Annað umferðaróhapp

er í gangi á Hringbraut á móts við Gamla Garð/Háskólahverfið.  Sem verður sennilega ekki jafnauðleyst og þetta við Elliðaárbrúna.

Borgaryfirvöld hafa lokað akbrautinni í austurátt með því að grafa skurð yfir hana þvera.  Ef að líkum lætur verður vesturakreinin einnig grafin upp, eða jafnskjótt og mokað hefur verið upp í hina.

Þetta lofar góðu fyrir væntanlega Menningarnótt - þar sem Hringbrautin breytist árlega í eitt stórt bílastæði þegar fólk ekur heim á leið úr miðbænum.  Jafnvel nú, á venjulegum vinnudegi, er tvöföld bílaröðin slík að hún lokar af og til gatnamótum við Hringbrautina - líka þar sem þau eru ljósastýrð.

Umferðaróhöpp eru ekki alltaf óviljandi.


mbl.is Sæbraut seinfarin vegna óhappsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Borgarstjórn leggur stein í götu vinnuveitenda sinna.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 21.8.2013 kl. 19:55

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Og ef hún á ekki steina á lausu þá grefur hún þá upp - þar sem síst skyldi. 

Kolbrún Hilmars, 21.8.2013 kl. 20:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband