrir, eftir því að sannleikurinn verði upplýstur.

Sterkasti leikur ráðherrans frá upphafi hefði verið að gefa "no komment" á málið að því órannsökuðu, en vissulega fékk hún hvergi frið, hvorki á þingi né frá fjölmiðlum.

Þetta mál hefur verið að veltast allt of lengi - er ekki að verða komið hátt í árið? Svona langdregin sakamálasaga á bók væri löngu komin upp í hillu, ókláruð   :)

Kolbrún Hilmars, 17.8.2014 kl. 13:43

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er grafalvarlegt mál að starfsmenn ráðuneytis leki trúnaðarmálum, og ekki bara það, heldur bæti um betur og bæti við eigin ummælum eins og gert var þarna. Sama hver í hlut á, og hvaða ráðuneyti á í hlut. Við verðum að gera þær kröfur að geta treyst opinberum aðilum fyrir viðkvæmum málum.

Þannig að það er aldeilis rangt að þetta sé stormur í vatnsglasi, skipti ekki máli, eða sé einhver pólitískur leikur til að koma höggi á ráðherra. Það stenst bara alls ekki, því þetta er mjög alvarlegt mál, og ráðherra hlýtur að bera ábyrgð á starfsfólki sínu og ber því að segja af sér embætti. Hún nýtur ekki trausts almennings, og ef hún heldur að þetta mál "gleymist" þá er hún alvarlega á villigötum.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.8.2014 kl. 14:25

8 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ekki get ég tekið afstöðu í þessu máli, því málsatvik hafa aldrei verið útskýrð almennilega.

Hver var annars upprunalegi lekinn; að einhver lak upplýsingum með athugasemd á minnisblaði eða að minnisblaðinu var lekið í fjölmiðla?

Kolbrún Hilmars, 17.8.2014 kl. 15:30

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Minnisblaði var lekið til Morgunblaðsins og Fréttablaðsins minnir mig. En það var með athugasemdum sem á særandi hátt gáfu í skyn að þessi tiltekni maður væri viðriðin mansal, og væri eftirlýstur, hvort tveggja var rangt, og það sem talið er að hafi beinlínis verið til að slá á kröfugöngu manna sem vildu að hann fengi réttláta dómsmeðferð. Þetta er óásættanlegtl

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.8.2014 kl. 17:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband