Eftir helgi...

Þeir eru býsna margir, fylgjendur bæði stjórnar og stjórnarandstöðu, sem eru þegar farnir að gera kröfur á nýja ríkisstjórn.    Hinir sömu vildu greinilega að ríkisstjórnin uppfyllti öll kosningaloforð daginn eftir kosningar.

Þessa dagana er okkar nýja ríkisstjórn einmitt að skipuleggja sig og leggja drög að því að efna loforðin - eða svíkja, eftir atvikum.  Svona til samanburðar þá var síðasta ríkisstjórn einnig kosin í apríl og eins og allir ættu að muna var það ekki fyrr en í júlí að hún hóf ýmist að uppfylla eða svíkja sín kosningaloforð.

Geri því slagorð fyrrverandi ríkisstjórnar að mínu; skoðum málið eftir helgi!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Tek undir það Kolbrún. Andstæðingar ríkisstjórnar gerðu líka stórmál af litlu tilefni,meðan hún (rstj.) vann að málefnasamningnum.

Helga Kristjánsdóttir, 8.6.2013 kl. 10:31

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Takk fyrir það, Helga. 

Andstæðingarnir eru að vísu snöggtum verri með þetta tuð, þeir kjósa að gleyma því að fyrrverandi stjórn (þeirra sjálfra) hafði gert sinn málefnasamning í jan/feb 2009 og gengu síðan að honum klárum eftir aprílkosningar sama ár. 

Jóhanna og Steingrímur "þjófstörtuðu" þannig með sínar vöfflur og pönnukökur  :)

Kolbrún Hilmars, 8.6.2013 kl. 11:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband