Ekki orð um nýja ríkisstjórn

- fyrr en á morgun!

Nú ætla ég að vitna í Víkverja dagsins (Mbl.22/5); hvers vegna sumir bæta á sig aukakílóum á meðan aðrir eru ónæmir, sem borða þó nákvæmlega jafnmikið og hinir.  Þá er átt við alla þá sem sinna starfi sínu sitjandi við skrifborð.

Samkvæmt rannsókninni sem vitnað er til, var fylgst með hegðun skrifborðsfólksins.  Niðurstaðan er sú að þeir sem ekki þyngdust voru á stöðugu iði, fiktuðu, gengu um, hreyfðu fæturna.  Þessi hreyfing, sem lítið fór fyrir, hafði í för með sér að umrætt fólk brenndi allt að 800 kaloríum meira á dag en hinir.

Afleidd ályktun (mín!) er þannig sú að þeir samviskusömu sem sitja sem fastast við skrifborðið allan sinn daglega vinnutíma og þjóna vinnuveitanda sínum af samviskusemi, eiga á hættu að hlaupa í spik!

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband