Ills viti?

Nú loksins þegar þetta nýtilkomna Landsdómsdæmi fór að verða spennandi og við höfum þegar nokkra líklega sakborninga í sigtinu, þá vill nýja ríkisstjórnin leggja niður dóminn.

Það boðar ekki gott - svona uppá framtíðina...

 


mbl.is Ætla að leggja niður landsdóm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Austmann,félagasamtök

Að leggja niður Landsdóm er röng ákvörðun, sama hvað Evrópuráðsþingið ályktar. Hins vegar eru lögin um Landsdóm meingölluð. Það sem þarf er að fjarlægja ákæruvald Alþingis, sem er ekki bara tímaskekkja heldur hugsanaskekkja þegar lögin um Landsdóm voru skrifuð á sínum tíma.

Alþingi ætti aðeins að vera ákæruvald í sambandi við ráðherraábyrgð ef ráðherrar eru hvorki alþingismenn né flokksbundnir. Eins og lögin eru í dag, þá er það eins og að leyfa mönnum sem hafa verið kærðir og fjölskyldum þeirra sjálfum að ákveða hvort eigi að ákæra þá eða ekki.

Það á ekki að leggja niður Landsdóm. Bjarni Ben á ekki að komast upp með það. En ákæruvaldið á að liggja hjá óháðu saksóknaraembætti, ekki hjá Alþingi. Því fór sem fór, að bæði Björgvin, Árni, Solla og fleiri (fyrrv.) ráðherrar sluppu við ákæru, þótt þau hefðu verið sízt saklausari en Geir.

Og eins og þú skrifar, Kolla, þá er rík þörf á Landsdómi nú, þegar gera þarf upp landráðatilburði Jóhönnu, Össurar og Steingríms. Og hvað með þá ráðherra sem einkavæddu bankana á sínum tíma og "láðist" að setja lög um ábyrga lánastarfsemi eins og þau sem verið hafa í gildi á hinum Norðurlöndunum áratugum saman (enda varð ekkert bankahrun þar)?

En þetta sýnir líka að réttarkerfið á Íslandi er einn stór brandari. Í sambandi við aðra sem voru ábyrgir fyrir bankahruninu, útrásarþjófarnir og bankaræningjarnir Jón Ásgeir, Sigurður E., Björgólfsfeðgar, Sigurjón Þ. og Hreiðar Már þá hafa þeir enn ekki verið dæmdir heldur standa uppi sem sigurvegarar með leynireikningsnúmerin í brjóstvasanum í boði vina sinna við Austurvöll.

Austmann,félagasamtök, 30.6.2013 kl. 13:32

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Alveg sammála þér, Austmann.  Landsdómur getur orðið gagnlegur þótt ekki væri nema sem aðhald. 

Framkvæmdavaldið er skipað pólitískum ráðherrum og það er engin afsökun að kjósendur eigi kost á því í kjörklefanum að refsa þeim pólitískt fyrir afglöp sín.  Því það er ekki hægt í reynd.

Ráðherrar eru venjulega efstu menn á framboðslistum stjórnmálaflokkanna og við vitum mæta vel hvaða gagn er að útstrikunum. 

Höldum því Landsdómi sem Damoclesarsverði yfir höfðum ráðherranna.

Kolbrún Hilmars, 30.6.2013 kl. 20:07

3 Smámynd: Guðleifur R Kristinsson

það er ekkert að landsdómi og það var ekki landsdómur sem ákvað að sækja Geir Haarde einan til saka .......það voru alþingismenn og konur sem kusu fyrst hvern skyldi senda í landsdóm og dæma þar.

landsdómur sem dómsvald réð því ekki hver skyldi settur fyrir dóminn.

og nú eru alþingismenn hræddir við landsdóm af því að þegar búið er að senda einhvern fyrir landsdóm geta þeir sjálfir ekkert stjórnað landsdómi sjálfir ....eða svo lýtur þetta út fyrir mér..

mikið réttlæti

Guðleifur R Kristinsson, 1.7.2013 kl. 03:21

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Guðleifur, það besta væri auðvitað ef þingmenn létu stýrast af hinni margumtöluðu óháðu sannfæringu sinni auk samvisku þegar og ef þeir lenda í því að velja hvort senda eigi ráðherra fyrir landsdóm. 

Ef þeir treysta sér ekki til þess þá þarf greinilega að finna annað ákæruvald.

Kolbrún Hilmars, 1.7.2013 kl. 16:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband